Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 60

Náttúrufræðingurinn - 1992, Page 60
þá vekur það furðu að hann skuli hafa flækst til íslands, en vitað er um eitt tilvik: 1. Heimaey, Vestm, 30. október 1974 (karlf. imm einkasafn, bein RM9256). Magnús Magnússon. Fuglinn var atað- ur grúti. Gjóður (Pandion haliaetus) Gjóður er varpfugl í öllum heims- álfum nema Suður-Ameríku (f. mynd). í Evrópu verpur hann aðal- lega í Skandinavíu, Finnlandi og Rússlandi, en auk þess eru einangrað- ir stofnar í Póllandi, Þýskalandi, Skot- landi og á nokkrum stöðum við vest- anvert Miðjarðarhaf (3. mynd). Útbreiðsla gjóðs í Evrópu hefur dregist saman á þessari öld; ástæðan er beinar ofsóknir, einkum á fyrri hluta aldarinnar, og eins hefur gjóður- inn orðið fyrir barðinu á ýmsum eitur- efnum mannsins. I Skotlandi var gjóð útrýmt um síðustu aldamót (Brown 1979). Um 1950 námu fuglar af skand- inavískum uppruna þar land á ný og nú verpa þar um 45 pör (Poole 1989). Stærstu stofnarnir í Evrópu eru í Sví- þjóð (2000 pör), Finnlandi (900 pör) og í Rússlandi. Gjóður lifir á fiski og veiðir bæði í vötnum og sjó. Hann gerir sér kvistahreiður, oftast í trjám nálægt vatni. Gjóður er farfugl á norðurhveli jarðar. Evrópskir fuglar dvelja flestir í Afríku sunnan Sahara á vetrum. Við Falsterbo hefst haustfarið í byrjun ágúst og stendur fram í miðjan októ- ber, hámarkið er um mánaðamót ágúst-september. Farleiðir skandin- avískra og þýskra gjóða eru í suðvest- ur og þeir fara flestir, ásamt skoskum gjóðum, yfir vestanvert Miðjarðarhaf. Finnskir og pólskir gjóðar fljúga fyrst í suðaustur en sveigja síðan í suðvestur og fara flestir yfir austanvert Miðjarð- arhaf (3. mynd). Sömu farleiðir eru notaðar á vorin (Österlöf 1977). Gjóðar verða kynþroska þriggja ára. Evrópskir fuglar á fyrsta ári dvelja um kyrrt í vetrarheimkynnum sínum eða við Miðjarðarhaf. Full- orðnir fuglar koma á varpstöðvarnar í Norður-Evrópu síðast í mars og í apríl, en tveggja ára fuglar koma að jafnaði um mánuði síðar. Gjóðar hafa sést að minnsta kosti 15 sinnum á Islandi: 1. Eiðsvík, Reykjavík, lok október 1932 (kvenf. imm RM1196). Bjarni Sæ- mundsson (1933b), Magnús Björnsson (1933). Fuglinn fannst dauður um borð í skipi. 2. Grótta, Seltjarnarnesi, Kjós, septem- ber 1933 (einkasafn). Bjarni Sæ- mundsson (1933a, 1936). 3. Fagurhólsmýri í Öræfum, A-Skaft, 6. desember 1940 (imm RM1198). Finn- ur Guðmundsson (1942). Fuglinn fannst dauður 6. desember en mun hafa sést í nóvember. 4. Grímsstaðir við Mývatn, S-Þing, 24. maí 1942. Finnur Guðmundsson (1944). 5. Vopnafjörður, N-Múl, september 1945 (karlf. imm RM1197). Björn Jó- hannesson. 6. Sléttuströnd við Reyðarfjörð, S-Múl, 5.-7. maí 1969 (kvenf. ad RM1199). Kristinn Þ. Einarsson. 7. Víðiholt í Reykjahverfi, S-Þing, 30. maí 1974. Guðmundur Bergsson. Fuglinn fannst dauður, var merktur (Stockholm 9211727) sem ungi, við Helgasjön í Smáland 8. júlí 1972. 8. Öræfi, A-Skaft, 23. júní til 2. júlí 1974. Hálfdán Björnsson. Fuglinn sást í Morsárdal 23. júní. Hinn 30. júní sást gjóður, líklega sá sami, við stöðu- vatnið í Eystri-Hvammi við Kvísker og var þar til 2. júlí. Bein loftlína á milli þessara tveggja staða er um 30 km. 9. Fróðárheiði, Snæf, 1976. Anonymus. Fundinn dauður. 202
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.