Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 41

Náttúrufræðingurinn - 1990, Page 41
Tafla 2. Taflan sýnir reiknaðan hraða kælingar í lóðréttri sprungu samkvæmt kenningu Gunnars Böðvarssonar fyrir mismunandi dýpi, hitastigul og lárétta spennu. Tölurnar gefa hraðann í metrum á ári (m/ár) og varmaafl fyrir hvern lengdarmetra sprungunnar í kílówöttum á metra (kW/m). The velocity of the downward migration of fractures (m/ year) and power of geothermal systems (kWlm) related to depth, geothermal gradient and horizontal stress in the crust. DÝPI HITA- LÁRÉTT SPENNA STIGULL sem hlutfall af lóðréttri spennu km °C/km 0,4 0,5 0,6 m/ár kW/m m/ár kW/m m/ár kW/m 50 0,7 0,8 0,1 0,3 0 0 2 100 3,7 3,6 0,5 1,3 0,2 0,8 50 0,5 1,5 0 0 0 0 3 100 3,1 8,2 0,4 3,0 0,15 1,8 50 0,4 2,3 0 0 0 0 4 100 2,6 13,0 0,3 4,7 0,15 3,1 Kenning Gunnars virðist geta skýrt afl stærstu lághitasvæðanna. Sem dæmi má nefna að áætla má að heild- arafl lághitasvæðanna í Reykholtsdal í Borgarfirði sé um 220 MW (Gunnar Böðvarsson, 1982). Útilokað virðist að skýra svo aflmikil svæði með kenn- ingu Trausta. Á hinn bóginn má hæg- lega skýra þau með kenningu Gunn- ars, ef gert er ráð fyrir hagstæðu spennuástandi. Þannig þarf aðeins nokkrar virkar jarðhitasprungur þar sem varmanám með hræringu er virkt á nokkurra km kafla á hverri þeirra. I kenningu Gunnars er gert ráð fyr- ir að hringrás vatnsins í lághitakerfun- um sé knúin af þrýstingsmun, sem sé eingöngu af völdum mismunandi eðl- isþyngdar kalds vatns í niðurstreymi °g þess heita í uppstreymisrásum kerf- anna. Ef við gerum ráð fyrir hringrás niður á 3 km dýpi má áætla að þessi þrýstingsmunur geti verið um 1 bar. Ljóst er að slíkur þrýstingsmunur er nægur til þess að knýja hringrásina í mörgum jarðhitakerfum. Hins vegar hefur komið í ljós að í sumum jarð- hitakerfum er yfirþrýstingur mjög hár. Sem dæmi má nefna að við borun í jarðhitasvæðin um miðbik Eyjafjarðar kom í ljós að yfirþrýstingur þar var hátt í 2 bör, áður en vinnsla hófst. Þar sem nokkuð þrýstingsfall verður vænt- anlega í hringrásinni, þá er þetta meiri yfirþrýstingur en virðist hægt að skýra með eðlisþyngdarmun einum saman. Því er greinilegt að auk eðlisþyngdar- munar knýr hærra grunnvatnsborð á hálendari svæðum í nágrenni sumra jarðhitasvæða hringrás vatnsins. Til þess að skýra þennan yfirþrýsting þarf auk þess að vera þétt berg eða þak yf- ir jarðhitasvæðinu. í neðri hluta jarðhitasvæðanna leys- ir heita vatnið upp efni úr berginu. í efri hluta svæðanna leitar vatnið út í jarðlögin í kring. Þar kólnar það og þessi sömu efni falla út úr vatninu. 33

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.