Samvinnan - 01.05.1949, Side 17

Samvinnan - 01.05.1949, Side 17
Ragnar H. Ragnar (1918—1920): Vestur-íslenzkir landnemar (Minni) II /TJÖG ER ÞAÐ mismunandi, hvaða skilning menn IV-L leggja í sögu mannkynsins og einstakra þjóða. Sumir trúa því, að saga mannsins sé sagan a£ dýri, er á tveim fót- um hefur ráfað um jörðina „í leit að æti“. En komið hafa fram ýmsar aðrar skýringar og tilgátur um, að maðurinn stjórnist a. m. k. að nokkru leyti af öðrum hvötum en dýr- in og að liann hafi ekki ætíð kosið þann kostinn, er var auð- veldastur, að fylla munn sinn og maga. Um það segir Step- han G. Stephansson: „Því þau kusu heldur en minnkun og missir sér manndóm og þraut.“ — fAndv., bls. 254). en um hina, er ekki áttu sér æðri mið: „. . .. ráfa nú apar um óræktar-skóga en urðu ekki menn.“ — fAndv., bls. 252). Það verður líklega lengi um þett^ deilt, og hlýtur hver að trúa því, er honum þykir sennilegra eða hugðnæmara. Ekki er mér kunnugt um, hvaða skilning íslenzk æska leggur í söguna. En vænta má, að á þeim mörgu árum, er íslenzk börn og unglingar stunda nám í öllum þessum nýju skólum, læri þau að skilja og meta, hve margir af þeirra forfeðrum og mæðrum „kusu.... manndóm og þraut“, og verði þeim að sama skapi snjallari sem námið er meira. Það virðist ekki ósanngjarnt að ætlast til mikils af íslend- ingum, því að það finnast ekki mörg fegurri dæmi um sannan manndóm, en saga þessarar þjóðar, er í hrjóstrugu og köldu landi, við margskyns hörmungar og harðsvíraða kúgun, varðveitti þó sögu sína og tungu frá kyni til kyns. Er sú saga öll merkileg og þess virði að vera í hávegum höfð. En íslendingasögur gerast ekki allar á íslandi. Á seinni árum hefur kvísl af hinum íslenzka stofni átt sér margar og miklar sögur í annarri heimsálfu. Saga hennar er ekki mik- ið rakin í íslenzkum skólabókum og á íslandi allmikið mis- skilin, og hefur hún þó haft margvísleg áhrif á heimaþjóð- ina. Það er ekki ætlun mín að rekja þessa sögu hér, en mig langar að minna á hana lítillega. Vegna þess að í Norður-Ameríku búa nú ríkustu og vold- ugustu þjóðir heimsins er eðlilegt, að sú skoðun sé ríkjandi, að aðaleinkenni þeirra sé auðsæld og dugnaður og að þeir búi í löndum, er hafi meiri náttúruauðlegð en nokkurt annað landsvæði. Af dugnaðinum verður varla ofsögum sagt, en mörg önnur lönd hafa feikna mikil náttúruauðæfi, en fólk þar þó fátækt, svo sem t. d. Síbería og Suður-Ame- ríka o. fl. Vegna þess, hve þessi skoðun á Ameríku og Ame- ríkumönnum er almenn, er ekki að undra, þó að fólk hugsi sér sögu Vestur-íslendinga markverða af því, hve vel þeir hafi komið ár sinni fyrir borð, auðgazt og komizt í góðar stöður. Þetta hefur þeim að vísu tekizt furðu vel, en væri saga þeirra ekki annað en gróða-saga, þá væri hún lítið merkilegri en þeirra er einvörðungu leita sér ætis. Þá er og mjög almenn skoðun, að þeir lifi náðugra lífi en heima- þjóðin, sem þó er mikið álitamál. Þeir hafa orðið að erfiða mikið og hætta miklu. Þar er minna öryggi, en meira frelsi, og skal látið ósagt, hvort affarasælla er, áhættan þar eða tryggingarnar og höftin á íslandi. Saga Vestur-íslendinga, allt frá fyrstu tíð, hefur verið margþætt. Landnámssagan er meðal annars, saga þrauta, þjáninga, heimþrár og margskyns vonbrigða, jafnvel hung- urdauða og annarra hörmunga. Um þau ár kvað Dakota- skáldið K. N.: þar við einn kaffibolla, og voru umræður um samvinnu- og landsmál yfir drykkju. Kom á þessar samkomur margt manna utan skólans, sem á einhvern hátt voru riðnir við samvinnumál, svo sem forstjóri S. í. S., Hallgrímur Krist- insson, Pétur Jónsson á Gautlöndum, sem var formaður S. í. S„ Sigurður ráðherra, frá Yztafelli o. fl. Auk þess gestir utan af landi, bændur og kaupfélagsstjórar, og fleiri menn, er voru á ferð og voru áhugamenn um samvinnu- málefni. Framsögu á málefnum hafði venjulega einhver af þessum mönnurn, og voru rædd samvinnumálefni, sam- göngumál, bókasafnsmál, menntamál o. fl„ oftast á víð og dreif, svo margt bar á góma utan ramma dagskrárinnar. Skólastjóri stjórnaði ætíð þessum umræðum, en umsjónar- maður sá um útvegun á veitingum. NÚ er þessi skóli búinn að starfa í 30 ár. Saga þessa skóla er órituð, en hún blasir við í rúnum í svip þjóðfélagsins í dag og þýðum ómi í örlagagátu íslenzkra manna í framtíðinni. Fjölda margir menn hafa gengið í þennan skóla, og að sjálfsögðu eru lítil perónuleg kynni meðal allra þessara manna, en inni í djúpi sálarlífs þeirra liggja leynistrengir milli þeirra allra, sem láta þá mætast og þekkja hver annan, þegar ísland kallar á menn til verk- efna sinna í framtíðinni á vettvangi samvinnustefnunnar, sem fer æ fjölgandi með þroska þjóðarinnar og verkefna- vali. Þið hafið farið vel, þrjátíu árin, „í aldanna skaut“, eins og löngum er sungið eftir hvert liðið ár. Þjóðin á margar minningar frá þessu mannsaldursskeiði, sem ekki verða raktar hér. En ein þeirra er minningin um lítinn skóla, sem byrjaði, þegar allir nemendur hans og kennarar liöfðu gengið undir eldskírn spönsku veikinnar haustið 1018 og sem tafði hann að tíma og þreki nemendanna. Og á hverju ári síðan hefur þessi skóli sent frá sér nokkurn hóp manna, undir eldskírn félagsmálabaráttu, sem hefur átt og á enn við mörgum spjótum að horfa, en fer í sigrum sínum og vonum hækkandi á óskalista þjóðarinnar í framtíðar- draumnum. Inni á leynistrengjum hins innra lífs allra þessara Samvinnuskólamanna liggur djúpur skilningur á hlutverki hans í þjóðlífinu og heit ósk um velfarnað hans á komandi tímum. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. 17

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.