Samvinnan - 01.05.1949, Síða 2

Samvinnan - 01.05.1949, Síða 2
Samvinnulræðslan á vegamótum IGREINUM ÞEIM um 30 ára starf Sam- vinnuskólans, sem birtar eru hér á eftir, benda allmargir nemendur og kennarar á sérstöðu þessa skóla í þjóðfélaginu. Hann var stofnaður fyrir forgöngu áhugamanna og samvinnusamtakanna í landinu. Til- gangur hans var að veita nemendum fræðslu um þjóðfélagsmál og verzlunar- tækni, en þessi fræðsla veitti þeim engin réttindi í þjóðfélaginu. Frá prófborði Sam- vinnuskólans gengu menn ekki með ávísun á lífstíðarembætti upp á vasann. Þangað kom heldur enginn í þeim tilgangi. Nem- endunum var það ljóst, að skólinn reyndi el'tir mætti að mennta þá á þeim stutta tíma, sem honum var til þess ætlaður, og gera þá færari en ella að takast á hendur ábyrgðarstörf í þjóðfélaginu. í skólanum, eins og úti í lífsbaráttunni, áttu þeir allt undir eigin dugnaði, áræði, samvizkusemi og félagshyggju. Þeim var ekki ýtt til náms- ins af kappsfullum foreldrum, sem vildu tryggja þeim hæg embætti. Slíkir aðstand- endur höfðu og hafa augastað á öðrum skól- um. Þessi sérstaða Samvinnuskólans var meira áberandi fyrr á árum en nú er orðið. Sú hyggja, að menntun og þroska sé aðal- lega að sækja til embættismannaskólanna, er á undanhaldi í þjóðfélaginu. Margir skól- ar starfa nú að því að undirbúa þegnana til annarra starfa en embætta á vegum ríkis- valdsins. En fyrir 30 árum vár þetta talsverð nýlunda. Þá var enn mjög viðloða sá hugs- unarháttur, í flestum byggðum landsins, að líta í langskólana sem hina einu leið til menntunar. Nú á síðari árum hefur orðið menntun fengið annan hljóm og er það vel. Með aukinni fjölbreytni í atvinnuháttum og félagslífi er þjóðinni orðið jrað ljóst, að hún þarf að eiga marga menntaða og þrosk- að einstaklinga víðsvegar í varðstöðum efna- hags- og menningarbaráttunnar, og langs- skólanámið er æði oft enginn undirbúning- ur til þeirra starfa. Skólakerfi jjjóðarinnar hefur því sveigzt að jjví, að veita fjölda manna alhliða undirbúningsménntun og mörgum einstaklingum sérmenntun á sviði atvinnulífs og félagsmála. Allmikið hefur jjegar áunnizt í Jtessa átt, en vafalaust Jrarf meira að gera, t. d. með að fjölga tækifær- um ungmenna til tæknilegrar menntunar í þjónustu atvinnuveganna og gefa efnileg- um mönnum tækifæri til þess að vega sig upp til áhrifa og góðra lífskjara með starfi í jrágu framleiðslu til sjávar og sveita. A30 ÁRA TÍMABILI hefur Samvinnu- skólinn veitt fjölda ungmenna móttöku og sent þá út í lífsbaráttuna betur mennta en j)eir voru, er þeir komu þangað. Skólinn hefur veitt þeim hagnýta fræðslu í ýmsum greinum og þó hefur hann einkum unnið að því að efla félagshyggju jjeirra og skiln- ing Jjeirra á hugsjón samvinnu og samhjálp- Fyrir samvinnusamtökin í heild hefur j)essi starfsemi tvíþætt gildi. í fyrsta lagi hefur skólinn veitt samvinnufélögunum ta-kifæri til þess að fá efnilega unga menn til starfa eftir að þeir höfðu hlotið hentuga undirbúningsmenntun til þess að takast á hcndur ábyrgðarstarf í þágu fjöldans. Gildi Jjessa þáttar fyrir samvinnusamtökin í heild er augljós, og blasir hvarvetna við í þjóð- félaginu í dag. í öðru lagi hefur Samvinnu- skólinn mótað félagshyggju margra þeirra manna, sem tekið hafa sér stöðu í lífsbar- áttunni utan starfshrings samvinnufélag- anna, og þar með gert þá að betri og virkari þátttakendum í starfi samvinnumanna í land- inu en ella væri. Þessi þáttur í starfi Sam- vinnuskólans er hinn merkasti, J)ótt hann sé e. t. v. ekki eins augljós og hinn. En á skiln- ingsríku og jjroskuðu félagsstarfi samvinnu- mannanna í landinu hvílir öll hin mikla bygging, sem samtökin hafa verið að reisa á