Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 15

Náttúrufræðingurinn - 1992, Qupperneq 15
sé mun meiri en hæð hennar og breidd en álíka og lengd eldstöðva- kerfisins. Ef stór hluti togstreitunnar í austurbeltinu safnast á Heklukerfið verður tíðni gangainnskota í því há (Ágúst Guðmundsson 1989) og þar með gostíðni Heklu. Þriðji þátturinn er Heklugjáin eða framhald hennar niður að þrónni. Kvikan efst í þrónni nýtir sér þennan sama veikleika aftur og aftur í gosum. Eins og vikið var að áður er stefna Heklugjár talsvert frábrugðin algeng- ustu stefnu gossprungna á þessu svæði. Því er líklegt að gosrásin safni í sig skerspennu, auk togspennu, milli gosa en slík spennusöfnun myndi minnka tímann milli gosa og því auka gostíðnina. Einkum á þetta við meðan gangurinn í gosrásinni er enn að hluta bráðinn, eins og vikið var að fyrr í greininni. Þótt kvikan nýti sér oftast þann veikleika sem Heklugjá markar þarf aðalhraunflæðið ekki endilega að vera úr Heklugjá sjálfri. I síðustu þremur gosum hefur kvikan að meginhluta brotist út úr hlíðum fjallsins og í brekkurótunum, úr sprungum sem stefna geislótt út frá Toppgíg. Hekla rís allt að 1000 m yfir umhverfi sitt og brestur auðveldlega undan kviku- þrýstingi, einkum þegar hann er hæst- ur í byrjun goss. Kvikan leitar síðan þá leið út úr fjallinu sem kostar hana minnsta orku, og tiltölulega hár eðlis- massi kvikunnar í síðustu þremur gos- um er ein ástæða þess að kvikan leitar neðarlega út úr fjallinu. SAMANTEKT Helstu niðurstöður greinarinnar má draga saman á eftirfarandi hátt: 1) Heklugosið 1991 hófst 17. janúar, stóð í tæpa 53 daga og lauk 11. mars. Hraunrennsli var um 800 m3/sek að meðaltali fyrstu tvo sólarhringana, en minnkaði fljótt í um 10 m3/sek og var síðan á bilinu 1-12 m3/sek þar til gosi lauk. Tímabundið lágmark varð í byrj- un febrúar þegar gosið var við það að lognast út af. 2) Hraunið sem upp kom er dæmi- gert Hekluhraun, úr andesíti, og þek- ur um 23 km2. Þykkt þess er víðast á bilinu 2-8 m en kann þó að vera tugir metra sums staðar við Vatnafjöll. Áætluð meðalþykkt er 6-7 m og heildarrúmálið því 0,15 km3. Þetta er sama rúmmál hrauns og upp kom í gosinu 1980-81 en heldur minna en í gosinu 1970. 3) Gosið rennir frekari stoðum und- ir fyrri hugmyndir um samband ým- issa þátta í Heklugosum við lengd undangengins goshlés. Helstu þættir sem vaxa með lengd undanfarandi goshlés eru (1) kísilsýruinnihald fyrstu gosefna og upphafskraftur gossins, (2) rúmmál hrauns og nýfallinnar gjósku, (3) lengd goss og (4) stærð stærstu jarðskjálfta sem tengjast því. 4) Eldstöðvakerfi Heklu er um 7 km breitt og 40 km langt og virðist fá kviku sína úr þró sem hefur svipað flatarmál og kerfið sjálft en er staðsett á um 8 km dýpi. Þróin er líklega lag- skipt þannig að efst í henni, undir Heklu sjálfri, er eðlislétt súr og ísúr kvika en þar undir og til jaðranna er basaltkvika. í samræmi við þessa lag- skiptingu koma einungis upp súr og ísúr gosefni úr Heklu sjálfri en basalt- hraun frá gossprungum í grennd við hana. 5) Hekla hefur gosið að meðaltali á 55 ára fresti á sögulegum tíma og er að þessu leyti næstvirkasta eldfjall landsins, næst á eftir Grímsvötnum. Mikla gostíðni Heklu má skýra með samspili þriggja þátta. Þeir eru lega eldstöðvarinnar á mótum framsækins rekbeltis og brotabeltis Suðurlands, lárétt ílöng lögun þróarinnar undir 157
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.