Samvinnan - 01.05.1949, Page 35

Samvinnan - 01.05.1949, Page 35
merkilega manns, eftir að ég komst undan handarjaðri læriföður míns. Afleiðingin af J^essu varð sú, að ég komst á snoðir um ýmislegt, sem Jónas mun ekki hafa ætlazt til, að ég væri að glugga í. Það er því ekki ólíklegt, að hann hafi hugsað um mig eitthvað líkt og hann sagði við einn kunningja minn: Helvíti var, að þú skyldir fara að grufla út í þetta. Þó að Jónas væri ljúfur og elskulegur að jafnaði, komst ég þó að raun um, að annar kantur gat komið upp á karli. Það bar til, nokkru eftir að ég kom í skólann, að lím- ing hafði svikið á allmörgum stólum. Hvorug deildin vildi hafa með Jressa gripi að gera, og reyndi hvor aðili að koma þeim yfir til hins og ræna ógölluðum gripum í staðinn. Fór svo fram um liríð. Svo er það einn morgun, að Jónas kemur inn til okkar í yngri deild og er all- bíldóttur á svip. Sezt hann í kennarastólinn og tekur að lesa yfir okkur húslestur um vansæmandi meðferð á stól- um. Til áréttingar orðum sínum, sýnir liann okkur í verki, hvernig þessi vítaverða meðferð sé. Þetta var hrein opinberun fyrir mig, sem var alinn upp á rúmi í bað- stofu og þekkti þar af leiðandi hvorki rétta né ranga með- ferð þessara húsgagna. En þegar ég sá þetta, kom mann- vonzkan upp í mínu hjarta og ég óskaði þess í hljóði, að karlinn gerði eitt af tvennu, liðaði stólinn sundur, eða missti jafnvægið og dytti afturábak. Svo varð þó ekki. Þeg- ar æfingin hafði verið endurtekin nokkrum sinnum, stóð hann upp af vesalings stólnum og snaraðist út. Morguninn eftir kom hann svo í tíma, ljúfur og bros- andi, lagði lonníetturnar sínar á borðið, strauk sér mak- indalega yfir andlitið og byrjaði að segja brandara. Þá datt mér í hug það, sem Hallgrímur sálugi Péturs- son kvað um guð almáttugan: Lætur hann lögmál byrst lemja og hræða, eftir það fer hann fyrst að friða og græða. Eitt af því merkasta, sem ég upplifði, meðan ég var í Samvinnuskólanum, var það, að ég komst upp á lagið með að festa hugsanir mínar á pappír nokkurn veginn eins og mér var eðlilegt. Þetta gerðist þó ekki fyrir tilstilli neins af mínum ágætu kennurum. Það er heldur ekki tízka, að kenna svo lítilfjörlegt atriði í neinum skóla. Þetta var eins konar guðleg opinberun, eða náðargjöf heilags anda, og Halldór Sigfússon, núverandi skattstjóri, en þáverandi skólabróðir minn, var verkfæri í hendi skap- arans við þetta hátíðlega tækifæri. MEÐAN ég var saklaus og óspilltur sveitapiltur norður í Hrútafirði, hafði ég gert dálítið að því að sjóða saman ritgerðir, reyndi ég að gera mig sem heilagastan innvortis, og svo kreisti ég þær upp úr mér með óumræði- legum sálarkvölum. En þetta þótti góð lesning heima í héraði, sem bar höfundinum fagurt vitni um gott hjarta- lag og sæmilega greind. En þegar þessi höfundur var kom- inn úr Samvinnuskólanum og farinn að skrifa í öðrum tón, báru ritsmíðar hans vott um mikla forheimsku og miður gott hjartalag. Lengi vel, eftir að ég kom í skólann, hélt ég áfram að Baldvin Þ. Kristjánsson (1929—1931): Minni samvinnu- hreyfingarinnar HÁTTVIRTIR hátíðargestir — skólastjóri Samvinnu- skólans og aðrir, er mál mitt heyrið! Vestur-íslenzka skáldið Þorsteinn Þorsteinsson segir í einu fegursta kvæða sinna: . þegar sálin sárt og lengi grœtur, hún sœkir dýpstu speki, lif, til pin.“ Einhvern veginn flugu þessar ljóðlínur mér í hug, þegar ég fór að hugsa um, hvað ég ætti að segja hér. Og það er ekkert óeðlilegt. Meginþorri þeirra manna, sem í upphafi mynduðu kjarna samvinnusamtakanna, voru umkomu- litlir menn og fátækir á veraldarvísu. Á þetta jafnt við, hvort sem litið er til Rochdale, þar sem vagga enskrar og aljrjóðlegrar samvinnuhreyfingar stóð — eða norður í gera stíla mína í hinum hefðbundna stíl ungmennafélag- anna. En þá er það eitt kvöld, að fyrrnefndur Halldór hefur upp raust sína á fundi í skólafélaginu og les upp eftir sig ritgerð mikla, er skrásetjast skyldi í skólablaðinu Loka. Halldór var spakur að viti, og allir vissu, að hann var bezti námsmaður skólans, og ég held jafnvel að hann hafi eitthvað rennt grun í það sjálfan. Þessi lesning Halldórs var heimspekilegs eðlis og þannig framsett, að lilustandinn hafði það á tilfinningunni, að hann einn sæti við veraldarinnar vizku á milli handanna og sáldaði henni af náð sinni yfir hinn fáfróða lýð. En þá fann ég allt í einu til nálægðar andans, sem benti mér á, hvað þetta allt var í raun og veru óendanlega bros- legt. Mér er enn í fersku minni, hvernig Halldór iðaði allur í skinninu, meðan hann las, eða nánar tiltekið: Hann reri fram í gráðið, velti vöngum og neri skeggstæðið með sín- um stóra lófa. Þegar ég kom heim af fundinum, skrifaði ég greinina um brunn frumleikans, og kom hún í Loka. Það var mín fyrsta húmoríska ritsmíð, og mér fannst sjálfum, að ég vera orðinn eins og endurfæddur maður. Síðan hefur mín meginregla í lífinu verið sú, að reyna fyrst og fremst að finna broslega hlið á hverju máli. Hún hefur reynzt mér vel til þessa, og ég hef þá trú, að hún geti lengt líf manna meir en grasát Náttúrulækninga- manna. Sem roskinn og dálítið lífsreyndur maður vildi ég hér- með koma henni á framfæri við eldri og yngri nemendur Samvinnuskólans. Skúli Guðjónsson. 35

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.