Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 7
að vera skrifstofuherbergi. Undu nemendur vel sínum
hlut í nýja húsinu, og þar útskrifuðust fyrstu nemendur
skólans vorið 1920.
Þó að nokkuð væri þröngbýlt á þriðju hæð, þótti mér
nábýlið á hinum hæðunum í bezta lagi. Sambandið hafði
skrifstofur sínar á annarri hæð, en Landsverzlun, undir
forustu Magnúsar Kristjánssonar, á fyrstu byggð. Héðinn
Valdimarsson var skrifstofustjóri Landsverzlunar, en í
byggð Sambandsins réðu húsum nákomnustu vinir mínir,
þeir Kristinssynir þrír, Hallgrímur, Aðalsteinn og Sig-
urður, og Jón Árnason.
Ráðsettum borgurum í Reykjavík og sérstaklega þeim,
sem fengust við verzlun, gazt ekki að Sambandshúsinu og
þeim, sem þar bjuggu. Fram að árinu 1916 mátti heita, að
kaupmenn og embættismenn væru einvaldir í Reykjavík.
Þetta fólk voru traustir borgarar, íhaldssamir, nokkuð
þröngsýnir, litu á sig sem sjálfsagða yfirstétt. í augum
þeirra voru Danir fremstir allra þjóða. Að liafa dvalið í
Danmörku, hafa gengið þar í skóla eða hafa þar viðskipta-
sambönd, var æðsti fullkomleiki, sem íslenzkri manneskju
gat hlotnazt. Fólk, sem vann dagleg framleiðslustörf í sveit
eða við sjó, var talið lægri kynþáttur. Meginhluti hins svo-
kallaða heldra fólks í Reykjavík hafði þá ekki heyrt talað
um samvinnufélagsskap nema í órafjarlægð, hjá þunglama-
legu bændafólki norður í landi.
Nú reis þriggja hæða steinhús á hinu forna túni lands-
höfðingjans, og í þessu húsi var samansöfnuð sú skað-
semd, sem liinir íhaldssömu borgarar gátu hugsað sér
mesta. Þar var heildsala kaupfélaganna. Þar var landsverzl-
unin. Þar voru að starfi sumir af hættulegustu leiðtogum
kaupfélaganna og verkamannahreyfingarinnar. Og á þriðju
hæð í þessu húsi var kennsla fyrir marga tugi ungra manna,
sem hinir „ráðsettu“ töldu að verið væri að afvegaleiða
með því að gera þá óánægða með lífskjör sín og annarra.
Ráðandi menn í Reykjavík voru undrandi yfir hinum
skjótu og óvæntu áhrifum fólksins í Sambandshúsinu.
Þaðan bárust hvers konar nýstárlegar og undarlegar „hreyf-
ingar“. Þar virtist vera beitt með góðum árangri tækni,
sem kom undarlega fyrir sjónir hinum danskmótuðu emb-
ættis- og verzlunarmönnum í bænum. Annars var hér ekki
um að ræða dularfullt fyrirbrigði, heldur það, að andblær
hins nýja tíma fór um landið. Þjóðin var að sníða sér ný
klæði. Hún vildi vera frjáls í stjórnmálum. Hún vildi opna
hug og hjarta fyrir nýjum og hressandi straumum utan úr
löndum. En hún vildi jafnframt geyma og gæta vel hinnar
þjóðlegu arfleifðar frá fyrri öldum. Þjóðin vildi meira
jafnrétti og meiri viðurkenningu á þýðingu þeirra stétta,
sem unnu að framleiðslunni. Með komu Hallgríms Krist-
inssonar og Sigurðar Jónssonar til Reykjavíkur veturinn
1916—17 byrjaði eitt hið sögulegasta tímabil í ævi íslenzku
þjóðarinnar.
VIII.
Samvinnuskólinn flutti inn í Sambandshúsið á áliðnum
vetri 1919—20, eins og áður er sagt.
