Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 53

Náttúrufræðingurinn - 1990, Side 53
5. mynd. Tvívetnisinnihald í úrkomu á íslandi og í nokkrum stórám (nyrst Hvítá í Borg- arfirði við Hraunfossa, svo Brúará við Efri-Reyki, þá Sog við Úlfljótsvatn og syðst Þjórsá við Urriðafoss. Gögn frá Braga Arnasyni, 1976). The deuterium content of precip- itation in Iceland and in a few major rivers (From Árnason, 1976). lengd. Stefán Arnórsson og Gunnar Ólafsson (1986) telja, að í sumum til- fellum geti úrkoma á hálendi runnið á yfirborði til lághitasvæðanna og, að þar sígi úrkomuvatnið fyrst niður í berggrunninn. Allar stærri ár landsins eiga upptök sín á hálendi landsins og fá meiri hluta vatns síns þaðan. Tví- vetnisinnihald nokkurra stóráa á Suð- vesturlandi er í samræmi við þetta (5. mynd). Þegar þessar ár renna um laus setlög á láglendi, er sá möguleiki vissulega fyrir hendi, að árvatn sígi niður í setlagabunkann og síðan ofan í berggrunninn um sprungur eða aðrar veilur í honum. Vatni í gropnum set- lagabunkum má líkja við stöðuvatn. Sé botninn, berggrunnurinn, sprung- inn er alltaf nóg vatn fyrir hendi, sem vill síga ofan í sprungurnar. Hins veg- ar mundi aðeins staðbundið úrkomu- vatn leita niður í sprungur í annars þétt- um berggrunni, sem er á þurru landi og ekki hulinn setlögum, nema þar sem þessar sprungur liggja í lægðum. Þá get- ur yfirborðsvatn runnið að þeim. Ingvar Birgir Friðleifsson (1979) tengdi líkan Trausta við megindrætt- ina í jarðfræði íslands. Taldi hann, að samspil lektar berggrunns og lands- lags réði mestu um það, hvort og hvar lághitasvæði mynduðust. Þannig átti t.d. jarðhiti á Mið-Norðurlandi rót sína að rekja til þess, að vatn streymdi eftir N-S sprungum frá hálendi til lág- lendis. Astæða fyrir því, að á Aust- fjörðum er nær enginn jarðhiti, var talin vera sú, að gangar og sprungur, 45

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.