Samvinnan - 01.05.1949, Page 11

Samvinnan - 01.05.1949, Page 11
Samvinnuskólanemendur minnast þrjátíu ára afmælis skóla síns SUNNUD. 23. jan. 1949 var boðað til almenns fundar Samvinnu- skólamanna í Reykjavík, og var hann haldinn í húsnæði Samvinnuskólans. Jóhannes G. Helgason setti fundinn fyrir hönd fundarboðenda og skýrði frá því, að til hans væri efnt í því skyni að eldri og yngri nemendur Samvinnu- skólans byndust samtökum um að minnast 30 ára afmælis hans, er var raunar á sl. hausti. Væri það og verk- efni fundarins að finna til þess leiðir, er verða mættu skólanum til gagns og heiðurs og nemendum hans til sóma. Eftir fjörugar umræður var kosin 5 manna nefnd til þess að samræma Jrau sjónarmið, er fram komu í ræðum manna og gera tillögur fyrir annan al- mennan nemendafund, svo og að standa fyrir þeim framkvæmdum, er ákveðnar kynnu að verða. í nefndina voru kjörnir: Sigurvin Einarsson, framkvæmdarstj., Jóhannes G. Helgason, framkvæmdastj., Bald- vin Þ. Kristjánsson, erindreki S.Í.S., Birgir Bergmann og Hákon Kristins- son, nemendur í Samvinnuskólanum. Nefndin kaus síðar Jóhannes form. sinn en Baldvin ritara. Nefndin boð- aði aftur til fundar á sama stað sunnu- daginn 20. febrúar. Bar hún þar fram til umræðu og afgreiðslu tillögur sínar í þremur meginliðum. Niðurstaða fundarins var sú, að afmælisins skyldi minnzt með Jrrennum hætti: 1) Hófi að Hótel Borg 11. marz 2) útgáfu afmælisrits, og 3) stofnun sjóðs, er hafi „þann meg- intilgang að styrkja efnilega nemendur Samvinnuskólans til framhaldsnáms í samvinnu- og viðskiptafræðum, en þó sé heimilt að styrkja annað nám, ef sérstaklega stendur á.“ Skólastjóri hefur heimilað, að nafn hans verði tengt við lieiti sjóðsins, og mun hann verða nefndur Menningar- sjóður Jónasar Jónssonar. Ætlazt er Jónas Jónsson, skólastjóri, flytur afmœlis- rœðu sina í hófinu. til, að stjórn hans verði jafnan skipuð skólastjóra Samvinnuskólans, forstjóra S.Í.S. og einum nemanda í eldri deild skólans, og að sjóðurinn verði í vörzlu S.Í.S. Afmælisnefndinni var falið að semja skipulagsskrá sjóðsins í samráði við væntanlega stjórn hans. Hafði nefndin borið þessi mál undir Jónas Jónsson skólastjóra og Vilhjálm Þór, forstjóra S.Í.S., og þeir báðir látið í ljós ánægju sína yfir framtakssemi nemenda og heitið nefndinni fulltingi sínu. — „Norðri“, bókaforlag S.Í.S., hefur tekizt á hendur útgáfu afmælis- ritsins, en ráðinn verður ritstjóri og ritnefnd af hálfu afmælisnefndar. í fjáröflunarnefnd sjóðstofnunar voru kosnir: Magnús Björnsson, ríkis- bókari (form.), Björn Björnsson, skrif- stofustjóri á Hótel Borg, og Erlendur Einarsson, framkvæmdastjóri. Föstudaginn 11. marz 1949 var af- mælishátíð Samvinnuskólans haldin að Hótel Borg í Reykjavík. Til hófsins komu um 200 manns, Samvinnuskóla- menn og konur á ýmsum aldri og gest- ir Jreirra. Kl. 6.45 var gengið að mat- borðum í „Gyllta sal“ hótelsins. Form. afmælisnefndar, Jóhannes G. Helga- son, setti samkvæmið með stuttri ræðu og stjórnaði því síðan. Þá var gefið matarhlé í þrjá stundar- fjórðunga, en að því liðnu borin fram hin andlega fæðan, eins og hér skal nánar frá greint. Jón Helgason, fréttaritstjóri, mælti fvrir minni Samvinnuskólans og skóla- áttu samvinnufélaganna. Þau voru að nema landið. Þau voru að festa byggð sína við hverja höfn. Helmingur þjóð- arinnar eða vel Jrað, hneigist nú að skipulagi samvinn- unnar. Ef íslendingar halda frelsi sínu, munu samvinnu- menn og samkeppnismenn skipta með sér verzlun lands- manna, eftir því sem þjóðin telur sér henta bezt. Höfuð- staðurinn er nú fyrir löngu búinn að venja sig við þá hugsun, að samvinnufélögin verði jafnan stórveldi í land- inu, og að fyrir J^eirra tilverknað hafi þjóðin stigið mörg framfaraspor. Mér þykir sennilegt, að á stjórnarárum Vil- hjálms Þór muni skólinn endurnýja húsakynni sín í sam- ræmi við aukinn mátt Sambandsins og kröfur nýrra tíma. Það er mjög einkennilegt samband milli þróunar Kaupfé- lags Eyfirðinga og heildsölu Sambandsins. Þrír af leiðtog- um þessa kaupfélags hafa gengið sömu leið í K.E.A. og S.Í.S. Hallgrímur Kristinsson endurskapar Kauplelag Ey- firðinga og Sambandið. Sigurður Kristinsson stýrir fjárhag K.E.A. og S.Í.S. yfir stórkostlega erfiðleika þeirrar verzl- unarkreppu, sem fylgdi fyrri heimsstyrjöldinni, og skildi við fjárhag beggja fyrirtækjanna svo sem öruggast mátti vera. Vilhjálmur Þór tók við K.E.A. og Sambandinu sem voldugum og traustum fyrirtækjum og lagði út í alhliða og fjölbreytta „nýsköpun“. Hallgrímur Kristinsson stofn- setti Samvinnuskólann. Sigurður Kristinsson efldi hann með umhyggju og þrautseigri baráttu. í samræmi við und- angengna þróun, má búast við að í tíð núverandi forstjóra fái Samvinnuskólinn húsakynni og aðstöðu til að geta notið sín í hinni hörðu baráttu tæknialdarinnar. Jónas Jónsson. 11

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.