Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.05.1949, Blaðsíða 41
Þormóður Pálsson (1934—1936): ÞRJÚ KYÆÐI BARN Á meðan blóð þitt blundar vœrt og rótt og bernskan heldur vörð um riki sitt, eg fagna með þér, bliða barnið milt. En árin frysta bráðum brosið þitt, er blceju sinni vefur þögul nótt um bugað hjarta, þjakað, þreytt og mótt. Þó ennþá hafi bernskan stundarbið og blœkyrr séu draums þins vængjatök, þig beygja seinna tímans römmu rök. Því œskan krœkir aldrei fyrir vök, og ævintýrin lokka á dýþstu mið, en hrannir lifsins gefa engum grið. Þú sefur, barn, en timinn flýgur fljótt, það fúna stofnar, gránar öldungs hár, og þú ert vaxinn eftir nokkur ár. Og bráðum verð eg fallinn, fölur nár, á flótta þú um auðnarþögla nótt, með bugað hjarta, þjakað, þreytt og mótt. AÐ LIÐNUM ÁRUM Þó liði árin án endurfundar og œði stormar við gluggann minn, mitt hjarta geymir til hinztu stundar i hljóði fögnuð og trega sinn, þvi minning þin er sem barn, er blundar með bros á vörum, en tár á kinn. Er lindir flæða og litir skarta í Ijóma vorsins, eg heilsa þér með söng á vörum og söng i hjarta frá seið þess tima, sem horfinn er, og sæludraumana signi bjarta, er sólin roðar hin yztu sker. ÞÚ Sem flögri fugl á grein svo frjáls, en ung og veik þú lékst þér létt og hrein að lánsins fífukveik, en brautin slétt og bein við barnsins glaða leik, unz eftir stóðstu ein og ævintýrið sveik. Sem rekald reiðalaust þig rak að kaldri skor, og þitt var tapað traust, þin trú og æskuþor. Og nú er húm og haust og hélað hvert þitt spor, þín fleyta færð i naust og framar aldrei vor. urrar almennrár menntunar. Eg varð heldur ekki fyrir von- brigðum í þeinr efnum. Þrátt fyrir þá staðreynd, að náms- greinar Samvinnuskólans séu eðlilega miðaðar við að ala upp og brautskrá verzlunar- og kaupsýslumenn, og á þeim vettvangi hafi skólinn staðið vel að verki, þá er hitt ekki síður athyglisvert, að fjöldi Samvinnuskólamanna hefur staðið og stendur í fylkingarbrjósti margra athafna- og at- vinnustétta landsins. Við Samvinnuskólanemendur skilj- unr, að þetta muni svo vera. Innan þessa skóla ríkir sá frjáls- lyndi andi, sem fær nemendurna til að hugsa um fleira en verzlun og kaupsýslu. Eg á nrargar dýrmætar endurminningar frá veru minni í Samvinnuskólanum. Þar var ánægjulegt samstarf og góð- ur félagsskapur við nemendur og kennara. Þótt húsakynnin væru í þrengra lagi, var þar samt vítt til veggja og hátt til lofts. Þar fékk eg undirstöðufræðslu í félagsfræði og fagur- fræði. Hvort sem einhverjum sýnist, að slík fræði eigi ekki mikið skylt við verzlun, þá hafa þau komið mér að meiri notum en margt annað nytsamt, sem eg hef numið. Eg tel mig ekki hafa þroskazt annars staðar meira andlega og á jafn skömmum tíma en einmitt í Samvinnuskólanum. Þar fékk eg eitt það bezta veganesti og beztu leiðbeiningar hjá Jónasi Jónssyni skólastjóra, sem eg hef notið í skóla lífsins. Runólfur Sveinsson. 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.