Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1949, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.05.1949, Qupperneq 27
að kynna sér rækilegar en þeir hafa gjört, hvernig raun- verulega er ástatt í þessum inálum. Sannleikurinn er sá, að alls staðar þar, sem samvinnufé- lögin hafa tekið til starfa, hefur þeim tekizt að hafa gagn- ger áhrif til bóta á verðlag og alla verzlunarhætti. Á sama hátt er áframhaldandi starf samvinnufélaganna í Jiverju byggðarlagi eina tryggingin, sem íbúarnir hafa fyrir því, að þar ríki áfram viðunandi verzlunarhættir. Aðeins harðsvíruðustu talsmenn kaupmannaverzlana og jDeir, sem eiga beinna hagsmuna að gæta í sambandi við slíka verzlun, mundu leyfa sér að halda fram, að verzlunar- ástandið væri viðunandi tryggt, ef kaupmenn væru einir um lrituna, enda talar öll reynsla fyrr og síðar á móti því. Það væri ástæða til að spyrja þá, sem eru tómlátir um þessi mál, hvort þeir liafi íhugað nægilega þessa hlið máls- ins. Og fallist menn á, að samvinnuverzlanir séu nauðsyn- legar, m. a. til þess að veita aðhald kaupmönnum, livers vegna þá ekki að vera sjálfum sér samkvæmur og styðja þá verzlunarstefnu og verzlunarstofnanir, sem þannig eru ómissandi liverju byggðarlagi? En þetta er ekki nema einn þáttur málsins. Samvinnu- félögin selja að vísu vörur oftast nær við dagsverði, svipað og kaupmenn á staðnum, ef verði er stillt í hóf, en sam- vinnufélögin skila félagsmönnum aftur verulegum hluta af tekjuafgangi sínum. Þannig fá þeir, sem þátt taka í sam- vinnuverzluninni, ætíð að lokum betri viðskiptakjör en hinir, sem ekki taka þátt í samtökunum. Enn er þó langt frá því, að sagan sé fullsögð. Sá hluti tekjuafgangsins, sem ekki er beinlínis greiddur til baka við reikningsskil, er lagður í sameiginlega sjóði samvinnu- félaganna eða séreignasjóði félagsmanna hjá félögunum og þannig notaður sem rekstursfé fyrir þau og stofnfé þeirra, til þess að taka fyrir ný verkefni. Það er ekki lítið fjármagn, sem samvinnumenn í land- inu eru búnir að leggja fyrir á þennan hátt þá áratugi, sem samvinnufélögin liafa starfað, og allt þetta fé hefði runnið í vasa kaupmanna og milliliða og orðið þeirra einkaeign, ef samvinnufélögin hefðu ekki starfað þennan tíma. Nú munu sumir segja: Þetta vitum við nú allt saman. Þetta er ekkert nýtt fyrir okkur. Það er rétt, sem betur fer, að fjöldi samvinnumanna hefur gert sér ljósa grein fyrir jressu. En þótt svo sé, jrá dreg ég í efa, að einmitt joessi þátt- ur samvinnustarfsins hafi verið rakinn nógu greinilega, J^annig að öllum almenningi gæti staðið ljóslifandi fyrir sjónum, hvílíkum grettistökum kaupfélögin hafa lyft með starfi sínu. Lítum yfir byggðarlög landsins, hvert af öðru, og hug- leiðum, hvaða breytingum starfsemi kaupfélaganna hefur valdið. Á meðan verzlunin með innlendar og erlendar vörur var í höndum einstaklinga, fór að sjálfsögðu svo, að þeim safn- aðist mörgum hverjum allmikill auður. En hvernig fór með þennan auð oft og tíðum? Varð hann til afnota fyrir íbúa byggðarlaganna til þess að koma upp framfarafyrir- tækjum og hrinda í framkvæmd þeim nauðsynjamálum, sem yrðu undirstaða fullkomnari atvinnuhátta og velmeg- unar? Þetta fjármagn var ekki til ráðstöfunar fyrir