Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 57

Náttúrufræðingurinn - 1990, Qupperneq 57
Reykir í Mosfellssveit Allmörg lághitakerfi liggja í göml- um háhitakerfum. Ætla má, að há- hitasvæðin hafi upphaflega myndast inni í gosbeltunum, en síðan rekið út úr þeim og um leið þróast yfir í lág- hitakerfi. Til þessa bendir jarðfræði- leg bygging berggrunns slíkra lághita- kerfa, en þó sér í lagi forn háhitaum- myndun, sem kemur fram í borholum. Dæmi um lághita af þessu tagi eru svæðin í Mosfellssveit og Reykjavík, við Hvalstöð og Ferstiklu í Hvalfirði, við Klausturhóla í Grímsnesi og Leirá í Leirársveit. Líkur eru taldar á því, að jarðhitinn í Hveragerði, sem hefur rétt náð að reka út úr gosbeltinu sé á byrjunarstigi þróunar háhita yfir í lág- hita. Sama gæti gilt um Geysissvæðið í Haukadal, þótt einnig virðist koma til greina, að þar hafi kvika troðist út eft- ir sprungu(m) út fyrir gosbeltið og að háhitinn hafi myndast yfir innskoti, sem þannig varð til. Hið forna háhitasvæði við Reyki í Mosfellssveit liggur utan í gamalli megineldstöð, sem kennd er við Star- dal (Ingvar Birgir Friðleifsson, 1973). Samkvæmt líkanreikningum Guð- mundar Pálmasonar (1973) má búast við, að það taki heita bergmassa há- hitakerfa einhverjar milljónir ára að kólna niður í svipað hitastig og um- lykjandi berg, eftir að þau rekur út úr gosbeltinu, a.m.k. ef hræring grunn- vatns veldur ekki verulegri kælingu. Sá sprungusveimur, sem liggur gegn- um háhitasvæðið í Krísuvík, teygir sig til norðausturs um Hjalla í Heiðmörk, gegnum Úlfarsfell og allt upp í Mos- fellssveit, eða alllangt út fyrir gosbelt- ið. (Páll Imsland 1985) Fer sprungu- sveimurinn í gegnum jarðhitasvæðið, sem kennt er við Reyki í Mosfells- sveit. Þannig hefur gamalt háhita- svæði, sem myndaðist inni í gosbeltinu rekið út úr því og það Ient inn í Krísu- víkursprungusveimnum. Miðað við fjarlægð frá gosbeltinu væri við því að búast, að hið forna háhitakerfi í Mos- fellssveit hafi enn verið allheitt, þegar það lenti í Krísuvíkursprungu- sveimnum, þar sem það liggur nú. Það er nú 10-15 km frá gosbeltinu og sé gert ráð fyrir rekhraða sem nemur 1 cm á ári tæki það 1-1,5 milljón ár fyrir kerfið að berast á núverandi stað. Grunnar borholur á sprungu- sveimnum í suðvestur frá Reykjum í Mosfellssveit sýna mjög lágan hitastig- ul (Helga Tulinius o.fl., 1986). Þessar niðurstöður gefa til kynna að þarna eigi sér stað niðurstreymi á köldu vatni, en undir jarðhitasvæðinu sjálfu er vissulega uppstreymi á heitu vatni; m.ö.o. hræring á sér stað í sprungu- sveimnum. Kælingar hefur orðið vart í borholum á Syðri-Reykjum í suðvest- urkanti jarðhitasvæðisins, en ekki norðaustan til á svæðinu við Reykja- hlíð (Snorri Páll Kjaran og Ari Ing- ólfsson, 1985). Bendir það til þess, að vinnslan úr svæðinu hafi örvað inn- streymi á köldu vatni úr suðvestri. Fellur þessi vitneskja að fyrrgreindri niðurstöðu, að niðurstreymi eigi sér stað á Krísuvíkursprungusveimnum suðvestan jarðhitasvæðisins í Mos- fellssveit. Borhola er við Stardal í nokkurra kílómetra fjarlægð frá djúpum borhol- um á jarðhitasvæðinu í Mosfellsdal. Vatnsborð í holunni við Stardal sveifl- ast í takt við sveiflur vatnsborðs í jarð- hitakerfinu og sýnir, að lekt berg- grunns er mikil til norðausturs frá jarðhitakerfinu (Snorri Páll Kjaran og Ari Ingólfsson, 1985). Virðist þess vegna einnig vera um að ræða inn- streymi í jarðhitakerfið úr norðaustri. Hugsanlegt er, að góð lekt til norð- austurs tengist dyngjubasaltinu frá Mosfellsheiði og að Krísuvíkursveim- urinn nái inn undir þá jarðmyndun. 49
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.