Samvinnan - 01.05.1949, Síða 5

Samvinnan - 01.05.1949, Síða 5
IV. Stofnun Samvinnuskólans var und- irbúin á samkomum Tímamanna eftir að sýnilegt var, að Sambandið varð að ala upp í skyndi fjölmarga menn til að starfa í hinni Iiraðvaxandi kaupfélags- hreyfingu. Eg hafði þá verið auka- kennari við Kennaraskólann frá því 1909. Nú fór Hallgrímur Kristinsson fram á við mig, að starfa við liinn nýja Samvinnuskóla. Skyldi byrja, þótt í smáum stíl væri, veturinn 1917—18. Eg liafði þá ekki enn sagt upp starli við Kennaraskólann, en kennsla fór þar ekki fram þann vetur, sökunr eldi- viðarleysis. Við hjónin vorum norður í Þingeyjarsýslu þá um sumarið, og að nokkru leyti veturinn eftir. Stóð íbúð okkar á Skólavörðustíg 35 að mestu auð þann vetur. Varð það úr, að Sambandið hélt þriggja mánaða námskeið í tveim samliggjandi lier- bergjum í íbúð minni frostaveturinn mikla. Hafði Guðbrandur Magnússon yfirumsjón með kennslunni þann vet- ur. Bæði herbergin voru hituð með einum móofni, og þótti mega una við þann aðbúnað. Sumarið 1919 liélt Sambandið aðal- fund sinn í Kennaraskólanum í Rvík. Um það leyti var mikil bjartsýni í hugum landsmanna. Stríðinu var lok- ið. Þjóðin hafði efnazt stórlega og fengið aukið frelsi. Hina miklu bliku frarn undan eygðu fáir, nema hinir skarpskyggnustu menn. Á þessum fundi voru gerðar nokkrar breytingar á samþykktum Sambandsins. Þá bar Hallgrímur Kristinsson fram tillögu, sem samþykkt var með miklum meiri- hluta. Fimmti hlutinn af tekjuafgangi Sambandsins skyldi renna í sérstakan menningarsjóð, til þess að standa straum af útgjöldum við Samvinnuskólann og hvers konar aðra andlega starf- semi, sem Sambandið kynni að liafa með höndum. Aldrei fyrr hefir nokkur samvinnuleiðtogi í nokkru landi sýnt jafn mikinn stórhug um andleg mál, eins og Hallgrímur Kristinsson í J^etta sinn. í móðurlandi kaupfélaganna, Eng- landi, hefir þótt nægja, að fá áhugasama félagsmenn til að leggja fram eitt ,,penny“ hver, til að standa straum af nauðsynlegum útgjöldum við menningarmálin. Forstjóra Sambandsins var það fullljóst, að í fámennu landi væri ekki unnt að efna til nokkurrar eiginlegrar samvinnu- fræðslu nteð svo lítilfjörlegu framlagi. En fyrst og fremst sýndi tillagan álit Hallgríms Kristinssonar á Jíýðingu and- legrar starfsemi. Honum var áhugamál að lyfta Jrjóðinni á hærra stig með margháttuðum fjárhagslegum umbótum, en hann taldi bættan fjárhag eins og visið lauf, ef þróun andans hefði ekki jalngóð þroskaskilyrði. Samþykkt aðal- fundar S.Í.S. 1919 skapaði Samvinnuskólanum starfsskil- yrði. Ríkið lagði lítilfjörlegan styrk til Samvinnu- og Verzlunarskólans. Var Jjað framlag jaínt til beggja skól- anna, Jrar til fyrir fáum árum, að kaupmannavaldið varð áhrifameira en fyrr í þinginu. Þó að Hallgrímur Kristins- son vildi tryggja Samvinnuskólanum nauðsynleg fjárráð, var ekkert jafnfjarri honum eins og gáleysi ríkisrekstrarins. Var það samráð okkar, að gæta mjög hófs um alla fjáreyðslu til skólans, og styðjast við kennsluna sem mest við áhuga- menn, sem þætti ánægja að tímakennslustarfinu. Naut skólinn Jaegar á fyrstu árum eins konar sjálfboðavinnu margra manna, sem síðar hafa orðið þjóðkunnir, svo sem Guðbrandur Magnússon, Tryggvi Þórhallsson, Héðinn Valdimarsson, Jón Guðmundsson, Friðgeir Björnsson, Rannveig Þorsteinsdóttir og Sigurgeir Friðriksson. 5

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.