Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 50

Náttúrufræðingurinn - 1992, Side 50
Sverrir Haraldsson Gera Heklugos boð á undan sér? Þeir grannar Heklu sem vaxnir voru úr grasi fyrir miðja þessa öld og enn troða þar slóðir hafa fengið einstakt tækifæri til að kynnast duttlungum náttúrunnar í tengslum við hin óvenju tíðu Heklugos á þessu tímabili. Það fyrirbæri sem helst hefur vakið athygli leikmanna eru þónokkuð reglubundn- ar breytingar á vatnsmagni í lækjum og tjörnum á þessu svæði, og felst reglusemin í því að svo virðist sem vatnsþurrðar fari að gæta nálægt tveimur árum fyrir hvert gos. Að beiðni Páls Imsland og Sig- mundar Einarssonar verður hér fest á blað það litla sem heimamenn kunna frá að herma þessu fyrirbæri, og er þar sá ljóður á að allt er það eftir mis- traustu minni, svo tímasetningar verða harla ónákvæmar. Hér verða þeir lækir í Selsundi sem frá er sagt, og allir renna fram undan svonefndu Norðurhrauni (frá 1390, sbr. Sigurður Þórarinsson 1968, Heklueldar, Sögufélagið, Reykjavík), taldir upp frá SA til NV: Selsundslæk- ur, Lind, Bakkalækur, Mosalækur, Slýlækur, Öldulækur, líka nefndur Sprungulækur frá 1912, og Kanastaða- lækur (sjá 1. mynd). Pá má nefna Höfðalæk, sem að miklum hluta kem- ur undan Norðurhrauni en á þó varla heima í þessum félagsskap, þar sem hann hefur ekki fylgt hegðun hinna lækjanna, mun enda upprunninn í Haukadalsöldu en hraunið aðeins hafa runnið yfir upptök hans. í Næf- urholti hafa hliðstæðar breytingar orðið í Lænu, en hún kemur undan Næfurholtshrauni frá 1845, Næfur- holtslæk, Selvatni og Loddavötnum. í þeim lækjum sem upptök eiga í Sel- sundsfjalli og Botnafjalli, svo og Bjól- felli, hefur þessa eigi orðið vart. I bók Sigurðar Þórarinssonar, Heklueldum, segir á bls. 105, og haft eftir Einari Jónssyni fyrrum Skálholts- rektor, um forboða Heklugossins 1766: „Þegar tveim árum fyrir gosið fór fólk að veita því eftirtekt að lækir og lindir í grennd við Næfurholt fóru þverrandi og einnig lækkaði í því litla vatni Selvatni, sem er í krikanum milli Bjólfells og Tindilfells vestur af Heklu. Lynggróður í hraunum kring- um Selsund og Næfurholt skræln- aði . . .“. Neðanmáls er þetta svo áréttað og vitnað í Hannes Finnsson: H.F. segir alla læki á Heklusvæðinu hafa minnkað, og segir þetta fyrirbæri vera alþekkt í sambandi við eldsum- brot á Islandi. Ekki nefnir Sigurður þetta um önn- ur Heklugos og verður þó að teljast líklegt að hann hefði getið þess ef annálar geymdu fleiri frásagnir af 1. mynd. Flugmynd af Heklubæjunum og næsta nágrenni þeirra. Myndin er tekin 8. ágúst 1987 úr 18.000 feta hæð. © Land- mælingar íslands. Náttúrufræöingurinn 61 (3-4), bls. 192-194,1992. 192
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.