Samvinnan - 01.05.1949, Side 28

Samvinnan - 01.05.1949, Side 28
Ingólfur Gunnlaugsson (1925—1927): Samvinnan frá sjónarmiði verkamanns EGAR litið er yfir félagsmálasögu íslendinga, eru það einkum tvær félagshreyfingar, sem einna hæst ber, verklýðshreyfinguna og samvinnuhreyfinguna, og þeirra tveggja er samvinnuhreyfingin eldri. Hún var orðin mjög útbreidd, föst í sessi og mikilvirk í áhrifum sínum um það bil, sem verklýðshreyfingarinnar gætti fyrst að verulegum mun upp úr síðustu aldamótum. Slíkt var í sjálfu sér eðli- legur hlutur. Það er fyrst með vexti bæjanna og stórum, fjármögnuðum atvinnurekstri þar, að hreinræktuð verk- lýðsstétt raunverulega verður til hér á landi. En skiljanlega er einna nýjast í því sambandi, að upp er tekinn gamall sónn um að hækka þurfi skatt á samvinnufélögum og að það sé hið mesta þjóðarböl, hversu þau greiði lága skatta til ríkisins. Er þess nú krafizt með miklum hávaða, að sá hluti tekju- afgangs, sem samvinnufélögin leggja til hliðar og sem á að vera grundvöllur að nýjum samvinnuframkvæmdum eins og sýnt hefur verið hér að framan, og sem með sérstakri lög- gjöf er bundin við samvinnustarfið framvegis og má ekki skipta á milli einstaklinga, að þetta almannafé sé skattlagt alveg á sama hátt og einkaverzlunargróði einstaklingsins, sem geta valtað og skaltað með hann eins og þeim sýnist og engar skyldur hafa við einn eða neinn í því sambandi. Auk þess skilzt mönnum, að þess sé krafizt, að sá tekju- afgangur, sem kaupfélögin skila aftur við reikningsskil, skuli skattlagður sem gróði félaganna. Hins vegar dettur engum í hug að bera sér í munn að afsláttur, sem kaup- menn gefa viðskiptamönnum sínum, skuli teljast gróði kaupmanna. Þetta eiga menn við að búa ennþá, eftir áratugastarf sam- vinnufélaganna og eftir að þau hafa sýnt í verki, að þau eru almannastofnanir, sem einvörðungu nota fjármagn sitt til hagsbóta fyrir almenning og eru opin öllum. Allir geta því notið þeirra hlunninda, sem þau hafa að bjóða. En einmitt þetta, að ennþá er ymprað á öðru eins og þessu, að ennþá er reynt að telja mönnum trú um, að það sé þjóðarböl, að þessar almannastofnanir, þessir máttar- stólpar byggðalaganna, hafi ekki verið nægilega skattpíndar að undanförnu, einmitt þetta sýnir, að ennþá er þörf auk- innar fræðslu um samvinnufélögin, starfsemi þeirra og hlutverk. Sókn er bezta vörnin. Árásum á samvinnufélögin verður svarað með auknu starfi og með aukinni fræðslu um það glæsilega starf, sem þau hafa þegar unnið í almannaþágu. Eysteinn Jónsson. er slík atvinnuleg og stéttarleg þróun þjóðfélagsins eðli- legur undanfari allrar verklýðshreyfingar. Það var því ekki hið eiginlega atvinnurekendavald, sem mest þjakaði ís- lenzka alþýðu á þeim tíma, sem kaupfélögin aðallega risu upp, heldur verzlunarvaldið. Kaupfélögin voru því í fyrstu tíð andsvar alþýðunnar í landinu gegn því eina fjármagn- aða valdi, sem þá var fyrir hendi, verzlunarvaldinu. í kaup- manninum sá hinn fátæki bóndi og alþýðumaður kúgara sinn, þann sem saug til sín arðinn af striti hans og útdeildi lionum að eigin vild knappt mældum skammti. Og ég hygg, að þá þegar og raunar lengst af hafi allur almenningur litið á kaupfélögin nokkuð í samræmi við þessa reynslu, — sem félagslegt tæki til þess að rétta við hag sinn og vernda gegn peningaaðli og yfirstétt tímanna. Þegar í upphafi og lengi síðan reyndu þó ýmsir forvígis- menn og andlegir leiðtogar þesarar merku félagshreyfingar að gefa henni annað og meira innihald. Þeir töldu, að hún væri ný þjóðfélagsstefna, sem miðaði að því að útrýma kapítalismanum og atvinnuháttum hans úr þjóðfélaginu, en setja í staðinn samvinnuskipulagið, sem hið ráðandi afl í atvinnu- og fjármálum þjóðarinnar. í samræmi við þetta voru svo samvinnumenn flokkaðir í þroskaða og ó- þroskaða samvinnumenn, þar sem þeir einir voru þrosk- aðir samvinnumenn, sem aðhylltust samvinnuhreyfinguna sem þjóðmálastefnu, en hinir óþroskaðir, sem litu á hana fyrst og fremst sem hagsmunasamtök innan hins borgara- lega þjóðfélags, hliðstæða við t. d. verklýðssamtökin. I þennan síðari flokk lenti verklýðsstéttin. Hún fékk þegar þá reynslu af borgarastéttinni, að hún mundi ekki láta út- rýma sér í frjálsri samkeppni og selja síðan samvinnuhreyf- ingunni þjóðfélagsaðstöðu sína fyrir slikk, þegar hún hætti að græða á því að Iialda henni á svipaðan hátt og selstöðu- kaupmenn ýmsir gerðu við verzlanir sínar, þegar þeir liættu að græða á þeim í samkeppni við kaupfélagið. Reynsla verkamanna var sú, þegar í upphafi og æ síðan, að þeir yrðu að berjast fet fyrir fet harðri baráttu með hin faglegu stéttarsamtök sín að vopni til mannsæmandi kjara og fyrir mannréttindum sínum sem fullgildir þegnar í þjóðfélaginu. Og í þessu sambandi verður ekki komizt hjá því að minna á það og viðurkenna, að of oft hefur það komið fyrir í átökum verklýðsfélaganna við atvinnurek- endur, að þá hefur og kaupfélögunum og verið að mæta við hlið atvinnurekenda. Þar er líka annar meginþáttur- inn í gagnrýni verkamanna á hugmyndinni um samvinnu- þjóðfélag. Þeir telja, að sökum fjárskorts muni samvinnu- fyrirtækjum verða erfið leið fram hjá gróðasjónarmiðinu og bankavaldið á sama hátt fá ótalda möguleika til þess að gera þeim erfitt fyrir og sveigja þau til samvinnu við einka- framtakið gegn verkalýðnum og allri alþýðu. Af ástæðum, sem áður er nokkuð vikið að, féll það í hlut bænda og annarrar alþýðu í sveitum landsins að út- breiða og móta samvinnuhreyfinguna á Islandi. Hún hefur unnið þar mikið og margþætt hagsmuna- og menningar- starf og vandi að segja, hvar íslenzkar sveitir væru nú staddar, ef hennar hefði ekki notið við. Kaupfélögin eru nú um flestar sveitir aðalverzlunin. Þau liafa haft forgöngu um vöruvöndun. Og stærstu átökin til vinnslu landbún- aðarafurða hafa verið framkvæmd á þeirra vegum eða fyrir 28

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.