Samvinnan - 01.05.1949, Page 13
Nokkur hluti afmœlis-samkvœmisgesta að Hótel Borg 11. marz sl.
Öllum þessum dagskrárliðum var
vel fagnað, en þó reis fagnaðaralda
samkvæmisins liæst, er skólastjóri
gekk að ræðustóli. Og þegar hann
hafði lokið ræðu sinni, var hann hyllt-
ur með ferföldu húrrahrópi. En eng-
inn er til frásagnar urn það, hve rnarga
hefur fundizt sig bresta orð til þess að
þakka Jónasi Jónssyni — andlegum
leiðtoga íslenzkra samvinnumanna um
aldarþriðjungs skeið — ómetanlegt
starf hans í Jrágu hugsjónarinnar, sem
hann kenndi þeim að virða og unna.
Nú var eftir seinasti liður dagskrár-
innar: dansinn, sem stiginn var til kl.
2 eftir miðnætti.
Heillaskeyti bárust skólastjóra og
samkvæminu frá biskupi íslands,
skólastjóra Verzlunarskólans, kaupfé-
lagsstjórum, gömlum nemendum úr
Samvinnuskólanum o. fl.
Langborð eru rudd. Bekkjarsystkin
og samtímamenn í skóla hópa sig.
Hóparnir dreifast um veitingasalina.
Skólastjóri gengur milli borða glaður
í bragði, heilsar upp á gamla nemend-
ur og minnist liðinna samverustunda.
Hljómsveitin byrjar að leika, og dans-
inn er stiginn af svellandi fjöri. (Má-
ske rifjast upp hálfgleymt ævintýr!)
En þegar menn hvíla sig frá dansinum,
er skrafað og skeggrætt af hástilltri
hrifningu um þá yndislegu skóladaga.
Margs er að minnast, og mörg bekkjar-
systkin hafa að jafnaði ekki meira
saman að sælda en skip, sem mætast á
nóttu.
„Ó, góða, garnla tíð,
með gull í mund!“
Nokkrum dögum síðar kemur hálf-
ur annar tugur gráhærðra unglinga
og sköllóttra saman til myndatöku „í
tilefni af afmælinu”. Tveir þeirra hafa
ekki sézt síðan Samvinnuskólanum var
slitið í fyrsta sinn — vorið 1919.
Afmcelisnefndin, kosin á almennum fundi nemenda Samvinnuskólans 23. jan. sl. Fremri röð
frá vinstri: Baldvin Þ. Kristjánsson, ritari nefndarinnar, Jóhannes G. Helgason formaður og
Sigurvin Einarsson. Aftari röð: Birgir Bergmann og Hálton Kristinsson.
13