Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 50
Sverrir Haraldsson
Gera Heklugos boð á undan sér?
Þeir grannar Heklu sem vaxnir voru
úr grasi fyrir miðja þessa öld og enn
troða þar slóðir hafa fengið einstakt
tækifæri til að kynnast duttlungum
náttúrunnar í tengslum við hin óvenju
tíðu Heklugos á þessu tímabili. Það
fyrirbæri sem helst hefur vakið athygli
leikmanna eru þónokkuð reglubundn-
ar breytingar á vatnsmagni í lækjum
og tjörnum á þessu svæði, og felst
reglusemin í því að svo virðist sem
vatnsþurrðar fari að gæta nálægt
tveimur árum fyrir hvert gos.
Að beiðni Páls Imsland og Sig-
mundar Einarssonar verður hér fest á
blað það litla sem heimamenn kunna
frá að herma þessu fyrirbæri, og er
þar sá ljóður á að allt er það eftir mis-
traustu minni, svo tímasetningar
verða harla ónákvæmar.
Hér verða þeir lækir í Selsundi sem
frá er sagt, og allir renna fram undan
svonefndu Norðurhrauni (frá 1390,
sbr. Sigurður Þórarinsson 1968,
Heklueldar, Sögufélagið, Reykjavík),
taldir upp frá SA til NV: Selsundslæk-
ur, Lind, Bakkalækur, Mosalækur,
Slýlækur, Öldulækur, líka nefndur
Sprungulækur frá 1912, og Kanastaða-
lækur (sjá 1. mynd). Pá má nefna
Höfðalæk, sem að miklum hluta kem-
ur undan Norðurhrauni en á þó varla
heima í þessum félagsskap, þar sem
hann hefur ekki fylgt hegðun hinna
lækjanna, mun enda upprunninn í
Haukadalsöldu en hraunið aðeins
hafa runnið yfir upptök hans. í Næf-
urholti hafa hliðstæðar breytingar
orðið í Lænu, en hún kemur undan
Næfurholtshrauni frá 1845, Næfur-
holtslæk, Selvatni og Loddavötnum. í
þeim lækjum sem upptök eiga í Sel-
sundsfjalli og Botnafjalli, svo og Bjól-
felli, hefur þessa eigi orðið vart.
I bók Sigurðar Þórarinssonar,
Heklueldum, segir á bls. 105, og haft
eftir Einari Jónssyni fyrrum Skálholts-
rektor, um forboða Heklugossins
1766: „Þegar tveim árum fyrir gosið
fór fólk að veita því eftirtekt að lækir
og lindir í grennd við Næfurholt fóru
þverrandi og einnig lækkaði í því litla
vatni Selvatni, sem er í krikanum milli
Bjólfells og Tindilfells vestur af
Heklu. Lynggróður í hraunum kring-
um Selsund og Næfurholt skræln-
aði . . .“. Neðanmáls er þetta svo
áréttað og vitnað í Hannes Finnsson:
H.F. segir alla læki á Heklusvæðinu
hafa minnkað, og segir þetta fyrirbæri
vera alþekkt í sambandi við eldsum-
brot á Islandi.
Ekki nefnir Sigurður þetta um önn-
ur Heklugos og verður þó að teljast
líklegt að hann hefði getið þess ef
annálar geymdu fleiri frásagnir af
1. mynd. Flugmynd af Heklubæjunum og
næsta nágrenni þeirra. Myndin er tekin 8.
ágúst 1987 úr 18.000 feta hæð. © Land-
mælingar íslands.
Náttúrufræöingurinn 61 (3-4), bls. 192-194,1992. 192