Náttúrufræðingurinn - 1992, Blaðsíða 60
þá vekur það furðu að hann skuli hafa
flækst til íslands, en vitað er um eitt
tilvik:
1. Heimaey, Vestm, 30. október 1974
(karlf. imm einkasafn, bein RM9256).
Magnús Magnússon. Fuglinn var atað-
ur grúti.
Gjóður (Pandion haliaetus)
Gjóður er varpfugl í öllum heims-
álfum nema Suður-Ameríku (f.
mynd). í Evrópu verpur hann aðal-
lega í Skandinavíu, Finnlandi og
Rússlandi, en auk þess eru einangrað-
ir stofnar í Póllandi, Þýskalandi, Skot-
landi og á nokkrum stöðum við vest-
anvert Miðjarðarhaf (3. mynd).
Útbreiðsla gjóðs í Evrópu hefur
dregist saman á þessari öld; ástæðan
er beinar ofsóknir, einkum á fyrri
hluta aldarinnar, og eins hefur gjóður-
inn orðið fyrir barðinu á ýmsum eitur-
efnum mannsins. I Skotlandi var gjóð
útrýmt um síðustu aldamót (Brown
1979). Um 1950 námu fuglar af skand-
inavískum uppruna þar land á ný og
nú verpa þar um 45 pör (Poole 1989).
Stærstu stofnarnir í Evrópu eru í Sví-
þjóð (2000 pör), Finnlandi (900 pör)
og í Rússlandi. Gjóður lifir á fiski og
veiðir bæði í vötnum og sjó. Hann
gerir sér kvistahreiður, oftast í trjám
nálægt vatni.
Gjóður er farfugl á norðurhveli
jarðar. Evrópskir fuglar dvelja flestir í
Afríku sunnan Sahara á vetrum. Við
Falsterbo hefst haustfarið í byrjun
ágúst og stendur fram í miðjan októ-
ber, hámarkið er um mánaðamót
ágúst-september. Farleiðir skandin-
avískra og þýskra gjóða eru í suðvest-
ur og þeir fara flestir, ásamt skoskum
gjóðum, yfir vestanvert Miðjarðarhaf.
Finnskir og pólskir gjóðar fljúga fyrst í
suðaustur en sveigja síðan í suðvestur
og fara flestir yfir austanvert Miðjarð-
arhaf (3. mynd). Sömu farleiðir eru
notaðar á vorin (Österlöf 1977).
Gjóðar verða kynþroska þriggja
ára. Evrópskir fuglar á fyrsta ári
dvelja um kyrrt í vetrarheimkynnum
sínum eða við Miðjarðarhaf. Full-
orðnir fuglar koma á varpstöðvarnar í
Norður-Evrópu síðast í mars og í
apríl, en tveggja ára fuglar koma að
jafnaði um mánuði síðar.
Gjóðar hafa sést að minnsta kosti
15 sinnum á Islandi:
1. Eiðsvík, Reykjavík, lok október 1932
(kvenf. imm RM1196). Bjarni Sæ-
mundsson (1933b), Magnús Björnsson
(1933). Fuglinn fannst dauður um
borð í skipi.
2. Grótta, Seltjarnarnesi, Kjós, septem-
ber 1933 (einkasafn). Bjarni Sæ-
mundsson (1933a, 1936).
3. Fagurhólsmýri í Öræfum, A-Skaft, 6.
desember 1940 (imm RM1198). Finn-
ur Guðmundsson (1942). Fuglinn
fannst dauður 6. desember en mun
hafa sést í nóvember.
4. Grímsstaðir við Mývatn, S-Þing, 24.
maí 1942. Finnur Guðmundsson
(1944).
5. Vopnafjörður, N-Múl, september
1945 (karlf. imm RM1197). Björn Jó-
hannesson.
6. Sléttuströnd við Reyðarfjörð, S-Múl,
5.-7. maí 1969 (kvenf. ad RM1199).
Kristinn Þ. Einarsson.
7. Víðiholt í Reykjahverfi, S-Þing, 30.
maí 1974. Guðmundur Bergsson.
Fuglinn fannst dauður, var merktur
(Stockholm 9211727) sem ungi, við
Helgasjön í Smáland 8. júlí 1972.
8. Öræfi, A-Skaft, 23. júní til 2. júlí
1974. Hálfdán Björnsson. Fuglinn sást
í Morsárdal 23. júní. Hinn 30. júní
sást gjóður, líklega sá sami, við stöðu-
vatnið í Eystri-Hvammi við Kvísker
og var þar til 2. júlí. Bein loftlína á
milli þessara tveggja staða er um 30
km.
9. Fróðárheiði, Snæf, 1976. Anonymus.
Fundinn dauður.
202