Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 57

Náttúrufræðingurinn - 1990, Síða 57
Reykir í Mosfellssveit Allmörg lághitakerfi liggja í göml- um háhitakerfum. Ætla má, að há- hitasvæðin hafi upphaflega myndast inni í gosbeltunum, en síðan rekið út úr þeim og um leið þróast yfir í lág- hitakerfi. Til þessa bendir jarðfræði- leg bygging berggrunns slíkra lághita- kerfa, en þó sér í lagi forn háhitaum- myndun, sem kemur fram í borholum. Dæmi um lághita af þessu tagi eru svæðin í Mosfellssveit og Reykjavík, við Hvalstöð og Ferstiklu í Hvalfirði, við Klausturhóla í Grímsnesi og Leirá í Leirársveit. Líkur eru taldar á því, að jarðhitinn í Hveragerði, sem hefur rétt náð að reka út úr gosbeltinu sé á byrjunarstigi þróunar háhita yfir í lág- hita. Sama gæti gilt um Geysissvæðið í Haukadal, þótt einnig virðist koma til greina, að þar hafi kvika troðist út eft- ir sprungu(m) út fyrir gosbeltið og að háhitinn hafi myndast yfir innskoti, sem þannig varð til. Hið forna háhitasvæði við Reyki í Mosfellssveit liggur utan í gamalli megineldstöð, sem kennd er við Star- dal (Ingvar Birgir Friðleifsson, 1973). Samkvæmt líkanreikningum Guð- mundar Pálmasonar (1973) má búast við, að það taki heita bergmassa há- hitakerfa einhverjar milljónir ára að kólna niður í svipað hitastig og um- lykjandi berg, eftir að þau rekur út úr gosbeltinu, a.m.k. ef hræring grunn- vatns veldur ekki verulegri kælingu. Sá sprungusveimur, sem liggur gegn- um háhitasvæðið í Krísuvík, teygir sig til norðausturs um Hjalla í Heiðmörk, gegnum Úlfarsfell og allt upp í Mos- fellssveit, eða alllangt út fyrir gosbelt- ið. (Páll Imsland 1985) Fer sprungu- sveimurinn í gegnum jarðhitasvæðið, sem kennt er við Reyki í Mosfells- sveit. Þannig hefur gamalt háhita- svæði, sem myndaðist inni í gosbeltinu rekið út úr því og það Ient inn í Krísu- víkursprungusveimnum. Miðað við fjarlægð frá gosbeltinu væri við því að búast, að hið forna háhitakerfi í Mos- fellssveit hafi enn verið allheitt, þegar það lenti í Krísuvíkursprungu- sveimnum, þar sem það liggur nú. Það er nú 10-15 km frá gosbeltinu og sé gert ráð fyrir rekhraða sem nemur 1 cm á ári tæki það 1-1,5 milljón ár fyrir kerfið að berast á núverandi stað. Grunnar borholur á sprungu- sveimnum í suðvestur frá Reykjum í Mosfellssveit sýna mjög lágan hitastig- ul (Helga Tulinius o.fl., 1986). Þessar niðurstöður gefa til kynna að þarna eigi sér stað niðurstreymi á köldu vatni, en undir jarðhitasvæðinu sjálfu er vissulega uppstreymi á heitu vatni; m.ö.o. hræring á sér stað í sprungu- sveimnum. Kælingar hefur orðið vart í borholum á Syðri-Reykjum í suðvest- urkanti jarðhitasvæðisins, en ekki norðaustan til á svæðinu við Reykja- hlíð (Snorri Páll Kjaran og Ari Ing- ólfsson, 1985). Bendir það til þess, að vinnslan úr svæðinu hafi örvað inn- streymi á köldu vatni úr suðvestri. Fellur þessi vitneskja að fyrrgreindri niðurstöðu, að niðurstreymi eigi sér stað á Krísuvíkursprungusveimnum suðvestan jarðhitasvæðisins í Mos- fellssveit. Borhola er við Stardal í nokkurra kílómetra fjarlægð frá djúpum borhol- um á jarðhitasvæðinu í Mosfellsdal. Vatnsborð í holunni við Stardal sveifl- ast í takt við sveiflur vatnsborðs í jarð- hitakerfinu og sýnir, að lekt berg- grunns er mikil til norðausturs frá jarðhitakerfinu (Snorri Páll Kjaran og Ari Ingólfsson, 1985). Virðist þess vegna einnig vera um að ræða inn- streymi í jarðhitakerfið úr norðaustri. Hugsanlegt er, að góð lekt til norð- austurs tengist dyngjubasaltinu frá Mosfellsheiði og að Krísuvíkursveim- urinn nái inn undir þá jarðmyndun. 49

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.