Samvinnan - 01.05.1949, Side 40
á öllu sigrazt og á flestu veit skil milli himins og jarðar.
Hann verður hvort sem er svo oft að taka ákvarðanir og
ráða fram úr erfiðleikum einn síns liðs úti í haganum í
samskiptum sínum við duttlungasöm dýr og margbreyti-
leik náttúrunnar. Hann mun þá oft eiga allra beztu
kennslustundirnar í skóla lífsins. har eru þroskamöguleik-
ar unglingsins ótrúlega miklir. Hann geysist fram á fáki
ímyndunaraflsins í mikilleik sjálfs sín. Á þann hátt vex
hann og þroskast oft örara en árin segja til um.
í sambandi við þetta, sem nú hefur verið sagt, og allt
það, sem ósagt er um þroskamöguleika sveitadrengsins,
verður mér á að hugsa til kaupstaðarunglingsins. Hann á
sannarlega kröpp kjör við allsleysi götulífsins. Honum mun
alveg eðlilega veitast örðugt að skynja hina sönnu fegurð
lífsins og njóta hennar, sem birtist sveitadrengnum í
hverju litskrúðugu blómi, sem blaktir, hverju strái, sem
grær, og hverri lííveru, sem móðir náttúra elur við brjóst
sér.
2. Togarasjómaður.
Eg er 23 ára gamall, og tel mig fullharðnaðan karlmann.
Það er laugardagur fyrir páska, klukkan laust fyrir 6 að
morgni. Eg er háseti á togara. „Óvaningur“. Við erum á
fiskiríi fyrir Suðurlandi í roki og allmiklum sjó. Skipið
rykkist til á kröppum öldum. Eg ligg vakandi í „koju“
minni í „lúkarnum“ á togaranum Arinbirni hersi. í lúk-
arnum eru 20 kojur í þrí- eða fjórsettum röðum með öllum
veggjum. Gólfplássið er eflaust innan 10 m2. Hitinn er rúm
30° C., andrúmsloftið er daunillt, því að margir höfðu
verið sjóveikir liinn fyrsta sólarhring á sjó eftir nokkurra
vikna landlegu. Það er hrópað niður í lúkarinn: „Ræs!“,
sem þýðir að við eigum að hypja okkur upp á dekk til
vinnu. Mér er sagt fyrir verkum á máli, sem eg varla skil.
Það er „sjóaramál". Rödd sjómannanna er dimm og hás,
en há til að heyrast skuli yfir hvininn í rá og reiða, öldu-
skellum og skvampi hafsins. Á dekkinu liggur fiskkös og
hásetar í óða önn í aðgerð. Mér er sagt að bera lifrarkörfu
aftur á. Eg þríf körfuna og legg af stað aftur með. Eg er
þungur á mér og stirður í sjóstakknum og klofstígvélum.
Dekk skipsins er glerhált af fiskslori og sjó. Aldan kastar
togaranum upp og niður og til hliðar í snöggum rykkjum.
Eg kunni ekki að stíga ölduna og endaslengdist því með
lifrarkörfuna. Þá heyrði eg ægileg öskur frá hásethópnum
með verri formælingum en eg hafði áður vitað að til væru
í íslenzkri tungu. Mér skildist íljótlega, að eg hafði gerzt
sekur um að kasta fyrir borð nokkrum skilding af lifrar-
hlut hásetanna, var því ekki að undra, þótt þeir sendu mér
tóninn. Eg fór næstu ferð með lifur og datt nú ekki. Veðrið
var vont og mikill sjór. Eg heyrði „kallinum í hólnum“, en
svo var skipstjórinn nefndur, formælt fyrir að toga í svona
vondu veðri. Sjórinn gekk látlaust yfir skipið, og þótt eg
væri í nýjum stakk, varð eg fljótt holdvotur. Olli þar mestu
um, að eg ekki kunni að verjast ágjöfunum og fékk því ís-
kaldan sjóinn niður með hálsmálinu, bæði niður bak og
brjóst. Það var 12 tíma uppistaða, og þótt eg væri svo hepp-
inn að vera ekki sjóveikur, leið mér óskaplega illa þenna
dag. Og þannig gekk það til í sex sólarhringa; þá höfðum
við fyllt skipið af fiski og sigldum því til Reykjavíkur að
landa.
