Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 31
6. mynd. Sprunga í gömlum rofnum berggrunni við Geitafell í Hornafirði. Vídd sprungunnar er fáir mm og er hún fyllt með jarðhitaútfellingum, sem sýnir að þarna hefur verið jarðhita- kerfi, sem nú er kulnað. Þessi sprunga gæti verið gott dæmi um jarðhitasprungur í rótum jarð- hitakerfa, sem nú eru virk. A fissure in the roots of an eroded extinct high temperature geother- mal system. Ljósm. photo Ólaf- ur G. Flóvenz. Þetta kemur reyndar ekki á óvart þar sem Borgarfjörðurinn er virkt jarð- skjálftasvæði. Við jarðskjálftana í Þverárhlíð í Borgarfirði hvarf jarðhit- inn að Helgavatni um tíma, en þar var laug sem gaf um 10 1/s. Að nokkrum vikum liðnum fór að renna aftur úr lauginni og varð rennslið þá 30 1/s og vatnið 2-3°C heitara en áður (Skúli Hákonarson bóndi, munnl. uppl.). Þarna hefur líklega opnast ný sprunga og laugin horfið á meðan sprungan var að fyllast af vatni. Síðan fór að renna úr lauginni á ný, meira og heit- ara vatn, þar sem rennslisleiðin til yf- irborðs var orðin greiðari og snerti- flötur vatns við berg hafði stækkað. Svipaða sögu má segja af lauginni að Laugalandi á Þelamörk. Þar er talið að vatnið hafi hitnað úr 30°C í 47°C við Dalvíkurskjálftann 1934 (Ólafur G. Flóvenz o.fl. 1984b). A virka jarðskjálftasvæðinu á Suð- urlandi eru tengsl jarðhita og ungra sprungna víða augljós, og heitt vatn kemur upp um sprungur sem sannan- lega hafa myndast í tilgreindum jarð- skjálftum. Fjöldi dæma er um að hver- ir og laugar hafi myndast, horfið eða breytt sér við jarðskjálfta á Suðurlandi (Þorvaldur Thoroddsen 1925). Sem dæmi má nefna að Strokkur tók að gjósa í jarðskjálfta árið 1789 og hætti skyndilega í öðrum miklum skjálfta er varð árið 1896. Hveranna í Haukadal er fyrst getið í tengslum við jarð- 23

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.