Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 39

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 39
11. mynd. Eðli varmanáms í lághitakerfum samkvæmt kenningu Gunnars Böðvarssonar (1982). Varmanámið verður í gömlum lóðréttum sprungum, sem eru lokaðar neðan ákveð- ins dýpis vegna láréttrar spennu (þyngdar jarðlaga). Við hræringu vatns í sprungunni (A) kólnar bergið og dregst saman næst henni. Pegar bergið dregst saman minnkar lárétt spenna og sprungan víkkar og opnast dýpra niður (B). Þannig nær hræringin stöðugt í meiri orku til að viðhalda jarðhitakerfinu. The mechanism of heat mining within a low temperatu- re geothermal system by a continuous downward migration of a preexisting fracture. sonar (1982, 1983) um eðli varmanáms á lághitasvæðunum, sem lýst hefur verið stuttlega hér að framan, tekur einmitt tillit til þessara þátta, og er verulega frábrugðin eldri hugmyndum um eðli lághitans. Samkvæmt þessari kenningu leika staðbundin hræring og lóðréttar sprungur lykilhlutverk í varmanáminu. Samkvæmt kenningu Gunnars er aðstreymi að kerfunum grunnt í jörðu (2. mynd). Við virkar jarðhitasprung- ur, t.d. við ganga, sekkur kalda vatnið niður eftir sprungunni. Þetta eru gamlar sprungur sem eru til staðar í jarðlagastaflanum. Þær eru opnar nið- ur á ákveðið dýpi, en lokaðar þar fyrir neðan vegna láréttrar spennu af völd- um þyngdar jarðlaganna. Vatnið hitn- ar neðan til í sprungunni og rís síðan vegna minni eðlisþyngdar. Varma- námið gerist þannig með staðbundinni hræringu vatns í lóðréttum sprungum. Hringrásin flytur varma úr bergi við neðri mörk opna hluta sprungunnar upp í efsta hluta kerfisins. Kólnun, sem fylgir varmanáminu, veldur því að bergið dregst saman (lárétt spenna minnkar) og sprungan opnast áfram niður eins og sýnt er á 11. mynd. Þannig fær vatnið varma sinn stöðugt dýpra úr kerfinu. Varmanám með þessum hætti getur verið mjög öflugt, en afl jarðhitakerfisins ræðst af því hve hratt hræringin kælir bergið og opnar sprunguna. Þessi kenning er náskyld hugmynd- um manna um varmanám í aflmiklum háhitakerfum, þar sem orkugjafinn er heit eða bráðin innskot. Mönnum 31

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.