Samvinnan - 01.05.1949, Qupperneq 36
Þingeyjarsýslu, þangað sem merki íslenzkra samvinnusam-
taka var fyrst hafið á loft án þess að falla.
Ef til vill eigum vér, sem sjálf sitjum við hlaðin nægta-
borð, bágt með að gera oss í hugarlund svo sem skyldi
allar þær raunir, sem forfeður vorir máttu þola af völd-
um hungurvofunnar. — Þó mun það vera svo, að ýmsir
vér, sem hér erum mættir í kvöld — og jafnvel ekki svo
gamlir — munum geta tekið undir með Þorsteini Erlings-
syni og sagt af eigin lífsreynslu:
„Ég veit, hvað svöngum vetur er,
þú veizt það kannske lika.“
Það er með öðrum orðum ekki langt síðan lífsaðstaða
margra var erfið — svo erfið, að viðkomendur gleyma því
aldrei — og bera þess jafnvel aldrei bætur. — „Sálin grét ‘
— ekki aðeins viðkvæm en skilningslítil barnssálin, heldur
líka sál lífsreyndra foreldra, sem kenndi í hjartastað, þegar
svangur barnaliópurinn bað um brauð, sem ekki var
til....
En það er engin harmasaga, sem ég ætla að þylja í þessar
mínútur. Frekar ætti það að vera gleðimál — sigursaga, sem
er enn bjartara yfir fyrir það, að bakgrunnur hennar er
dökkur.
Það var sem sé ekki ófrjótt hugarvíl og harmatölur, sem
einkenndu samvinnufrömuðina. Hörð lífsbaráttan og rík
sjálfsbjargarviðleitni knúði þá til athafna — en ekki aðeins
með eigin hagsmuni fyrir augum, heldur náungans einnig
— allra manna. Hitamagn hugsjónanna fór áreiðanlega um
öijd mannanna, sem gerðu ráð fyrir heill hvers manns fyrir
tilverknað heilbrigðrar stefnu — en einskis manns ógæfu.
Sigurinn skyldi ekki verða sársauki neins. — Samhjálpar-
andinn skaut rótum í brjósti þeirra, þegar fokið var í hvert
hinna gömlu skjóla og þeir stóðu einir eftir á berangri
allsleysis með manndóm sinn einan að vegarnesti.
Upp af þessu spratt sú speki, sem frumherjar samvinnu-
hreyfingarinnar sóttu til lifsins sjálfs. — Þannig er sú stað-
reynd minnisstætt og áhrifaríkt dæmi um sannleiksgildi
orða skáldsins, sem ég nefndi í upphafi máls míns.
Og hvað hefir svo reynslan sýnt um trú og vonir þesara
manna, sem fyrir miðja nítjándu öld hófu fána samvinnw-
samtakanna — og arftaka þeirra síðar á öldinni? Hafa þær
orðið sér til háðungar?
Oftlega hafa Ijós blossað upp í mannheimi — jafnvel
hin skærustu ljós, að því er sýndist, og trúað var af mill-
jónum manna að beina myndu braut til farsældar. En
þau hafa mörg hver slokknað fyrir sviptivindum tímans
eftir skamma stund. — Önnur hafa reynzt hörmuleg villu-
ljós, sem leiddu út í ægilegar ógöngur og ógæfu mann-
kynsins um ófyrirsjáanlega framtíð.
Slík urðu ekki örlög þeirrar stefnu, sem vér minnumst
nú. Hún reyndist öruggt og varanlegt leiðarljós, til hag-
sœldar og mannbóta.
Árið 1944 — fyrir tæpum fimm árum — var aldarafmæl-
is samvinnuhreyfingarinnar minnzt á veglegan hátt í flest-
um löndum jarðar. Þá var margt fallegt orðið sagt og skrif-
að — og vissulega ekki að ástæðulausu. Þá reyndust þeir
36
margir, sem með ýmsum hætti urðu opinberir vottar þess,
sem gerzt hafði — þrátt fyrir hamfarir tveggja heimsstyrj-
alda. Víst væri freistandi að tilfæra t. d. nokkur ummæli
heimsfrægra manna þessu viðvíkjandi, en það get ég tím-
ans vegna ekki leyft mér nú.
Uppskeran á samvinnuakrinum hafði ekki brugðist, en
varð eins og til var sáð — og þó e. t. v. meiri. Undur og
stórmerki höfðu gerzt á sviði verzlunar og viðskipta. Mill-
jónasjóðir, byggingar, verksmiðjur og skip höfðu orðið til
án þess að hafa ranglega nokkuð af nokkrum — já, á sama
tíma og hagur samvinnumanna og annarra blómgaðist
að öðru leyti fyrir ágæti samvinnuskipulagsins. Aldrei
fyrr hafði svo mikið gerzt á þessum vettvangi jafn frið-
samlega.
Augu þjóðaleiðtoga höfðu opnazt fyrir mætti samvinnu-
stefnunnar til þes að lækna það alheimsbölið, sem mest er
óttast, og skapa frið á jörðu. — Enga spekinga þurfti þó
til þess að draga þá einföldu, en rökréttu ályktun, að inn-
legg samvinnuhreyfingarinnar til uppbyggingar og gæfu í
lífi hvers eins og frjálsum félagssamtökum fólksins, hlýtur
einnig að leiða til blessunar í lífi þjóðanna og mannkyns-
ins alls. —
Þannig liefir tíminn og staðfest reynsla sýnt, að þar fór
engin þýðingarlítil dægurfluga, sem samvinnustefnan var
og ekkert villuljós hefir hún sýnt sig að vera. Hún er
mannlifsbót, sem ár og öld hafa tekið gilda.
Hugsjónir samvinnustefnunnar rætast, þótt engin
þrumurödd boðbera þeirra fari um löndm.
Vér hyllum þá menn — lífs og liðna —, sem færðu fórnir
og liðu fyrir göfugan málstað. Megi minningin um þá gera
oss, hina yngri, sem njótum ávaxtanna af lífi þeirra og
starfi minnuga þeirra orða Gríms Thomsens, að
„. .. . rótarslitinn visnar visir,
þótt vökvist hlýrri morgndögg.“
Þess vegna má sambandið við fortíðina aldrei rofna,
heldur verða oss sívökul hvatning til varðveizlu vors dýra
arfs — þess, er stundleg blessun og samfélagsleg siðabót
má spretta upp af.
Tilheyrendur mínir!
í kvöld hyllum vér sérstaklega einn mann: Jónas Jóns-
son frá Hriflu. Ekki aðeins sem stofnanda Samvinnuskól-
ans og forstöðumanns hans um 30 ára skeið, heldur einnig
sem andlegan leiðtoga islenzkra samvinnumanna um langa
hríð á erfiðum baráttuárum, þegar mikið lá við. Þá var
það hann fyrst og fremst, sem mest og lengst bar hita og
þunga dagsins í sókn og vörn. Vér munum, hve vasklega
hann bar vopn sín, og af hvílíkri vígfimi hann beitti þeim.
— Frækileg barátta Jónasar leiddi til sigurs fyrir fleiri en
gera sér það ljóst — og verður seint fullþökkuð. —
Heill honum — þessum vormanni íslands — og öllum
hinum; öllum þeim ónefndu, sem kenndu þjóð vorri að
„... . sjá og skilja,
hvað vor EINING mikils má“
á vegum slíkrar stefnu, sem samvinnuhreyfingin er.