Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 74
68
SAMVINNAN
ári. Á stóru svínabúi nægir að hafa 4—5 gyltur. Grísirnir
ganga undir móðurinni B fvrstu vikurnar. Eftir það er
þeim fært frá og fá þá venjulegt svínafóður, sem er eins-
konar hrár mjólkurgrautur. Komið malað gróft (ýmsum
tegundum blandað saman) og hrært út í mjólk. Er tals-
vert vandfarið með grísina fyrst í stað,af því að þeir geta
veikzt af fóðurbreytingunni. Svínahúsið er með tré- eða
steingólfi og gangur eftir því miðju, en krær báðum meg-
in. 1 hverri kró eru nokkrir grísir saman, eða gylta með
grísi. í hverri kró er steypt renna, opin að ofan, og í
hana er hellt grautnum. Svín eru gráðug og ganga frek-
lega að mat sínum. Þegar þau svengjast, emja þau ámát-
lega, og er líkast sem maður sé staddur í skeglubjargi.
Svínið er ófrítt dýr og mun eigi talið viturt. Augun eru
döpur og alltaf hálflokuð, eins og skepnan veigri sér við að
taka eftir því, að hún er lítilsvirt. Ef til vill væri aum-
ingja svínin dálítið upplitsdjarfari, ef þau vissu hve mik-
ið af dönsku menningunni er þeim að þakka!
Grísir, sem ætlaðir eru til slátrunar, eru látnir verða
5—6 mánaða gamlir. Sláturhúsin setja ákveðnar reglur
um þyngd svínanna. Þau geta bæði verið of mögur og of
feit. Englendingarnir, sem kaupa fleskið, eru afar vand-
látir. Kjötið af 6 mánaða svíni vegur 60—70 kg. og
svínið leggur sig 120—140 krónur*), að frádregnum
kostnaði, þar með talinn flutningur svínanna til slátur-
hússins.
Því hefir verið haldið fram hér á landi, að svín mætti
fóðra á fiskúrgangi. En á því eru talsverð vandkvæði.
Gæði, einkum bragð flesksins, fer mjög eftir fóðrinu. Á
vesturströnd Jótlands,þar sem sjósókn er talsverð,fá svín-
in oft nokkuð af slíku fóðri. En kjöt þeirra svína, er ekki
markaðshæft í Englandi, og er haft strangt eftirlit með
því af hálfu samvinnufélaganna, að svín, sem ætluð eru til
*) Árið 1928 lögðu svínin, sem slátrað var i samvinnuslát-
urhúsunum, sig á kr. 104,19 danskar til jafnaðar, að frádregn-
um kostnaði.