Samvinnan - 01.05.1949, Side 25
Marteinn þrífur könnurna og sækir í liana kaffi. Þórður Klakan
fylgir honum eftir með augunum, og Marteinn tekur eftir því, hleyp-
ir ofurlítið brúnum og bregður sér svo inn fyrir. Um leið og Þórður
sér það, hneppir hann frá sér frakkanum, hagræðir sér og hýrnar.
Hann styður báðum olnbogum á borðið, strýkur sér um augnabrún-
irnar með fingurgómunum og púar léttilega. Marteinn kemur að
vörniu spori, og bros leikur um holdmikið andlitið. Hann gengur
tindilfættur að borðinu til Þórðar og lætur könnuna á það:
„Þú verður líka að fá að kynnast trakteringunum bakdyramegin."
Þá slaknar á Þórði Klakan. Hann lækkar í sætinu, brosir eins og
atsakandi og réttir liöndina út eftir könnunni. En Marteinn þrífur
hana:
„Lof mér að hella."
Og glært kaffið rennur í bollann.
Þaó verður alllöng þögn. Þórður svolgrar áfergjulega úr bollanum,
situr álútur við bollann við munn sér, önnur höndin liggur máttlaus
og umkomulaus á borðinu. Marteinn stendur kyrr og horfir á hann.
Svipur hans er óráðinn, eins og þetta sé ekkert nýtt. Þegar Þórður
liefur lokið úr bollanum, réttir liann sig upp, fálmar í frakkavasann
og dregur upp pípu og tóbakspung. Hann lyftir annarri öxlinni,
treður í pípuna og stingur henni upp í sig:
„Þetta er gott í hryssingnum, en aldrei kann ég þó vel við fnykinn
af Jrví heimatilbúna. Ég held, að Alaborgarbrennivín sé bezta vínið,
sem ég hef smakkað."
„Kannastu ekki við Leutens? Við liöfðum það með okkur á hval-
veiðunum í Suðurhöfum. Norðmenn eru orðnir heimsfrægir fyrir
það vín. Ef við bara kynnum að búa til slíkt vín.“
„O, það er engin von til Jsess. Þessi þjóð lærir aldrei hinn æðri
iðnað. Hér skal allt vera þunnt og lítið, smátt og snittað til í form
hins lága.“
Þórður hellir aftur í bollann og dreypir nú aðeins á.
„Hvað hefurðu nú liugsað þér að gera í sumar?“
„Ætli ég fari ekki norður í land, eins og undanfarin vor.“
Marteinn verður ísmeygilegur:
„Og hvað drífur þú fyrir norðan?"
„Ég?“ — Það kemur skyndilegt hik á Þórð Klakan, hann grípur
bollann og sötrar. „Það er nú svo margt,“ segir hann eins og í hálf-
gerðum vandræðum. „Ég hef margt að gera fyrir norðan. Eg hirti
ekki um vísurnar mínar í gamla daga, þegar ég var vinnumaður, og
þær eru alls staðar á bæjunum. Ég reyni að hafa upp á þeim. Hef
nefnilega gleymt þeim. Eg ætla að gefa út heildarsafn innan skamms.
Þetta má ekki glatast.“
„Já, þú varst vinnumaður nyrðra?"
„Jú, ég held nú það. Ég var Jjað þangað til ég var 22 ára, þá fór
ég til sjós. Og svo var ég til sjós. ..."
„Já, Jrangað til J>ú hættir.“
„Svo var nú það.“
„Hvað eru mörg ár, síðan j>ú hættir sjómennsku?“
„Ég hætti, þegar fyrsta bókin mín kom út. Þetta var alltaf leikur
hjá mér, að búa til vísur. Ég orti um allt, sem gerðist í kringum mig,
um kýrnar og fólkið, heyskapinn og harðindin, um prestinn og
hreppstjórann og oddvitann. En það var einhver broddur í J>ví öllu
saman, og mér var ekki orðið líft heima. Svo varð ég fyrir óhappi.
Konan varð barnshafandi, meðan maðurinn var i verinu. En það var
ekki mér að kenna. Hún kom til mín um nótt, hjúfraði sig upp að
mér, meðan bylurinn hamaðist úti. Hún var svo lítil og umkomu-
laus, og það var lítið til í búinu. Við höfðum ekki haft annað til
matar en gamalt tros í hálfan mánuð. Niðursetningarnir tveir sváfu.
Ég get svarið það, að ég fann ekki til neins annars fyrst í stað en
meðaumkunar, — mig langaði til að vernda liana. Hún var dökkhærð
og dökkeygð — og svo nett — og svo lítil. Hún bað mig að fyrirgefa,
þegar hún kom fyrst og lagði handlegginn á brjóst mitt. Ég lá á bakið
og sagði ekki neitt, en svo færði ég höndina og klappaði henni á
handlegginn. Og svo lilýnaði — og nóttin var svo dimm, en úti ham-
aðist veðrið. Hún skalf, og J>á fór titringur um mig allan. Ég færði
mig ofar — og hún kom. Og þá mundi ég, að um kvöldið höfðu hin
dökku augu hennar hvílt á mér, og nú fann ég, að }>að hafði verið
bæn í þeim, heit og sterk bæn. Nú skildi ég það, en ég hafði ekki
skdið J>að urn kvöldið. .. .“
Hún sagði: „Þórður. Þú verður að fyrirgefa mér, en ég er svo ein
J>arna undir súðinni. Þetta getur ekki verið synd. Við erum hér næst-
um }>ví ein, langt í burtu frá öllum öðrum. Þau sofa, vesalingarnir,
og vita ekki neitt. Er þetta synd, Þórður?“
Ég gat engu svarað — vissi alls ekki, hverju ég ætti að svara. Mér
fannst að vísu vera einhver rödd í myrkrinu, sem hvíslaði gegnum
hríðarbylinn: „Jú, það er synd“ — en J>að var eitthvað annað, sem
var mikiu sterkara, eitthvað, sem talaði máli J>agnarinnar. — Ég
klappaði hendi hennar, sem enn hvíldi á nöktu brjósti mínu. Svo
fann ég geirvörtu mína nema við lieitan miðjan lófa hennar — og
J>á varð ég svo J>urr í kverkunum.
