Samvinnan - 01.05.1949, Side 16

Samvinnan - 01.05.1949, Side 16
NEMENDUR HAFA ORÐIÐ Hér á eftir birtast greinar eftir 24 Samvinnuskólanemendur úr jafnmörgum árgöngum skólans Benedikt Gíslason frá Hofteigi (1918—1919): Þriátíu ár ÞEIR menn, sem komu út í líf og sögu íslands um síð- ustu aldamót, komu út í fremur fábreyttan heim. í landinu var lítill hópur fólks, og það voru ekki nema sumir, sem treystust til að kalla þetta fólk þjóðfélag. Þessu olli fábreytnin í atvinnuháttum og bókmenntum og stjórnarfarsaðstaða landsins, sem var bundin úti við Eyrar- sund, að aldagömlu óláni þess fólks. Þetta fólk taldi sig vel menntað og var Jrað, á þeim sviðum, sem það hafði fullt forræði á innanlands. En stórar eyður voru í menntun fólksins, ef miða skyldi við full- komið menntað þjóðfélag. Gamlar bókmenntir voru líf- akkeri fólksins og nýjar voru að skapast við ófullkomnar aðstæður og á of þröngu sviði, þegar alls var gætt. Þjóðin átti engar félagslegar bókmenntir, og félagsfræði var nær óþekkt hugtak. Félagsstarfsemi öll í landinu í molum og án sambanda sín á milli til heildarátaka. í einu héraði landsins var Jretta allt samt nokkru framar en í öðrum héruðum. Þar hafði risið félagsmálaalda með með stofnun kaupfélags, og hafði sú alda víða snert héröð í landinu með mismunandi árangri. í þessu héraði var líka maður, sem skildi, að slíkar félagsmálalireyfingar urðu að eiga sínar bókmenntir og skóla að bakhjarli við þróun sína. Benedikt á Auðnum flutti inn erlendar féla2;smálabók- menntir í Bókasafn Þingeyinga, og kaupfélagið þeirra, kannske mest vegna bókmenntanna, var kvistur á mikl- um stofni, sem hafði á síðustu tímum vaxið upp til áhrifa á hagkerfi og menningarþróun margra landa. Þannig festi samvinnustefnan rætur á íslandi, meðan enn var spurt, en ekki sagt frá því, að hér byggju menn. Þessi félagsmálastefna var þá ung í veröldinni, og svo er enn í dag, og hún byggði fræði sín og starfskerfi á nokkuð öðrum háttum og anda en hið gamla hagkerfi heimsins, sem var ættað frá strandhöggsmóral víkingaaldar, fyrir frummenningu að tímatali. Þessi stefna tók örum vexti meðal hinnar vel mennt- uðu aljaýðu þessa lands. Þar stóð vagga hennar, þar varð akur hennar. Hún varð brátt aðalvígi alþýðunnar gegn strandhöggshagkerfi víkinganna, sem stóð í sambandi við böndin á Jrjóðinni úti við Eyrarsund og vildi þau ei rakna láta. Slík stefna hlaut að þurfa sinn eigin skóla og fá sinn eigin skóla. Nú höfðu kaupfélögin í landinu, sem risið höfðu upp að fordæmi Þingeyinga, myndað sér samband og ákveðið að efna til skólahalds fyrir fólkið, sem vildi í anda og starfi veita samvinnufélögunum og samvinnu- stefnunni brautargengi. Til forstöðu skólans var ráðinn Jónas Jónsson frá Hriflu, ungur alþýðumaður, vel mennt- ur, úr Þingeyjarsýslu, afburða ritfær maður og kær fólk- inu fyrir afskipti af ungmennafélags-, íþrótta- og mennta- málum landsins. Svo einn dag, í öndverðum desembermán- uði árið 1918, þegar nýbúið .var að skipta örlagablöðum í stjórnarfarssögu landsins, komu jafnmargir piltar og vef- ararnir í Rochdale voru, eða 28 að tölu, saman í horn- stofu Iðnaðarmannahússins við Vonarstræti og Lækjargötu í Reykjavík, að setningu nýs skóla, sem síðan hefur heitið: Samvinnuskólinn. Frá skólalífinu liinn fyrsta vetur er ekki margt að segja, einkanlega hvað snertir hið ytra borð hlutanna. Kennarar skólans voru allir stundakennarar og höfðu flestir eða allir öðrum störfum að gegna með kennslunni. Skólastjórinn kenndi sjálfur ensku og félagsfræði og talaði þess utan margt við nemendur um þjóðhagsfræði, einkum samvinnu og samvinnusögu. Arnór Sigurjónsson kenndi íslenzku, Ásgeir Ásgeirsson þýzku, Héðinn Valdimarsson hagfræði, Guðbrandur Magnússon dönsku, Jón Guðmundsson frá Gufudal bókfærslu og Ólöf Jónsdóttir — seinna frú Nor- dal — vélritun. Allir hafa þessir menn síðan orðið þjóð- kunnir menn. Var traust pilta á þeim með ágætum og kennsla þeirra hin liprasta, og einkenndi einkum lipurðin allt skólalíf. Kaffikvöld voru haldin annan hvern laugar- dag í efri sal Góðtemplarahússins. Sátu piltar og kennarar þakka ég honum samstarfið þau ár, sem ég var forstjóri Sambandsins, og ég get ekki stillt mig um, þó að það komi ekki skólastjórnarstarfinu við, að þakka honum alveg sérstaklega fyrir það, hve viðbragðsfljótur hann var að taka upp vörn fyrir Sambandið, Jsegar á það var ráðizt, og hefja sókn á andstæðingana, svo að þeir urðu brátt að láta undan síga. Að lokum vil ég óska Jíess, að Sam- vinnuskólanum megi auðnast að halda áfram fræðslustarfsemi sinni um sam- vinnumál í æ ríkari mæli og ala upp dugandi starfsmenn fyrir samvinnu- félögin í landinu. Sigurður Kristinsson. 16

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.