almenning. Mjög oft fór svo, að það var flutt á brott, og byggðirnar stóðu eftir févana og menn sáu engin ráð til þess að draga saman fé til þeirra framkvæmda, sem mest voru aðkallandi. Þar, sem samvinnufélögin hafa starfað, liefur önnur saga gerzt — gerólík. Sjóðir kaupfélaganna og samvinnufélaganna hafa orðið undirstaðan að blómlegum framförum í viðskipta- og at- vinnulífi héraðanna. Hér þarf ekki að nefna einstök dæmi, en minna má á frystihúsin fyrir landbúnaðar- og sjávaraf- urðir, mjólkurbúin og hin ýmsu iðnaðarfyrirtæki, sem sam- vinnufélögin hafa verið að koina á fót og eru að setja á stofn. Þannig mætti lengi telja og auk þess net'na margvís- leg framlög kaupfélaga og samvinnufélaga til menningar- starfsemi og til þátttöku í menningarframkvæmdum, til- raunastarfsemi og fjölmörgu öðru, sem ómetanlega þýð- ingu hefur liaft. Kaupfélögin hafa orðið slík hjálparhella byggðarlaganna og slíkir bjargvættir, að segja má með fullri vissu og skrurn- laust, að þær framfarir í viðskiptum og atvinnuháttum, sem orðið liata á síðustu árautgum víða um land, hefðu verið óhugsandi, ef fólkið sjálft hefði ekki jafn viða og raun varð á, borið gæfu til þess að taka verzlunina í sínar hendur og liaft víðsýni til j:>ess í samvinnufélögunum að nota liluta af verzlunarhagnaðinum til þess að efla félögin fjárhagslega. Ávaxtanna hafa menn notið í auknum stuðningi kaup- félaganna við ný framfara- og áhugamál. Hið merkilegasta við jaetta allt saman og gleðilegasta er, að hér er verið að nota í almannaþágu fjármagn, sem ella myndi renna sem gróði til einstakra manna og oft út úr byggðarlögunum. Yngri kynslóðin, sem ekki veit af eigin reynslu, hvernig ástandið var, þegar kauptelögin voru að byrja starfsemi sína eða styttra á veg komin og áhrifaminni í viðskiptalíf- inu en nú er, á auðvitað erfiðara með að meta að verðleik- um og til fulls hvílíkt afrek hefur verið unnið fyrir tilstuðl- an samvinnufélaganna en hinir eldri. Þetta er ekki nema eðlilegt, en Jdví meiri nauðsyn er að vekja athygli yngri kynslóðarinnar á þeim stórmerkjum, sem víða er að sjá uin hinn glæsilega árangur af starfi samvinnufélaganna. Allir jDeir, sem óhlutdrægt geta á þessi mál litið og kunn- ugir eru staðháttum, vita, að j^að, sem hér liefur verið sagt um þýðingu kaupfélaganna fyrir byggðarlög landsins, cr rétt. En það væri fróðlegt, ef þeir menn úti um byggðir landsins, sem kunnugastir eru og bezta hafa aðstöðu til aC vita hið rétta, tækju sig fram um að sýna með dæmum og glöggum rökstuðningi, hverju samvimndélogin hafa áork- að fyrir þeirra byggðarlag. Það er lífsnauðsyn, að menn læri að meta að verðleikum félagsmálahreyfingar eins og samvinnustarfsemina. Munu menn þá sannfærast um, að úrræðum samvinnunnar er liægt að beita með árangri við enn fleiri verkefni en ennþá liefur gert verið. Það eykur og nauðsyn á fræðslu, að sífellt er verið að vinna gegn útbreiðslu samvinnunnar. F.ru til Jiess notaðar ýmsar furðulegar aðferðir. En þegar dýpra er skoðað, er það vitanlega allt runnið undan rifjum þeirra, sem hafa hagsmuna að gæta í sambandi við einkaverzlun og við- skipti og vilja því samvinnufélögin veik og helzt feig. Það 27

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.