Samvinnan - 01.05.1949, Síða 18

Samvinnan - 01.05.1949, Síða 18
„Ég þarf ei því að leyna að þá var stundum kalt, en gleðin gekk um beina og guð veit hvað ég meina því vonin vermir allt.“ fKviðlingar, bls. 83). En landnámssagan geymir líka minningar um stóra sigra. Landnemarnir urðu að stríða við ótrúlega örðugleika, þola margt og mikið, en „vonin vermir allt“, og um síðir báru þeir mikið úr býtum, „reistu sér byggðir og bú. . . . undu svo glaðir við sitt“. Allt eru þetta þættir úr sögu þeirra. En merkasti þátturinn er þó manndómssagan, að þeir urðu menn upp á eigin spýtur við erfið kjör. Þeir gerðu meira en að ryðja eyðimerkur, byggja hús og fjós; þeir reistu kirkjur, samkomuhús og skóla í öllum sínum byggðarlög- um, þrátt fyrir fátækt og allsleysi, og lifðu margbrotnu fé- lags- og menningarlífi. Þeir ortu ódauðleg ljóð, sem ein- yrkjar og án skáldalauna. Þeir voru metnaðarmenn, er var sómi og heiður meira virði en peningar og jafnvel lífið. — Það er satt, að stundum hefur verið svo þröngt í búi hjá sumum Vestur-íslendingum, að þeir hafa vanzalaust orðið að þiggja hjálp, en þeir líta á það sem neyðar-úrræði, og hafa aldrei og munu aldrei leita slíks nema í ýtrustu neyð hjá innlendum né útlendum, því síður að verða gustuka- menn við allsnægtir. Þeir stríddu og strituðu, bjuggu í hag- inn fyrir sig og sína af eigin ramleik, var ljóst frá upphafi, að annað var ekki sæmandi, og urðu frjálsir menn í frjálsu landi. Ástin til íslands, metnaðurinn að sýna og sanna, hvílík þjóð íslendingar væru, var vesturförum sterkari hvöt til dáða en að líkindum lét. Þeim fannst ísland, þrátt fyrir allt, svo dásamlegt land, að það var sem K. N. hefði gripið þess- ar hendingar úr hugum þeirra og hjörtum: „. . . . Því enginn hefur guðs á grænni jörð í geislum sólar — litið fegri reit.“ ('Kviðlingar, bls. 46). Viðkvæmir voru þeir fyrir öllu því, er á nokkurn hátt hefði kastað skugga á heiður íslands eða íslendinga. Þó að þeir væru fjarri ættlandi sínu, þá stunduðu þeir eftir megni að auka hróður þess og að hegða sér þannig sjálfir, að heimaþjóðinni væri sómi að. í einu af kvæðum sínum segir Stephan G. Stephansson: „Við eigum tungu, eigum ljóð, Við eigum sæmd og heima-þjóð. Og væri ei horskum heiðurs-snjallt, að hafa hækkað þetta allt. Og reisa yfir íslenzk bein í álfum tveim, þann bauta-stein?“ fAnd. IV., bls. 41). Það mun varla ofmælt, að þannig hafi margir Vestur- íslendingar hugsað, þó að þeir kynnu ekki að orða það eins og skáldið. En þetta var meira en orðin tóm, þeir hafa í verki ótal sinnum sýnt, að þeim var þessi hugsjón hjartans mál. Landnemarnir eru nú flestir liðnir. Vestur-íslendingar Sigrún Stefánsdóttir, Eyjardalsá (1919—1920): Fyrir 30 árum ÞEGAR Ég VAR að alast upp á æskustöðvum mínum norður í Þingeyjarýsslu, var það með mig, eins og aðra unglinga, að eg var heilluð af frásögn og fréttum af þeim, sem lengra fóru. Ég ákvað því að fara til Reykjavíkur haust- ið 1919 og stunda þar nám einn til tvo vetur, eftir efnum og ástæðum. Hugur minn stefndi helzt að Kennaraskólanum, en fvrir áhrif kunnugra manna fór eg að hugsa um nýjan skóla, sem var að rísa upp og átti að veita fræðslu um samvinnu- mál. Samvinnan hafði hrifið hugi okkar æskufólksins; við hafa reynt að varðveita nöfn þeirra og minningu í bókum og ritum, mestmegnis skráð á íslenzka tungu. Má þar eink- um nefna Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar og rit Þorsteins Þ. Þorsteinssonar og er þó margt í öðrum bókum, tímarit- um og blöðum, vestur-íslenzkum. Nú eru nærri hundrað ár liðin, síðan fyrstu vesturfararnir fluttu til eyðimerkurimj- ar í Utah, 1855. Það færi vel á því, að heimaþjóðin heiðr- aði vestur-íslenzka landnema með því að skrá þeirra dáð- ríku sögu í skólabækur þjóðarinnar um komandi ár og aldir. NÚ ER LANDNÁMSÖLD Ameríku liðin og niðjar landnemanna njóta ávaxtanna af starfi þeirra og stríði. Nútíma Vestur-íslendingar eru flestir fæddir vestra, og sums staðar eru margir ættliðir frá Vesturförunum til þeirra, sem nú eru „á manndómsskeiði". Þeir eru því ís- lenzkir aðeins að ætt og innræti. En á margan hátt hafa þeir sýnt, að þeir eru engir ættlerar og heiðra sitt foreldri og bera hlýhug og ræktarsemi til ættlandsins. Þeir stunda dyggðir mæðra og feðra, manndóminn og metnaðinn. Þess bera vitni meðal annars þær þúsundir, er buðu líf sitt, þeg- ar skyldan kallaði þá til vopna, og beinum margra þeirra er stráð um öll heimsins höf og álfur. Þeir vissu, að enginn ver annars land. Eins og áður er vikið að, þekki ég margar raunasögur þessa dáðríka og merka fólks. Sem betur fer kann ég fáar um dáðleysi og manndómsskort, en því fleiri um dreng- skap og göfgi. Um þá má með sanni segja, að, „að þeir hafi stækkað þetta allt. . . . í álfum tveim“, vegna þess að þegar á hólminn var komið, þá kusu þeir „manndóm og þraut“. ísafirði í marz 1949. Ragnar H. Ragnar. 18

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.