Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 31
sveita, börn friðartíma, börn jarðar; nú er breytingin að ske, ný kyn-
slóð vaxin: börn borgarinnar, börn stríðsáranna, börn háloftanna.
Allir minnast þegar þeir fyrst flugu, kenndarinnar undarlegu, sem
greip þá um leið og vélin hætti að snerta jörðina. Kynslóðin unga er
haldin þessari kennd. Hún kemur eiginlega ekki við jörðina, og þessi
kynslóð er raunar það eina, sem okkur kemur við, því að hún tekur
við merkinu í dag, og livað vill hún, stríðsæskan ólma? Grípa um
töfrasprotann.
Hún vill fá rétt hlutföll í hraðann; að líka sé fljótlegt að fara það,
sem stytzt er. Jafn einfaldur hlutur og að hafa á borðinu mjólk, smjör
og kjöt, eins og hver getur í sig látið, þessi 40 tonn, sem Reykjavík
þarf yfir daginn, hvað er það? Fjórar flugvélar á dag; ekki þriðju
hverja mínútu, eins og í Berlín. Einhverjir fjórir strákanna geta skot-
izt eftir þessu; hinir þurfa ekkert um þetta að hugsa. Hún stendur
efst á loftbrúnni og blæs í sitt Heimdallarhorn.
Og það ámáttlegasta, sem hún sér, er, hvernig þessar vörur eru
framleiddar og fluttar, hvernig sniglarnir skríða moldina og snjóinn
með sinn mjólkurdropann hver; það er eins og að safna daggardrop-
um í stað þess að hafa vatnsleiðslu í húsið.
Auðvitað fyndist henni eðlilegast, að þetta væri allt á einu litlu
austanfjallsbúi, en það skiptir ekki máli, allt er styttra en austur yfir
fja.ll, og betra undir bú alls staðar annars staðar í heiminum, og þessi
30 þúsund í sveitinni, bráðum 20, koma okkur ekki við, frekar en
þaú 30, sem vestan hafs eru, — ekkert lengur með þau að gera. Við
höfum gert út á þorsk; nú gerum við líka út á kjöt og mjólk.
Þetta er stríðsæskan, sem er að taka valdið, og einn daginn vantar
þetta allt, eða peninga fyrir því. Hún skilur það ekki; hún tryllist.
Hvað skeður, hvað ferst í þeim Ragnarökum, vitið þér enn eða hvað?
Einu sinni tóku nokkrir bændur upp á því að verzla ekki við
kaupmanninn en bara sjálfa sig. Þá voru menn sums staðar í sveitum,
sem datt í hug að byrja á ýmsu undarlegu, en svo skeði það, að þeir
höfðu ekkert að selja sjálfum sér, en vantaði mat. Og kaupmaðurinn
beið eftir að þeir kæmu til sín, þegar börnin þeirra væru orðin nógu
svöng; hann stóð við gluggann, og sjá: Allt í einu sigldi lít'ið skip
inn fjörðinn; það getur margt komið með litlu skipi, og þarna var
það, sem svangir menn biðu eftir andvaka langan vetur, en líka hitt,
sem þeir gátu ekki lifað án heldur, því að með þessu skipi komu
samvinnufélögin í landinu.
Nú er aftur vonað á skip, en það er í borg. Þeir, sem sameinast í
einum anda: eins og selstöðukaupmaðurinn áður, er nú sveitafram-
leiðandinn vanfærari með hverju ári að gegna sínu þjóðfélagslega
hlutverki; hörmangarafélagið svíkst um að senda á hafnir; það vantar
helminginn af vörunni; hitt lélegt og á okurprísa. Það verður að
stofna til samvinnu gegn ófagnaðinum, móti Guðjohnsen, hefjast
handa, — taka hlutina hjá sjálfum sér.
Þeir ætla nú að eignast skip, og nú er sú öld, að ýmsir kunna að
sigla. Kannske þær nætur í nánd, að þeir liggi andvaka eins og
Geitafellsbóndinn, sem ekki gat hætt að hugsa um vöruskipið skamm-
degisnæturnar.
Og einn morgun vaknar bóndinn á Grímsstöðum eða Gautlöndum
í rúmi sínu, og sjá, hann er orðinn Guðjohnsen, og mikið skip komið
inn fjörðinn, og þar á er það, sem hann hafði ætlað að selja — og
sjálfs hans glötun; en það getur fleira verið í stóru skipi, og — með
þessu skipi getur komið dauði samvinnufélaganna í landinu.
Heimavígstöðvar
Ofar í landinu stendur bóndinn, útlaginn í eyjunni; hann berst
á hnjánum með brostið afl; Illugi ekki lengur að baki hans, og með
gerningum er sótt að af óvígu liði.
íslenzkir samvinnumenn horfa nú yfir mikla landvinninga og
glæstar sigurbrautir. Það er gott að gleðjast yfir unnum sigrum, samt
er betra að ganga fram í sigurgleði hinna óunnu sigra, og þó mest
um vert, að aldrei gleymist að það er hægt að vinna allar orrusturnar
en bíða þó lokaósigur.
Keisaradæmið þenst út, yfir ný ríki, borgir og strandlengjur. En
um leið eru komnar innan landamæranna ókunnar þjóðir, annar-
legar tungur.
