Samvinnan - 01.04.1930, Page 100
94
S A M Y I N N A N
að Víkingavatni, er svipuð að vegalengd og Reykheiðar-
vegur.
Þegar komið er á Öxarfjarðarundirlendi, má heita
að fenginn sé þegar bílvegur um alla byggðina að Kópa-
skeri, en eigi er nema nokkur hluti þess vegar nú þjóð-
vegui'. Hann liggur nú um hina geysi-löngu og snjóþungu
Axarfjarðarheiði. Mun sá fjallvegur hinn lengsti á land-
inu, sem aðalpóstleið liggur um, og verða ferðamenn oft
að gista á heiðinni í koti einu, þar sem byggð er aðeins
haldið við fyrir nauðsyn ferðainanna.
Melrakkaslétta er einn hinna fáu skaga hérlendis,
sem er sléttlendur. Hafa N.-Þingeyingar sýnt þá mann-
lund að íyðja bílfæran veg yfir „Sléttu", milli K ó p a-
skers og Raufarhafnar. Virðist sjálfsagt að
leggja þjóðveginn þessa leið og spa'ra alveg vega-
gerð yfir hina löngu Öxarfjarðarheiði.
Vegur sá myndi kosta hundruð þúsunda
og þó aldrei verða fær vögnum nema fáa
mánuði á ári. En héruðunum er lífsnauðsyn að full-
komna bílveg hina nyrðrí leið og verður þar viðhaldið bíl-
vegi hvort sem þjóðleið heitir eða eigi.
Frá Raufarhöfn myndi þjóðvegurinn síðan liggja
með sjó og um Þistilfjörð, svo sem nú er, til Þórshafnar.
Værí þá kominn þjóðvegur gegn um alla Þingeyjarsýslu,
frá Akureyri til Þórshafnar, og lægi alltaf um láglendar
byggðir og aldrei um heiði né háls. Að vísu yrði vegurinn
nokkru lengri nú en er. En bílar myndi alla tíma árs
eyða minna eldsneyti byggðu leiðina, þar sem engin er
brekkan; þeir myndi oftast verða fljótari í ferðum,
vegna færri torfæra í byggðum en á heiðum. Viðhalds-
kostnaður bílanna yrði miklu minni og flutningsgiöldin
lægri vegna aukins flutnings um sveitir. Langferðamönn-
um yrði af þessum ástæðum vegurinn hentugri. Hann
yrði fær allt árið, nema stöku sinnum í aftaka harðindum,
en heiðaleiðin oftast ófær nema um há-sumarið. Úr vega-
þörf héraðsins leysti hin nýja leið langt um betur en hin
gamla. Margar sveitir fengi akbraut til kauptúns, færa