Mér hefur aldrei, hvorki fyrr né síðar, liðið eins illa og í
þessa sex sólarhringa, sem fyrsti túr togarans tók. Eg varð
sár og bólginn á liöndum og í andliti og mjög þjakaður á
öllurn líkamanum og jafnvel á sálinni líka. Mér fannst eg
aðeins liafa mætt skömmum og svívirðingum hjá hásetun-
um og vanþakklæti fyrir allt, sem eg þó reyndi að gera eftir
beztu getu. Síðar skildi eg, að félagar mínir voru aðeins að
herða óvaninginn og sjóa mig sem kallað var. Eg kveið
mikið fyrir að fara um borð aftur og út í sjó, og mér fannst
eg í rauninni vera svo lasburða, að ekki væri líklegt að mér
tækist, að rísa úr kojunni og standa að vinnunni á dekk-
inu. Ef svo færi, vissi eg, að afmunstrun biði mín við næstu
löndun. En nú fór brátt að ganga betur, eg vandist vinn-
unni, sjónum og hásetunum og fór að fella mig furðu vel
við allt um borð.
Eg hafði aldrei hugsað mér að verða sjómaður. Þessi ver-
tíð á togara var aðeins farin af illri nauðsyn til að afla mér
fjár til búnaðarnáms erlendis. Ef eg hefði þá séð nokkurn
annan möguleika til að afla þess fjár, hefði eg aldrei farið
neinn túr á togara og áreiðanlega ekki nema einn.
Á miðju sumri kvaddi eg togaravistina. Viðhorf mitt var
nú æði breytt frá fyrstu dögunum um borð. Nú var svo
komið, að eg hugsaði í alvöru um að gerast sjómaður fyrir
lífstíð. Þegar til kom heillaði sjórinn mig alveg ótrúlega.
Eg hafði nú lítillega kynnzt starfi og lífi sjómannanna og
fundið, að oft var það erfitt og hættulegt, en líka hressandi
og kröftugt líf. Það má með sanni segja, að á sjó er annað
hvort að duga eða drepast. Kjörorð sannra sjómanna er þó
vissulega að duga og drepast ekki. Skammdegisnóttin með
illviðrum og frosti er dimm og köld, en hin bjarta sumar-
nótt með miðnætursól er töfrandi og rómantísk, jafnvel um
borð í togara. Eg fullyrði, að eg hef aldrei verið þreyttari á
líkama og sál en fyrstu dagana, sem eg var um borð í togar-
anum, en eg hef heldur aldrei hvílzt eins vel og í kojunni
þar. Og enn þann dag í dag nýt eg svefns og hvíldar hvergi
betur en um borð í skipi.
Eins og eg gat um áðan, taldi eg mig fullharðnaðan, áð-
ur en eg t'ór til sjós. Eftir togaravistina vissi eg, að svo hafði
ekki verið. — Hvernig svo sem það hljóðar til þeirra, sem
þetta lesa, þá er það samt satt, að sannarlega vildi eg ekki
hafa farið á mis við þann þátt í skóla lífsins, sem eg naut
sem togarasjómaður.
3. í Samvinnuskölanum.
Enda þótt eg telji mig ekki ,,langskólagenginn“, hef eg
stundað nám í eftirtöldum skólum: í barnaskóla aðeins
tvo vetur og aðeins átta vikur hvorn. í Bændaskólanum á
Hvanneyri tvo vetur, Samvinnuskólanum einn vetur,
Landbúnaðarskólanum í Kaupmannahöfn þrjú ár og í
Askov á Jótlandi eitt sumar. Vistarinnar í öllum þessum
skólum minnist eg með þakklæti og hlýju og vildi ekki hafa
verið án hennar.
Þegar eg fór í Samvinnuskólann hafði eg ekki hugsað
mér að verða verzlunarmaður, heldur var tilgangur minn
með veru minni þar fyrst og fremst sá, að afla mér nokk-
40