Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 33

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 33
Tafla 1. Meðallekt jarðlaga í og umhverfis nokkur lághitasvæði á íslandi. Lektin er metin út frá viðbrögðum svæðanna við nokkurra ára vatnsvinnslu. Tölurnar eru fengnar úr gögnum Orkustofnunar. The average permeability of some low temp- erature systems in Iceland. Svæði Lekt (1015 m2) Ytri-Tjarnir í Eyjafirði 0,40 Laugaland í Holtum 0,64 Glerárdalur við Akureyri 0,89 Laugaland í Eyjafirði 0,93 Hamar við Dalvík 9,60 Laugarnes í Reykjavík 12,00 Ef lægri lektartölurnar í Töflu 1 end- urspegla meðallekt innan og utan jarðhitasvæða og ef þykkt djúpa grunnvatnsstraumsins er um 3 km, þá verður margfeldi lektar og þykktar að meðaltali um 2 X 10'12 m3. Ef við að öðru leyti notum sömu tölur og Svein- björn fáum við að heildarrennsli djúps grunnvatns sé aðeins um 400 1/s, sem er mun minna en heildarrennsli úr hverum og laugum. Auk þess verður að gera ráð fyrir því að aðeins lítið brot grunnvatnsstraumsins renni um jarðhitakerfin. Þessar niðurstöður sýna að ólíklegt er að grunnvatns- straumur um langan veg, djúpt í jörðu frá hálendi til láglendis sé nægjanlega mikill til þess að fæða vatnsmestu lág- hitasvæðin. Þetta má orða þannig að það séu tvær veigamiklar ástæður, sem kippi stoðunum undan æstæða líkaninu. 1 fyrsta lagi er ekki nógu mikil orka í hinum stöðuga varmastraumi til þess að hita upp allt það vatn sem rennur úr stærstu hverum og laugum á land- inu. í öðru lagi er grunnvatnsstraum- urinn djúpt í jarðlagastaflanum frá há- lendi til láglendis ekki nógu mikill til þess að fæða lághitasvæðin. Unnt er að nota lektartölurnar úr Töflu 1 til þess að meta lauslega hve djúpi grunnvatnsstraumurinn er lengi á leiðinni frá hálendi til láglendis. Niðurstöður slíkra reikninga benda til þess að það taki regn, sem fellur á miðhálendinu og sekkur djúpt í jörðu, nokkur þúsund eða tugi þúsunda ára að streyma til láglendis. Einnig má áætla að vatn í öflugu lághitakerfi, sem einkennist af hræringu í lóðrétt- um sprungum, hringsóli um kerfið á fáum mánuðum eða árum. Þetta sýnir glöggt hve sáralitla þýðingu uppruni vatnsins og hinn hægi grunnvatns- straumur hefur fyrir eiginleika slíkra jarðhitakerfa. Þeir ráðast fyrst og fremst af aðstæðum innan og í næsta nágrenni jarðhitakerfisins sjálfs. HITAÁSTAND JARÐSKORPUNNAR Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á hitaástandi jarðskorpunnar undir ís- landi á liðnum árum. Boraðar hafa verið fjölmargar grunnar holur utan jarðhitastaða til þess að fá upplýsingar um hitastigul, þ.e. hve ört hiti vex með dýpi. Á 7. mynd er sýnt kort af hitastigli á íslandi við yfirborð jarðar utan jarð- hitasvæða. Flestar holurnar, sem not- aðar eru til að meta hitastigul eru grunnar (<150m) en á nokkrum stöð- um hefur verið borað niður á allt að 1,5 km dýpi. Þær sýna að sá hitastigull sem mælist við yfirborð helst yfirleitt niður á botn holunnar. Mælingar á rafleiðni jarðar með svokallaðri jarðstraumaaðferð (Beblo og Axel Björnsson 1978) sýna að und- ir landinu er að finna lag með hárri rafleiðni, sem varla verður skýrt með öðru, en að bergið sé að hluta til 25 L

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.