Samvinnan - 01.05.1949, Síða 21

Samvinnan - 01.05.1949, Síða 21
íslendingai' hafa unnið sína stóru sigra, en því miður einnig beðið ósigra. Ég hygg, að samvinnuhreyfing á fi'jálsum, lýðræðisleg- um grundvelli hafi óvíða eða hvergi í heiminum náð al- mennari útbreiðslu en á íslandi. Verðum við þó að viður- kenna, að á ýmsum sviðum atvinnu- og menningarlífs er samvinnuhreyfingin miklu lengra á veg komin hjá sum- um öðrum þjóðum, t. d. Svíum. Hverjar eru höfuð-orsakir þess, að íslenzk samvinnu- hreyfing hefur náð svo skjótri útbreiðslu sem raun ber vitni um? Spurningu þessari vil ég svara þannig: 1. Islenzk alþýðumenning: Henni eigum við fyrst og fremst að þakka, að mikill hluti þjóðarinnar safnaðist fljót- lega undir merki samvinnunnar og skildi þýðingu hennar fyrir íslenzkt þjóðlíf. Upp úr jarðvegi þessarrar menningar uxu hinir miklu brautryðjendur samvinnuhreyfingarinn- ar á íslandi. Verða störf þeirra seint fullþökkuð. Forstjórar SÍS og margir hinna beztu starfsmanna þess hafa eigi notið langskólamenntunar. Hefur þeim reynzt haldgott veganesti það, er hin trausta alþýðumenning léði þeim úr föður- garði — ásamt þróttmikilli skapgerð, er gerði þeim kleift að hagnýta sér á réttan hátt reynslu þá, er skóli lífsins veitir hverjum manni. 2. Starj Samvmnuskólans: Ég fullyrði, að mjög erfitt hefði reynzt að sjá hinni ört vaxandi samvinnuhreyfingu um dreifðar byggðir íslands fyrir viðunandi starfskröftum á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina — ef forráðamenn Sambandsins hefðu eigi haft framsýni og stórhug til að hefjast handa um stofnun Samvinnuskólans árið 1918, — enda þótt fjárhagur væri þröngur og skilyrði erfið. Skóli þessi hefur síðan séð samvinnufélögum landsins fyrir yfirgnæfandi meirihluta starfsmanna þeirra, og er sá hópur orðinn fjölmennur. Að sjálfsögðu hafa þessir starfs- menn eigi reynzt allir jafn dugmiklir, en þeirri staðreynd verður þó ekki neitað, að samvinnufélögin fá árlega frá skólanum myndarlegan hóp ábyrgra, samvizkusamra starfs- manna, sem eru vel hæfir til að inna af hendi hin fjöl- mörgu störf, er bíða þeirra hjá samvinnufélögunum. Hlutverk Samvinnuskólans var fyrst og fremst að sjá samvinnuhreyfingu landsins fyrir hæfu og vel menntuðu starfsfólki. Hlutverk þetta hefur skólinn innt af hendi framar öllum vonum, — þegar tekið er tillit til, að fjárráð skólans hafa verið mjög takmörkuð og námstíminn að- eins 2 ár. Auk hinnar ómetanlegu þýðingar, er starf Samvinnu- skólans hefur haft fyrir vöxt og viðgang samvinnufélaga landsins, hefur hann einnig haft þýðingarmikil og varan- leg álirif á ýmsum sviðum íslenzks þjóðlífs. í flestum stétt- um landsins starfa margir ágætir menn, er stundað hafa nám í skólanum. Hafa allmargir þessarra manna haldið hugsjónum samvinnunnar liátt á lofti og haft mikil og happadrjúg áhrif á gang íslenzkra þjóðmála. Engum íslendingi mun dyljast, að hin heillaríku störf Samvinnuskólans eru fyrst og fremst að þakka einum manni: skólastjóranum, Jónasi Jónssyni. Við, sem vorum nemendur hans á fyrstu árum skólans, munum seint Halldór Ásgrímsson (1920—1921); Þýðingarmikill samvinnuskóli ÞEGAR Samvinnuskólinn tók til starfa fyrir 30 ár.um, stóð víðs vegar yfir hörð barátta um það, hvort kaup- félögunum tækist, á þessum eða hinum staðnum, að ná fót- festu, og því var hugur manna mest bundinn við baráttu líðandi stundar, enda þar ærið verkefni fyrir flesta. A þeim árum mun fjöldi samvinnumanna ekki hafa íhugað til fulls, hvaða geysiþýðingu hin sameinuðu sam- tök — Sambandið — átti eftir að hafa fyrir samvinnustarf- semina í landinu. Menn fundu að vísu, að það var ungum, óreyndum og venjulegast lítilsmegnugum félagssamtökum ómetanleg stoð. Má segja, að á þeirri staðreynd þreifuðu menn og létu sér vel líka. Því síður var við því að búast, að menn gerðu sér í upp- hafi fyllilega grein fyrir því, hvað stofnun skóla í sam- vinnufræðum var hreyfingunni mikil nauðsyn. Slíkt sáu þá ef til vill ekki nema nokkrir skyggnir forvígismenn. Hins vegar létu flestir sér þessa nýbreytni vel líka, því að þeir treystu forgöngumönnunum til góðra hluta. En nú telja allir samvinnumenn skólann nauðsynlegan og jafn sjálfsagðan og að fótur styðji fót og hönd hönd. Sam- vinnumönnum mun þykja gott til þess að vita, að skólinn er þegar búinn að starfa svo lengi, að hægt er nú að minn- ast 30 ára afmælis hans, en vera má, að sumum þyki þetta ekki svo sérlega merkileg tímamót fyrir stofnun, sem ætlazt er til, að síðar geti talið ár sín í öldum. gleyma kennslu- og samtalsstundum, er við áttum með skólastjóranum. Hygg ég að réttlátur dómur sögunnar muni verða á þá leið, að á síðari tímum hafi ísland fáa syni eignazt, er jafnist á við Jónas Jónsson að skapandi hug- sjónaauði og fjölþættum gáfum. Tryggvi heitinn Þórhallsson kenndi við skólann fyrstu ár lians. Fannst mér ætíð hressandi vorblær leika um okkur nemendurna, þegar liann gekk inn í kennslustofuna. Slíkum mönnum sem þessum tveimur er gott að hafa kynnzt. Auk þessarra brautryðjenda hafa margir ágætir og sam- vizkusamir kennarar starfað við skólann — fyrr og síðar. Má þar meðal annars nefna Guðlaug Rósinkranz, er lengst af hefur verið yfirkennari og unnið störf sín af skyldu- rækni og alúð. Megi Samvinnuskólinn blómgvast og dafna á komandi árum, til heilla fyrir samvinnuhreyfinguna og íslenzkt þjóðlíf. Sigurður Steinþórsson. 21

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.