Samvinnan - 01.04.1930, Qupperneq 87
SAMGONGUMÁL
81
fjölgar svokölluðum einkabílum, sem menn hafa til eigin
afnota, án þess að hafa flutninga fyrir atvinnu.
Þá mun og svo fara, að ferð með bíl eftir góðum
vegi, t. d. milli Akureyrar og Reykjavíkur, hlýtur að
taka miklu styttra tíma en ferð með strandferðaskipi,
sem kemur á margar hafnir, og verður þá um leið mun ó-
dýrari, vegna sparnaðar á tíma og ferðakostnaði. Og nú,
á tímum anmíkis og hraða, gefa flestir mest fyrir fljót-
ar ferðir.
Loks má benda á það, að miklu meira kynnist maður
landinu og fólkinu af að fara um vegina en sjóinn. Ef
ferðafélagið ræður bíl sínum og hefir tíma, getur það gert
nauðsynjaferð að mestu skemmtiferð, heimsótt fegurstu
staðina og beztu kunningjana á ferðasvæðinu.
Allt hnígur að því, að með bættum vegum myndi all-
ur þorri langferðamanna, milli fjórðunga, yfirgefa strand-
ferðaskipin og ferðast eftir vegunum. Þetta ætti við alla
nema Austfirðinga og Vestfirðinga, Vestmannaeyinga og
Siglfirðinga. Mun þess langt að bíða, að svo verði vegað
um fjarðahéruð, að sjórinn verði ekki aðalsamgönguleið-
in milli sveita og til fjarlægari staða. Þau héruð þurfa að
leggja aðaláherzlu á góðar og greiðar samgöngur við um-
heiminn með stærri skipum, og örar ferðir smærri skipa
frá aðalhöfnunum og út um flóa og fjörðu.
Hversu verða nú þessar vegaþarfir sami'ýmdar? Eg
hygg mjög vel. En áður en eg fer að færa rök fyrir því,
vil eg minnast á hversu vegirnir hafa gjörbreytt verzlun-
arháttum manna í ýmsum héruðum, t. d. nágrenni Akur-
eyrar.
Það eru ekki margir áratugir síðan að verzlunin var
langmest og sums staðar nær eingöngu bundin við stuttan
tíma á vorin. Allir flýttu sér að komast sem fyrst í kaup-
staðinn, þegar „skipið“ var komið. Enn er til sem leifar
frá þessum tíma nafnið „vöruferð“, aðeins um þá kaup-
staðarferð, þegar uUin er flutt, venjulega í sláttarbvrjun.
Frá sama tíma er naínið í „kauptíðinni“ og á „lestunum“.
6