Samvinnan - 01.05.1949, Qupperneq 38
Auður Jónasdóttir
(1931—1932);
í sambýli við
Samvinnuskólann
ÞF.GAR FORELDRAR mínir criftust heEði pabbi getað
sagt við mömmu: „Eg gef þér alla ást mína, en um
heimili okkar mun jafnan standa nokkur vopnagnýr.“
Skólastjóraíbúðin í Sambandshúsinu var áreiðanlega á
sinni tíð eitt hið gestkvæmasta og „órólegasta“ heimili á
landinu. íbúð okkar og kennslustofiir Samvinnuskólans
voru á sömu hæð og hlið við hlið í húsinu, en 11 metra
langur gangur skildi þær að, og var það forstofa heimilis-
ins. Fyrstu árin var sími foreldra minna líka shni skólans
og á dansleikjum var stundum „marcherað“ úr skólastof-
unura og gegnum ganginn og síðan inn í skólastofurnar.
Var þá oft erfitt fyrir okkur systurnar að fara að hátta og
sofna. Mörg kvöld voru fundahöld í skólanum. Um helgar
voru annað livort fundir, dansæfingar eða skuggamyndir á
vegum skólans, en mörg önnur kvöld pólitískir fundir. Á
50 ára afmæli pabba talaði fjölskylduvinur fyrir minni okk-
ar systranna og sagði, að aðalstarf okkar á heimilinu hefði
verið að svara í síma og fara til dyra, 22 metra í hverri ferð.
Þrátt fyrir fundarhöld og mikinn gestastraum er æsku-
heimilið í Sambandshúsinu í huga okkar systranna eitt hið
samstilltasta og hamingjusamasta, sem við höfum kvnnst.
Það eigum við fyrst og fremst að þakka móður okkar. Það
var líka að miklu leyti henni að þakka og pabbi gat starfað
út á við eins mikið og hann gerði. Heimilið var samstillt,
kennararnir við skólann vinsamlegir og nemendur í skól-
anum alltaf góðir félagar. Heimilið og skólinn varð í vit-
und okkar ein heild. Þó að kuldagustur væri af o^ til í
landsmálum náði það lítið til okkar, af því að samheldnin
í Sambandshúsinu var svo mikil. Þess vegna höfum við syst-
ur fyrst og fremst bjartar og hlýjar endurminningar úr
Sambandshúsinu.
í skálaræðu, sem haldin var fyrir mömmu, sagði ræðu-
maðurinn, að starf hennar væri hið sama og hallarfrúar-
innar á miðöldum. Eiginmaðurinn væri löngum út á við í
bardögum og æfintýrum, en frúin gætti hallarinnar og alls
þess, sem þar þurfti að verja, grædcli þá sem særðust í stríð-
inu og gerði þá færa til að halda áfram sinni iðju. Sá sem
þetta mælti var útlendur stjórnmálamaður, sem var kunn-
ugur lífi manna á íslandi.
Flest börn, sem alizt hafa upp í sambýli við skóla, segja
að það sé ekki að öllu leyti ákjósanlegt. En á okkar heimili
bættist það við að um pabba hefur jafnan staðið meiri styrr
en um flesta samtíðarmenn hans. Auk þess voru á heimil-
inu á hverjum vetri nokkrir dvalargestir og varla man eg
eftir máltíð, sem ekki væru fleiri eða færri gestkomandi. En
þrátt fyrir margþættar annir gáfu foreldrar mínir sér tíma
til að sinna okkur systrunum og gerðu okkur að félögum
sínum. Það hefði verið léttara fyrir mömmu og pabba að
skilja okkur eftir heima þegar þau ferðuðust, bæði heima
og erlendis, en þau tóku okkur alltaf með þegar þau gátu,
og fræddu okkar á skemmtilegan hátt um atburði, sem gerzt
höfðu á hverjum stað, um borgir og fólk, hvers vegna fjöll-
in væru mismunandi að útliti, um heiti trjánna og blóm-
anna o. s. frv. Á þeim aldri, sem margir unglingar eru að
byrja ferðalög, vorum við í þeim efnum sjálfbjarga innan
lands og utan.
Ir 30 ÁRA Samvinnuskólahófi nýlega þekkti eg nöfn
flestra, sem verið höfðu í skólanum þangað til eg flutt-
ist að heiman, og þegar eg renni huganum til baka, eru ótal
skemmtilegar endurminningar tengdar við gamla nemend-
ur, allt frá javí að eg í æsku minni skvetti vatni af svölttm
Sambandshússins ofan á kollana á þeim, eða dansaði á
skólaböllum og var skotin.
Við skólaslit fyrstu árin var oft kaffidrykkja í skólastofun-
um og síðan var komið inn í setustofu, sungið og rabbað.
Að lokum settust allri flötum beinum á gólfið, ljósin voru
slökt og þá hófust mergjaðar draugasögur. Þorðu margir
varla að fara einir heim þau kvöldin, enda var Sambands-
húsið í hinu fræga Skuggahverfi.
Tveir kennarar Samvinnuskólans eru mér sérstaklega
minnisstæðir, faðir minn, sem sagði okkur svo margt
skemmtilegt og fróðlegt utan við námsgreinarnar og
Tryggvi Þórhallsson, sem gerði íslenzkutímana tilhlökkun-
arefni og lífgaði okkur með hressandi söng.
Grímur Einarsson húsvörður var góðkunningi skóla-
fólksins og alltaf vinur okkar Gerðar. Honum þótti sopinn
góður í þá daga, en var jafnan mildur og góðviljaðttr við
alla í húsinit. Einu sinni hafði hann fengið einum of mik-
ið, og átti erfitt með uppgöngu í íbúð sína á efstu hæð. Við
Gerður studdum hann þangað, háttuðum hann og settum
lyklakippuna undir koddann. En svo illa vildi til næsta
morgun, að lyklarnir lokuðust inni. Eg man enn eftir þeim
réttláta vandlætingarsvip sem var á andliti Gríms þegar
hann sagði: „Það geymir enginn heilvita maður lyklana
undir koddanum“.
Eins og eg drap á, voru skólanemendur í raun og veru
partur af heimilinu, miklu fremttr en í flestum heima-
gönguskólum. Þeir leituðu til pabba bæði í sorg og gleði.
Hann var í einu félagi þeirra og ráðgjafi. Við systurnar
fylgdumst með í þessum straum æskumanna og glöddumst
þegar vel gekk fyrir gömlum nemendum.
Nú er Sölvhóll horfinn og Sambandshúsið með öðrum
svip en var, en endurminningarnar frá æskuárunum þar
eru bjartar.
Auður Jónasdóttir
38