Samvinnan - 01.05.1949, Side 29

Samvinnan - 01.05.1949, Side 29
Halldór Sigfússon (1927—1929): Á höfuðvirkið falla? ,,Finn eg afl að farið er“ TjRJÁTÍU ÁR, það er kynslóðin, einn orrustudagur í lífi þjóðar. f Þá er gott að nema staðar, líta um öxl og svo fram, liugsa í mannsævum. Fyrst er að liuga í val og kanna lið, herbúnað, svo raða fylkingum til atlögu. Fyrir þrem tugum ára er þjóðin 92 þúsundir; þá búa í sveitum landsins 54 þúsundir, eða 3/5 hlutar; 16 þúsundir í Reykjavík. Nú eru brátt í landinu 150 þúsundir. Hvernig skiptast þær? þeirra frumkvæði og atfylgi. í bæjunum flestum hefur þróunin orðið miklum mun hægari, einkum Reykjavík. Þetta hefur orðið tilefni mik- illar og harðrar gegnrýni, sér í lagi á hendur verkamönn- um. Það hefur verið talið sanna einsýni þeirra í félags- málum og hagsmunabaráttunni yfirleitt. Það hefur verið túlkað þannig, að þeir hugsuðu ekki um annað en að sprengja upp kaupgjaldið, en athuguðu hitt minna, hvað þeir fengju raunverulega fyrir kaup sitt. Enda væru afleið- ingarnar í samræmi við það. Þeir töpuðu úr annarri hend- inni því, sem þeir ynnu með hinni, vegna þess að þeir hefðu enga íhlutun um vöruverðið. Þetta hefur lengi og víða verið of mikill sannleikur, en hann á ekki fyrst og fremst rætur sínar í lítilli samvinnuhneigð verkamanna eða svokölluðu vanmati þeirra á samvinnuhreyfingunni. Þeir hafa lengi skilið vel gildi samvinnu í vet'zlun. En það var ógæfa þeirra lengi fram eftir, að forustumenn þeirra í verklýðshreyfingunni voru engir samvinnumenn. Um það er Reykjavík átakanlegt dæmi. Skal það ekki rakið nánar hér. Aðeins á það bent, að þá fyrst, þegar verkamenn sjálfir liófu pöntunarstarfsemi sína í Reykjavík upp úr 1930 meira og minna í trássi við þáverandi forustu verk- lýðshreyfingarinnar, var lagður grundvöllur að heilbrigðu og eðlilegu kaupfélagsstarfi í höfuðborginni. Þessi litlu pöntunarfélög urðu síðan vísir að Kaupfélagi Reykjavíkur og nágrennis (Kron). Þróun þess hefur orðið örari heldur en sennilega nokkurs annars kaupfélags í landinu. Um 1930 var engin samvinnuverzlun, sem nefnandi var því nafni, á hinu gamla félagssvæði Kron — Reykjavík og Reykjanesskaga. Nú mun vörusala kaupfélaganna á þessu svæði nema ca. 30 millj. króna á ári og muni vera stórum mun meiri, ef ekki væri vöruskorturinn og hin rangláta skipting innflutningsins. Mér finnst þetta dæmi frá Reykjavík sanna mjög vel mikinn og víðtækan skilning verkamanna á gildi samvinn- unnar. Og mér finnst það vera eins konar fyrirheit um það, að í framtíðinni muni hlutur verkamanna ekki eftir liggja í samvinnustarfinu. Ingólfur Gunnlaugsson. Sextíu þúsundir í Reykjavík, aðrar sextíu í kaupstöðum og þorp- um. En í öllum sveitum þrjátíu þúsundir. Þar sem sveitirnar áttu áður 3/5 hluta landslýðsins eiga þær nú 1/5 hluta. Gagnvart lieildinni hafa styrkleikahlutföllin því breytzt þannig frá því sem áður var, að þeir sem í sveitinni búa hafa glatað tveimur þriöju hlutum af félagslegum mætti sínum, miðað við íbúatöluna. Það er: Þeir eru orðnir félagslegir öryrkjar að tveimur þriðju hlut- um, halda eftir aðeins þriðjungi orku. En örorkan er meiri. Breytingar á íbúatölunni segja aðeins hálfa sögu. Það sem hér skiptir máli, fyrir fjárhagsafkomu og félagslegan styrk er fólkið á