Liðskostur samvinnufélaganna vex í bæjum. Það er einn þáttur í
sigrunum, að nýjar og nýjar þúsundir launastéttarfólks bæjanna skipa
sér undir merki samvinnunnar; það eykur félagsstyrkinn, dregur þá
bróðurþræði milli stétta, sem nú skortir flestu fremur.
Bæjarfólkið setur æ meir svipmót á starfsemi samvinnufélaga, nær
þar auknum tökum. Og þar eru ýmsir góðir samvinnumenn. En
gleymum ekki raunverulegri afstöðu launþegastéttanna — eða mikils
hluta Jreirra — til samvinnustefnu.
Eitt er samvinnumaður, annað meðlimur í samvinnufélagi; sam-
vinnumaður trúir á sjálfa samvinnustefnuna, sér tækið, en einnig
markmiðið; í augum hans er samvinnan lausn vandamálanna, lykill
að höll framtíðarheimkynna. Hvað er samvinnufélag í augum launa-
stétta bæjanna, sem standa við anddyri ríkissósíalismans — lykill að
búðardyrunum á horninu og ekkert annað — og kannske ýmsar aðrar
búðardyr jafn góðar. Þetta eru ekki dyrnar til að fórna sér fyrir, en
hentugt að fá lykilinn léðan, þar til opnast hið mikla musteri. Jú,
líka annað: jregar lyklavöldin eru komin Jreim í hendur: sósíalisk
baráttustofnun, með eyðingu sjálfrar sín að lokamarkmiði.
Samvinnufélögin eru fóstruð á sveitabæjum; þar hefur verið heitast
á þau trúað; þar hafa þeim verið færðar dýrstar fórnir, þaðan hafa
þeim komið flestir baráttumenn. Þar er fylking þeirra, sem eru hinir
sönnu samvinnumenn.
í sveitunum er heimaríkið, höfuðvirkið, þar er heimaliðið. Hitt
eru útvígin, þar sem sótt er á. Samvinnufélögin verða að standa
styrkum fótum við sveit og sjó. En í heimavirkinu er líftaugin, þar
verður kastalinn að standa.
Hvernig er umhorfs í heimavirkinu?
Stundum var það siður herkonunga til forna, þegar þeir höfðu
unnið kastalaborgir, að þeir, sem eftir stóðu af varnarhernum, voru
leiddir út á kastalabrúnina og varpað út um vígskörðin niður í borg-
arsýkið fyrir utan — einn og einn, unz enginn stóð eftir.
í þéttri biðröð er heimalið samvinnukastalans teymt að virkis-
veggnum og varpað út um virkisskörðin. Við sjáum þá falla, einn og
einn. Það er þetta, sem við horfum á.
Gefðu mér aftur herskarana mína, Varus!
Samvinnan á mörg og sterk útvígi, og þar standa góðir baráttu-
menn. En þeir snúa baki að höfuðvirkinu og sjá ekki, að það er að
falla. Eða sitja þeir kannske sem Varus, að veizlu hins germanska
höfðingja?
En þegar heimaríki er fallið, hleypur málalið úr herbúðum. Þá eru
útvígi auðunnin.
Þjóðsögur
Það var heima, að næturgesti var sagt til vegar að morgni. Sólin
var að rísa yfir miðmorgunshæðina. Þangað var honum bent. Stefndu
á sólina, maður minn. Hann lagði af stað í áttina þar sem var miður
morgunn. En hann hætti ekki að ganga á sólina. Hún færðist í há-
degisstað, yfir nónmelana og miðaftansvörðuna, og alltaf réði hún
áttinni. Hann rankaði við sér, þegar hún hvarf bak við sóísetursníp-
una, og aftur gisti hann í sama kotinu.
Svona ferðumst við; sveigjum undan til nýrra eyktamarka; svo er
kvöldsett, og hringurinn lokast. En hvar sem við erum á leið, má
ekki gleymast, að þeir, sem eru að leggja á stað, stefna alltaf í upp-
risuátt sólar, á óskaheiminn, sem vakir í bjarma miðmorgunshæð-
arinnar.
Við vitum, hvað óskaheimurinn geymir, æskudraumur þjóðarinnar
í þúsund ár; ung þjóðarsálin um aldir speglast í þjóðsögunum um
son karls og kerlingar í koti og dótturina í Garðshorni, sem eignuðust
kóngsdótturina eða kóngssoninn og hálft ríkið.
í þjóðsögunni berast til okkar kveinstafir og andvörp allrar lið-
innar æsku, andvana fæddar þrár; í þessari sögu um uppfylltar
óskir brýzt fram máttvana uppreisn kynslóðar eftir kynslóð gegn
þeim forlagadómi, að þurfa alltaf að snúa sér við úr óskaheiminum
og gista í kotinu: geta aldrei orðið neitt annað en karl og kerling í
koti sínu, og berja utan hólinn hjá Kiðhús.
Ég var að skoða 10 hektara býli, búið að byggja íbúðarhús, leggja
veg, leiða vatn, rafmagn og síma, hálfrækta landið, verið að byggja
útihús. Kostnaður að verða hálf milljón. Þegar lokið er ræktun og
31