undanförnum áratugum. SAMVINNUFÉLÖGUNUM hér á landi er nú mikil þörf á aukinni þátttöku almenn- ings í félagsstarfinu sjálfu. Samvinnuskólinn, þótt aukinn væri og efldur, nær aldrei nema til lítils hluta hinna starfandi samvinnu- manna í Ia'ndinu. Skólinn hefur nú, sem fyrr, merku og [jýðingarmiklu ldutverki að gegna fyrir samvinnustefnuna og þjóðfélagiðí heild, og líklegt má telja, að þeir, sent frá skólanum koma, verði áhugasamir og ötulir samvinnu- menn, hver í sínu byggðarlagi. En Jrótt slík forusta og hvatning sé góð, nægir hún samt hvergi nærri. Til þess að aukið almennt fé- lagsstarf verði að veruleika, þarf að taka upp hina frjálsu, ójívinguðu fræðsluleið Sam- vinnuskólans úti á meðal kaupfélaganna sjálfra. Hér er ekki átt við það, að kaupfé- lögin eigi hvert um sig að stofnsetja sinn Samvinnuskóla, heldur hitt, að á vegum Jreirra þarf jjfnan að vera starfsemi, sem miðar að því að þroska félagshyggjuna, örva áhugann fyrir félagsstarfinu og gera það al- mennara en nú er reyndin. Slíkum árangri er hægt að ná með leshringastarfi, þar sem menn koma saman, undir leiðsögn hæfra manna, til ])ess að kynna sér eitthvert við- fangsefni með kennslu, lestri og umræðum, með fræðsluerindum á vegum félaganna og þó e. t. v. umfram allt með því að stuðla allt- af að því að lýðræðisstjórn félaganna sé í lífrænu sambandi við hinn daglega rekstur og störf. Á það mun allmikið skorta víða. Ein meginorsök þess er sú, að hinir eldri sam- vinnumenn, sem borið hafa hita og þunga dagsins í félagsstaríinu fram til þessa, eru mjög ófúsir að fela ungum mönnum félagsleg ábyrgðarstörf, enda þótt mjög víða séu á- byrgðarmikil verzlunar- og framkvæmdastörf lögð á herðar ungu kynslóðinni. í stjórnum og félagsráðum kaupfélaganna situr tiltölu- lega lítið af ungu fólki. Slíkt er varhugavert. Ungir menn Jmrfa að fá að taka þátt í trún- aðarstörfum innan samtakanna í ríkara mæli en nú er. Þannig verður bezt tryggt, að þeir tileinki sér góðan félagsanda og læri að meta gildi þess starfs, sem unnið hefur verið. Fé- lagsleg trúnaðarstörf örva félagslegan áhuga þroskaðra manna. Slík störf eru auk þess hollur skóli, og nauðsynlegur nú fyrir hina ungu kynslóð samvinnumanna, sem á að erfa alla hina miklu félagsmálabyggingu, til þess að henni megi takast það hlutverk í framtíð- inni, að auka hana og efla. A30 ÁRA afmæli samvinnufræðslunnar á íslandi, geta samvinnumenn litið til baka í öruggri vissu um það, að með stofnun Sam- vinnuskólans og starfrækslu hans hafi verið stigið rétt spor og nauðsynlegt fyrir vöxt og styrk samvinnustefnunnar í heild. En þeir verða líka að líta fram á veginn. Á Jjessum tímamótum er rétt að leggja áherzlu á j)á ríku nauðsyn, að efla og örva fræðslu- og fé- lagsstarf meðal kaupfélaganna úti um byggðir landsins. Það starf liggur alltof víða niðri og í því er fólgin hætta, sem ekki verður afstýrt með því einu móti að efla Samvinnuskólann. Hann verður áfram nauðsynlegur liður í menningarstarfsemi samvinnumánna. En merki fræðslu- og félagshyggju þarf að hefja til meiri vegs í hverri byggð. Þannig treysta kaupfélögin bezt aðstöðu sína nú, óg þannig búa þau bezt í haginn fyrir framtíðina. Þetta hefti Samvinnunnar er helgað starfi Samvinnuskólans. Baldvin Þ. Kristjánsson, Leifur Haraldsson og Vilhjálmur Árnason hafa aðstoðað ritið við útvegun efnis og mynda. — SAMVINNAN Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga Ritstjóri: Haukur Snorrason Afgreiðsla: Hafnarstræti 87, Akureyri. Sími 166 Prentverk Odds Björnssonar Kemur út einu sinni í mánuði ðrgangurinn kostar kr. 15.00 43. árg. 4.-5. hefti Apríl-Maí 1949 2

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.