Svo sagði hún:
„Mér er svo kalt á fótunum, Þórður. Mér getur ekki hlýnað."
Og um leið grúfði hún andlitið við háls mér. Ég vissi ekkert, hvað
ég gerði, en ég sneri mér að henni — og um leið fann ég jökulkaldan
gustinn leggja undir sængina. Ég greip utan um hana og tók fætur
hennar við kálfa mér, hné hennar snertu mig, brjóst hennar bylgj-
uðust við bringu mína. Hún var svo lítil — og ég sá blik hinna svörtu
augna hennar í koldimmri nóttinni. Hár hennar kitlaði mig í augun.
Ég blés því frá, og þá hlógum við bæði, mjúkum, þögulum hlátrum.
Og svo mættumst við, hold okkar og blóð. Ég sótti liana og hún kom,
hjálpaði mér, gaf mér. Nóttin var koldimm og dunur hríðarinnar á
þekjunni gerðu þögnina enn þá þögulli og þyngri. Veiklulegar
hrotur í tveimur gamalmennum voru eins og undirspil. — Það var
kyrrð, djúp og fullkomin kyrrð. Ég hef aldrei notið þagnar og kyrrðar
eins og þá. Það eru margir, sem spyrja, hvað er ást. Já, hvað er ást,
Marteinn Marteinsson?"
Marteinn hefur tekið sér sæti á einum stólnum við borðið. Hann
situr á honum öfugum og styður handleggjunum á bak hans. Hann
liefur verið þögull — og augun skinið. Nú ræskir liann sig:
„Ast er sambland verndartilfinningar og girndar. Þegar tvær sterk-
ustu tilfinningar mannsins kvíslast, hin göfgasta: samhygðin með
veikleikanum, og hin frumstæðasta: blóðþráin eftir hinu kyninu, —
ja, ]>á kemur það, sem við köllum ást.“ — Marteinn er eitthvað svo
óviss og hikandi, er hann segir þetta og horfir reikulu augnaráði til
Þórðar Klakan, sem hefur þrifið bollann — og tæmt hann.
„Veikleikanum?“ segir Þórður.
„Já, ég á við konuna. Hún er veik, lftil, umkomulaus í faðmi
mannsins, en liún veit um leið, að hann er veikur vegna þrár sinnar.
Hugsaðu þér, sjáðu. Þegar hið veika finnur veikleika hins sterka, þá
verður hið sterka svo undur lítið. Það verður að gefa }>ví það, sem
J>að J>ráir. Það verður að fullnægja því. Skilurðu, livað ég á við?“
„Jú, ég skil það. Konan gefur, af því að hana þyrstir eftir styrk-
leikanum, en þráir jafnframt að líkna veikleikanum, sem hún finnur
hjá manninum, sem hvilir hjá henni. Þetta er enn önnur kvíslun
meðvitundar og undirvitundar. Mikið getum við verið undarlega
samansett.“
„Og svo fórstu burt?“
„Við hvíldum saman í myrkrinu og litum hvort annað spyrjandi í
birtunni. Það var leynd milli okkar, undarleg leynd, eins og við
reyndum að leyna livort öðru því, sem við vissum bæði. Nóttin skapar
J>að, sem dagurinn vill ekki kannast við. Við erum björt og glöð á
daginn, en aldrei eins saklaus og við erum á nóttunni. Þetta er undar-
legt, en svona finnst mér það vera. — Svo kom. vorið. Þá fóru næt-
urnar og dagarnir að sameinast í kvíðanum. Eiginmannsins var von
á hverjum degi. Gamalmennin sýndu mér kulda, ærnar og kýrnar
vildu ekki þýðast mig. Ef til vill urðu verk min annarleg. — Svo var
það eitt kvöld, daginn áður en hann ætlaði að koma heim, en fréttir
liöfðu borizt af honum með öðrum vermönnum. Ég fór. Eg kvaddi
hana undir brotnum moldarvegg, sem ég hafði átt að hlaða upp, en
gleymt. Hún hafði gengið með á fjórða mánuð og það sá á henni.
Sólin var að setjast, og bjarmi lék um svart hár hennar, og gullið glit
stafaði úr augunum. Þar voru tár, en silfurkristallar í mínum....
Ég hljóp við fót, þar til litli bærinn hennar var horfinn. Þá settist
ég utan í fjallið og horfði niður yfir byggðina. Hundur hafði fylgt
mér. Ég klaj>paði honum, og mórauð augun horfðu í mín, full af
tryggð og trúnaðartrausti.... Svo gekk ég og gekk. ... Þetta hefur
verið sífelld ganga síðan."
„Og hún?“ Marteinn Marteinsson situr kyrrlátur á stólnum, styður
höndum á bak hans og hvílir andlitið á handarbökunum.
„Hann var ungur og elskaði hana. Hann barðist, eins og hver
25