Sumarið 1920 var ég á ferð eftir ósk Hallgríms Kristins-
sonar, milli samvinnuleiðtoga í Danmörku, Svíþjóð, Nor-
egi og Englandi til að safna efnivið í samvinnulöggjöf þá,
sem átti að lögfesta veturinn eftir, eins og líka varð. Þegar
ég kom heim seint um sumarið, flutti ég og fjölskylda mín
inn í Sambandshúsið, og áttum við þar heimili í rúmlega
tuttugu ár, einmitt þegar samvinnuhreyfingin var að leggja
undir sig hálft landið og fá öruggan sess í þjóðlífinu við
hlið samkeppnismanna, sem verið höfðu einir um hituna
á þeim vettvangi frá því að landið var byggt. Eg kunni
mætavel við mig í Sambandshúsinu. Þar liðu dagar, mán-
uðir og ár án þess að eg veitti því verulega eftirtekt. í Sam-
bandshúsinu störfuðu samtímis mér þeir menn, sem stóðu
fyrir stórfelldu nýsköpunarverki. Sumir þeirra voru skóla-
félagar og vinir frá æskuárum. Allir voru þeir nákomnir
starfsfélagar. Allir voru þeir gerðir úr sama efni og stór-
viður St. G. St., er bognaði aldrei, en bíður þess, að brotna
í „bylnum stóra seinast". Þegar Sambandshúsið var full-
gert, gætti þess mikið í bænum, hvít stórbygging á grænu
túni. Þar var í fyrstu vítt til veggja. Úr skólastofunum og
íbúð minni var yndisleg útsýn um haf og land í allar áttir.
Sambandið átti þá tvær dagsláttur af Arnarhólstúni, en
seldi ríkinu mestallt það land aftur, þegar sýnilegt var, að
ekkert yrði úr framkvæmd járnbrautarmálsins. Á kreppu-
árunum eftir fyrra stríðið var lítið byggt í bænum. Lóð
Sambandsins var á sumrum leikvöllur fyrir börn, en á
vetrum hafði ég tvo reiðhesta á daginn á túninu. Dýrtíðin
var á þeim tíma enn ekki meiri en svo, að fyrir 500 króna
þóknun, sem ég fékk fyrir minn þátt í undirbúningi sam-
vinnulaganna, byggði ég skúr fyrir hesthús og heygeymslu,
þar sem nú er vesturgafl Arnarhvols, en hestana liirti ég
sjálfur. Þegar þingfundir stóðu fram á nótt síðari hluta
vetrar, hýsti ég ekki ætíð hestana fyrr en ég kom heim.
Stundum létu skólapiltar hestana inn á réttum tíma. Þetta
var ekki fyrirmyndar búsýsla, en einyrkjastarf, sem mér
þótti ánægjulegt. Stundum notaði ég þessa hesta í póli-
tískum langferðum. Sumarið 1925 fór ég á þeim um
Vestur-, Norður- og Austurland, hélt 30 fundi, og flutti
klárana heim á skipi frá Austfjörðum. Bifreiðaumferð var
þá ekki svo mikil á vegum í nánd við Reykjavík, að hest-
ferðir um nágrennið voru þá einhver bezta og hollasta
skemmtun, sem unnt var að fá í bænum.
Ýmsir erfiðleikar voru við skólahald og íbúð í Sam-
bandshúsinu. Byggðin óx hraðfara allt um kring. Leik-
húsið og Arnarhvoll skyggðu á í suðurátt, og aðrar minni
byggingar drógu úr útsýni til hafs og norðurfjalla. Starfs-
fólk Sambandsins hafði vitaskuld mikil óþægindi af fjör
ugri byggð 40—60 unglinga á næsta lofti ofan við skrif
stofuhæðina. Engir leiðtogar í fjölmennu verzlunarfyrir-
tæki hetðu sætt sig við þvílíkt nábýli fjörugra æskumanna
nema þeir, sem fundu andlegan skyldleika við þá nýju
kynslóð, sem var þar að verki. Fyrir nemendur var talsvert
erfitt að fara upp á þriðju hæð og niður aftur, vegna allrar
kennslu og til að komast undir bert loft milli kennslu-
stunda. Aðsókn var venjulega það mikil, að fullþröngt
var í kennslustofunum, en aldrei kvörtuðu nemendur um
það, eða önnur óþægindi við húsakostinn. Frá venjulegu
bæjasjónarmiði var aðstaðan mjög erfið í þessu sambýli
fyrir heimafólk mitt. Inngangur var hinn sami, eins og
fyrr er sagt, fyrir skólann og íbúð mína. Þar var sífelldur
straumur, bæði nemenda og gesta. Þegar veikindi voru á
7