starfsaldri, starfsþjóðin. Fólkið á starfsaldrinum er tiltölulega miklu færra nú í sveitum en bæjum, börn og gamalmenni fleiri. Sé börnum og gamalmennum sleppt, ef við aðeins tökum starfs- þjóðina, verður hlutfallið milli sveitanna og heildarinnar miklu lægra en 1/5 hluti, mun vera um 1/7. Það mun því ekki vera of í lagt að örorkan sé metin ekki 2/3 hlut- ar eins og breytingin á íbúatölunni segir til, heldur 3/4 hlutar, þeg- ar við starfsþjóðina er miðað. -------Virðum þessi þrjátíu þúsund fyrir okkur, sex þúsund bænd- ur og konur þeirra, og í fylgd með þeim börn, gamalmenni og ýms- ir vanfærir til orrustunnar. En hvar eru ungu hersveitirnar, fólkið á bezta aldrinum, það sem getur skapað ný lífsskilyrði, haldið uppi fé- lagslífinu, þeir sem eiga að erfa landið, halda áfram baráttunni? Ein- mitt úr þessum árgöngum er minnst eftir, fólkið á herskyldualdrinum horfið, það er gengið á mála annars staðar. Vítt um sveitir eru það elliheimili og barnahæli sem auga mæta. Við sjáum aukna fækkun framundan. Með hverju ári sem líður breytast hlutföllin sveitunum í óhag, örar en fyrr. Orsakirnar fyrir liðsfækkuninni eru ekki aðeins allar sömu og áður, heldur aukast þær. Afleiðingin eykur á orsakirnar, flótti leiðir af flótta. Með burtflutn- ingnum vex einangrunin, fábreytnin, skortur á félags- og skemmtana- lífi; möguleikar skerðast til allra hluta sem ungt fólk girnist. Við sjáum bændastéttina og fólkið sem í sveitum býr halda áfram að vera hraðminnkandi hluti þjóðarheildarinnar, líkjast lömunar- sjúklingi þar sem magnleysið ágerist. Þegar sveitabóndinn horfir nú um öxl yfir þriggja áratuga orrustu- dag er það þetta sem hann verður fyrst að glöggva sig á: Til félags- legrar sóknar og varnar gagnvart heildinni og andspænis öðrum stéttum hefur hann glatað þrem fjórðu hlutum af afli sínu, hann er félagslegur öryrki með fjórða hluta orkunnar móts við það sem áður var. Til þess að gera félagslega vanmættið átakanlegra er bóndinn einn- ig þeim dómi ofurseldur að fara öfugt að við allar aðrar stéttir, haga félagsmálastarfseminni samkvæmt því ferðalögmáli beiningalýðs að dreifa hópnum í allar áttir í þeirri von að þá áskotnist helzt eitthvað. Meðan sveitabúar stunda þessa pólitísku förumennsku, skipa aðrir hagsmunahópar sér í þétta fylkingararma, sem allt svignar fyrir. Þar sem allir hinir sækja fram með vaxandi þrótt, í brynju samtakamáttar og einingar, mætir bóndinn í förumannskufli — og með síauknum hrumleika. Slitið móttak á gjörð BÓNDINN HEFUR MISST þrjá fjórðu afls, starfsorkan og félags- mátturinn einn fjórði þess sem dður var, móts við aðrar stéttir. Onnur aðstæða hefur einnig breytzt. Á kreppuárunum fyrir stríð, stríðsárin og síðan, hefi eg, sem þetta skrifa, búið i gömlu, fjölmennu verkamannahverfi reykvísku, þar sem miðaldra fólkið margt eða flest hefur flutt úr sveit, liaft þaðan í veganesti velvild til sveita og sveitamanna, kunnugleika á högum þeirra — og löngun til sveitafæðu. A kreppuárunum sé eg 250.00 króna mánaðartekjur verkamanna- fjölskyldunnar skiptast til þriðjunga milli húsaleigu, innlendu vör- unnar og annarra útgjalda. Á þessum árum var húsaleigan höfuð- óvinurinn, sem gleypti þriðjung teknanna, varnaði fólki að stofna 29

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.