Samvinnan - 01.05.1949, Síða 32

Samvinnan - 01.05.1949, Síða 32
byggingum með nýtízku útbúnaði, kaupa vélar og tæki til bús og heimilis innan húss og utan, og eignast bústofninn — þá er sýnt, að heildarkostnaður er hátt í milljón eða milljónin öll. Þetta er óskabúið í dag, þjóðsagan, sem á er lifað. Leiðum nú hjónaæskuna með kóngsríkisdrauminn inn í þetta ríki, gefum henni þessa kotmilljón, og þá liættir hún kannske við að fara. Systkinin, æskuvinahópurinn horfinn, en hún ætlar að verða kyrr, innan um sínar 10 kýr; kannske líka nokkur hænsni. Afrakstur búsins gefur kannske hjónunum sæmilegt viðurværi, jalnvel vaxtabrot úr milljóninni, en ekki ráð á kaupgjaldi. Sjálf verða bóndinn og húsfreyjan að annast alla hluti, aldrei mega þau sam- tímis að heiman fara né um frjálst höfuð strjúka. Þau verða að þekkja jafnt á allar vélar og tæki; sérkunnáttu þarf og æfingu til hvers og eins. Þar sem allar nýtízku vélarnar og tækin, sem fólk dreymir um, eru komin á bú, er dagleg umhirða þeirra og viðhald undirstaða búskaparins. Sé öllutn hlutum gerð full skil, er þessi þáttur bústarfanna orðinn næstum fullkomið verk fyrir bónd- ann. Til þessa skortir hann tíma, kann það ekki eða hirðir ekki um það. Afleiðingin: Ein biluð vél á dag, önnur á morgun, tækin í lama- sessi, ónothæf í byrjun eðlilegs endingartíma. Auk eðlilegs viðhalds og verðrýrnunar verður þvi alltaf að endurnýja þennan hluta höfuð- stólsins. Vélabú einyrkjans er dcemt til að verða þrotabú. Sláttuvélinni, sem áskapað var að slá 100 hektara á ári í 10 ár, tiu þúsund hektara, kastað upp fyrir garð eftir að hafa slegið tíu hektara þrjú sumur, og þá þarf nýja. Og eftir allt lifa hjónin hálfgerðu einsetulífi, karl og kerling í koti, öll rausnin bæld í basli og vonbrigðum. Þetta er óskabúið, hinn æðsti draumur, þjóðsagan, sem á að hugga með og sætta menn við að búa í Garðshorni. Mikið hefur okkur farið aftur að búa til þjóðsögur. En við megum ekki heillast svo af sýninni, að gleyma jiví, að hún er aðeins [ijóðsaga — sem líka betur fer. Það er hægt að hugsa sér milljónirnar koma lioppandi og skopp- andi út um alla byggð og renna sér á rönd inn um hverjar kotdyr. En heldur ekki meira. í fyrsta lagi skilst manni í augnablikinu, að þær séu ekki til, eða ekki mjög margar, eða minnsta kosti fari í hægðum sínum. Og lítið ratvísar á kot. Og eitt er víst, að bóndinn ræður minnstu um að hvaða dyrum þær velta. Því að hverja sína bæn — og þótt aðeins sé beðið um einn jeppa — verður hann nú svo að enda: Verði jiinn vilji en ekki minn vilji. Enn í dag er það svo, þrátt fyrir allt, sent gert hefur verið, að ís- lenzkur sveitabúskapur hefur sjaldan annað að bjóða æskunni, sem er að leggja á stað með sinn kóngsríkisdraum, en það, sem hún hefur hatað um aldir, að verða karl og kerling í koti og lemja utan hólinn. Enn í dag eru búskaparhættir þannig, að þeir stríða gegn óska- heimi æskunnar, stefna þráðbeint á sólsetursgnípuna. Því hefur æskan orðið að byrgja sinn óskaheim — eða fara. Þess vegna hefur hún byggt borgir í staðinn fyrir að byggja sveitir. Því er komið sem komið er. Þess vegna blasir nú við auðn íslenzkra sveita. ----En nú er runninn sá morgunn, að við getum tekið stefnu beint á miðmorgunshæðina og án þess að sveigja, þurfum ekki enn einu sinni að leita gistingar í kotinu, heldur á nýjum áfangastað. Hlé Aftur minnist ég atviks að lieiman. Bóndi teymdi hest sinn og sleða fram með fljótinu. Sonurinn hans ungi renndi sér við hlið hans eða fylgdi á eftir. Förin gengur greitt, hann ekur á glærum ísum með fljótinu, sem fellur þungt milli hárra skara. Sleðameiðarnir dansa á flughálkunni, meiðasöngur og straum- dynur niða fyrir eyrum bóndans. Bleikir glampar vetrarsólarinnar á gljánni blinda augun hans, athyglin dofnar. Hann veit ekki, þegar drengurinn rennir sér fljótsmegin við sleð- ann, heyrir ekki hálfkæft óp; finnur aðeins