Samvinnan - 01.05.1949, Page 12
Heiðursgestir, afmœlisnefnd o. fl. Frá lusgri: Frú Guðrún Stefánsdóttir, frú Lára Rósin-
kranz, Guðlaugur Rósinkranz, Jónas Jónsson, Runólfur Sveinsson, Birgir Bergmann, Jóh.
G. Helgason, Baldvin Þ. Kristjánsson, Sigurvin Einarsson, frú Jónina Jónsdóttir, frú Auð-
ur Jónasdóttir og frú Sigrún Stefánsdóttir frá Eyjadalsá.
Við háborð afmeelishófsins. Frá vinstri: Skólastjórafrú Guðrún Stefánsdóttir, samkomustjóri
Jóliannes G. Helgason, Jónas Jónsson, skólastjóri, prófessorsfrú Hrefna Bergsdótlir, Þorkell
Jóhannesson prófessor, fyrrverandi skólastjóri, og Kristmann Guðmundsson, rithöfundur.
stjórans, Jónasar Jónssonar. Ráðgert
er, að ræðan verði prentuð í afmælis-
ritinu.
Baldvin Þ. Kristjánsson, erindreki,
mælti fyrir minni Samvinnuhreyfing-
arinnar. Er ræða hans birt hér á eft-
ir.
Næst las Kristmann Guðmundsson
rithöfundur, gamall Samvinnuskóla-
maður, frumsamda smásögu.
Magnús Björnsson ríkisbókari gerði
grein fyrir sjóðstofnuninni og söfnun
til hennar, en Guðmundur V. Hjálm-
arsson útgáfu afmælisritsins og vænt-
janlegum nemenda-annál í því. ("Augl.
sama efnis er á3.kápusíðuþessaheftis).
Runólfur Sveinsson sandgræðslu-
stjóri aflienti skólanum málverk af
Jónasi Jónssyni skólastjóra, er gert
hafði Eggert Guðmundsson listmálari.
Var það gjöf frá nemendum útskrifuð-
um 1933, í tilefni af 15 ára brottfarar-
afmæli þeirra á sl. vori, og bekkjar-
systkinum þeirra, er aðeins höfðu setið
í yngri deild.
Þá voru flutt ávörp frá 1.—15. árg.
skólans, og gekk fram einn fulltrú frá
hverjum.
Því næst söng Samvinnuskólakórinn
(karlakór) nokkur lög. Stjórnandi hans
er Ragnar Björnsson, tónlistarmaður.
Að söngnum loknum komu fram
fulltrúar 16,—30. árgangs, með sama
liætti og hinir fyrri. Skemmtileg atvik
voru það, að fulltrúar 1. og 30. árg.
voru feðgar, Benedikt Gíslason frá
Hofteigi, og Árni sonur hans, og með-
al ávarpsflytjenda voru einnig fyrsta
konan, sem útskrifaðist úr skólanum
(1920), frú Sigrún Stefánsdóttir frá
Eyjadalsá, og sonarsonur Jakobs Hálf-
danarsonar, fyrsta kaupfélagsstjóra
landsins, Ásgeir J. Jakobsson, málara-
meistari.
Sigurvin Einarsson, framkvæmda-
stjóri, einn af 28 úr 1. árgangi (1918—
19), stjórnaði ávarpaflutningnum og
minntist að lokum látinna nemenda
Samvinnuskólans. Risu menn úr sæt-
um í virðingarskyni við minningu
þeirra.
Eiríkur Pálsson, fyrrv. bæjarstjóri,
kennari við skólann, flutti drápu í til-
efni af afmælinu.
Sigurður Kristinsson, fyrrv. for-
stjóri, form. Sambands ísl. samvinnu-
félaga, flutti ávarp það, sem prentað
er í þessu hefti.
Guðlaugur Rósinkranz, yfirkennari,
sem lætur nú af störfum við skólann,
með því að hann liefur verið skipaður
þjóðleikhússtjóri, ávarpaði samkvæm-
ið og flutti nemendum sínum á 19 ára
starfsferli kveðjuorð. — Samkvæmis-
stjóri þakkaði yfirkennara í nafni nem-
enda hans ágætt starf í þágu skólans
og árnaði honum heilla í því virðulega
og vandasama embætti, er hann nú
tekst á hendur.
Jónas Jónsson skólastjóri flutti að
síðustu ræðu þá, sem birtist fremst í
þessu hefti.
12