óglöggt, að sleðinn kast- ast til — og lítur um öxl. 32 Enginn drengur! Ekkert nema glær ísinn og fljótið, sem dunar. Hann stendur og starir álútur fram af skörinni, niður í skolgrátt fljótið. Einn á ísnum. Enginn drengur við hlið hans framar. Svo ekur íslenzkur bóndi á skörinni, augað á gljánni, flughálkan er undir, og sleðinn kastast, hvert renna þau sér nú, börn hans. Hve- nær ekur hann einn heim í bleikri vetrarsól? Eg undrast þá ugglausu för. Aðeins ein undrun er meiri; hún skelfir. Þá undrun vekur þjóðin sjálf, sem vefur sig hálf um tvo flugpalla og engist öll í áttina þangað, með það sem hún á og það sem hún er. Keisarinn vitskerti óskaði þess, að öll höfuð Rómverja sætu á einum hálsi. Oll höfuð íslendinga eru að verða á einum hálsi. Og sá háls liggur vel við höggi. Hann teygir sig á höggpallinn. Bóndi stendur á milli tveggja siða; þá er hættast við að fella fjör- egg af stalli, |)á dugar ekki fálm; að fylgja augnabliks pólitík, eyða orku í dægurkröfur og elta hrævarelda, stefnir í opinn dauða;— heldur verður að horfa með nýrri sjón, reyna að skynja, hvað af þvi sem áður var sannleikur, er orðið lygi, að trúa ekki gamalli lygi og heldur ekki nýrri lygi og ekki að ljúga að sjálfum sér, en umfram allt: hafa eitthvað stórt að trúa á og berjast fyrir. Ládeyðan kallar á storm, alda verður að rísa úr stirðnaðri flatn- eskjunni, vakin af titrandi vanstillingu æskunnar, óþolinmæði í ungu hjarta, bylgja hrifningar og uppreisnar gegn öðrum og sjálfum sér. Ég horfi á það, sem liðið er, sé Fjölnismenn og ungmennafélaga- hópinn; fyrst vorboðann ljúfa, svo vorið sjálft; einn morgun í maí, mikinn gróðursetningarmann, sem vildi strá hnefafylli sinni fram með hverjum stíg og hverri götu, en sumt féll í grýtta jörð, og næð- ingar strjúka um veikan gróður; sumardagurinn fyrsti vakti blóm; ætlar þá sumarið aldrei að koma? Á leiðum karlssonar og karlsdóttur henti það stundum, þegar þau stóðu ráðvillt og magnþrota, vonarneistinn slökktur, jafnvel draum- urinn glataður, að einhver gæfudís birtist. Hún tók þau við hönd sér, leiddi þau út úr myrkum skóginum og fylgdi þeim inn í kóngs- ríkið, þar sem gæfan beið. Á öllum öldum vissu börnin, að þessi gæfudís var til, og þau vita það enn. Og þessi dís er til. Þau eru bara ekki búin að finna hana. Eða hún er ekki búin að finna þau. Gengið til spurninga Hvar er það, sem getur eitt framar öllu öðru annazt varðveizluna? Hvenær fengu fölskvuð augu ungan ljóma, hvenær hrjúfar raddir á ný mýktina? — Frásögunni var lokið af gömlu atviki, hnýttar hendur í skauti drykklanga stund, hvllt í minningunni, og svo nærri eins mjúkt og sjálf þögnin: „Það var gaman að vera á þessum stóru heimilum" — langdreginn söknuður í hljómfallinu, þetta var loka- setning, ekkert meira að segja; hún sagði allt. Og þessi setning segir allt. - í bernsku, þegar eldra fólkið var að bregða upp leifturmyndun- um frá hinum mörgu og fjölmennu sambýlisheimilum í liéraðinu á horfinni öld, þá var það þjóðlífsmyndin glæsilega, sem dró barns- augað — margar fjölskyldur lifðu, unnu og stóðu saman í sorg og gleði, fólk á öllum aldri, margir til að hlusta og margir til að segja frá, eða segja til, margar hendur um hvert verk og því tóm til ann- arra hluta, hér var það allt: skóli, félagsheimili og æskulýðshöll; bók- menning og starl'smenning, hér þróaðist héraðsmenningin. Síðar rann hitt upp fyrir mér líka: að þessi heimili voru samvinnu- félög; samvinnu- og samyrkjubú í meira eða minna fullkomnu formi og með hagfræðilegri starfsskiptingu; þó að bændurnir ætti sitt búið eða sinn hlutannn af búinu hver, var margt sameign, afnotaréttur lands, tækja, gagna og gæða. Og búskapurinn byggðist á fórnfúsu samstarfi utan og innan dyra, á bæ og af, einn vann fyrir alla og allir fyrir einn, einn gætti hjarða, annar smíðaði, þriðji óf, fjórði í

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.