Samvinnan - 01.05.1949, Síða 42
Leifur Haraldsson
(1934—1935):
Ný samvinnulireyfing
'ÍN.C
SKÓLI samvinnumanna hefir nú starfað í þrjátíu ár.
A liverju hausti koma ungmenni til skólans og dvelja
þar einn eða tvo vetur við bóklegt nám. Að því búnu
hverfa þau aftur til daglegra starfa í j:>jóðfélaginu.
Nokkur liluti þesa fólks er fætt og alið upp í samvinnu-
byggðum landsins og þekkir anda og starf samvinnufélag-
anna. Það fer í skóla samvinnumanna vegna þess, að það
er í andlegum tengslum við stefnu skólans. Aðrir koma
þar af tilviljun og án J;>ess að þekkja samvinnufélögin, sögu
þeirra, daglega baráttu og framtíðarverkefni.
Ur báðum þessum fylkingum skólanemenda liafa kaup-
félögunum borizt nýtir liðsmenn, ýmist beint í starfslið
sitt eða í félagsmannahópinn. Skólinn .hefir jjannig beint
og óbeint orðið til þess að þroska og skapa nýja sam-
vinnumenn. Þótt honum hafi að sjálfsögðu verið á margan
hátt áfátt sem verzlunarskóla, hefir hann hins vegar alla
tíð verið mjög prýðilegur samvinnuskóli. Forgöngumenn
skólans og samvinnumenn allir munu líka fyrst og fremst
ætlast til þess, að jafnhliða því sem hóflegt kapp er lagt á
almenna bóklega fræðslu, sé þess gætt, að þroskun sam-
vinnuhugsunar sé meginþáttur skólastarfsins.
Kaupfélögin leggja árlega fram allmikið fé til reksturs
Samvinnuskólans. Þau leggja fé til fræðslustarfsemi vegna
þess, að þeim er ljóst, að aukin þekking og skilningur á
starfi félaganna er hornsteinn framtíðarbyggingarinnar.
Sú staðreynd blasir þó við, að þrátt fyrir mikil og heilla-
drjúg störf félaganna, sem bætt hafa afkomu fjölda fólks
og skapað fjárhagslegar og félagslegar framfarir, þrátt fyrir
allmikla fræðslustarfsemi, skortir þó verulega á, að sæmi-
legur skilningur sé á tilverurétti J^eirra og starfi hjá stór-
um hluta þjóðarinnar og þar á meðal stjórnmálamönnum,
sem pólitísk rök mæla með að ættu að hafa samstöðu með
kaupfélögunum.
Vegna sjúkleika fjárhagslífs þjóðfélagsins hafa stjórnar-
völdin orðið að gera ýmsar óvenjulegar ráðstafanir á síðast-
liðnum árum. Boð og bönn, lög og fyrirmæli eru tákn yfir-
standandi tíma. Þessar ráðstafanir hafa alveg sérstaklega
náð til verzlunarmálanna.
Því verður ekki neitað, að með mörgum fyrirmælanna
hefir ríkisvaldið gengið feti lengra en góðu hófi gegndi, og
á sama tíma og flestar stéttir hafa barizt fyrir „kjarabót-
um“, hafa þeir, sem annast vörudreifinguna, orðið að sætta
sig við stjórnskipaða „kjaraskerðingu".
Því skal ekki neitað, að margar þær ráðstafanir ríkis-
valdsins, sem hér er átt við, hafa verið ill en óhjákvæmi-
leg nauðsyn, vegna sjúkleika tímanna. Hitt er svo líka
staðreynd, sem þó hefir ekki fengizt viðurkennt til þessa,
FORVÍGISMENN samvinnuhreyfingarinnar á Íslandí
hafa aldrei gleymt því, sem stendur í helgri bók, að
maðurinn lifir ekki á einu saman brauði. Þeir hafa líka
vitað frá öndverðum dögum kaupfélagsskaparins, að í elztu
kaupfélagssamþykktinni, samþykkt hinna marglofuðu vef-
ara í Rochdale, er kalla mætti stofnskrá þessarar stórmerku
heimshreyfingar, er jafnrík áherzla lögð á það ætlunarverk
félagsskaparins að auka við og efla almenna menntun fé-
lagsmanna og að drýgja þeim ónógan framfærslueyri.
Um daga samvinnuhreyfingarinnar, rösk hundrað ár,
hefur geysimikil breyting orðið til batnaðar á kjörum al-
þýðu með jjeim jDjóðum, sem bezt eru menntar, og þá ekki
hvað sízt hér á landi, þar sem „stéttarmunur“ er sjálfsagt
mun minni en í nokkru öðru þjóðríki.
Hin breytta aðstaða til skólagöngu og almennrar mennt-
unar, samfara aukinni velmegun, hefur líklegast orðið til
þess öðru fremur að loka auguin þorra kaupfélagsmanna
fyrir félagsmenningarlegu gildi samvinnunnar. Þróun hef-
ur orðið svo hraðfleyg hérlendis á flestum sviðum, að segja
má, að við höfum farið á sjö áratugum þá þróunarbraut, er
aðrar Jojóðir tók jafnmargar aldir. Hetjuleg barátta frum-
herja kaupfélaganna og annarra félagsmálahreyfinga al-
þýðu er Jdví í augum þeirrar kynslóðar, sem nú er að kom-
ast til manns, álíka fjarlæg og Sturlungaöld og vafin svip-
að ríkisvaldið hefði ekki getað haldið uppi þeirri stefnu í
verðlagsmálum, sem fylgt hefir verið á seinustu árum, ef
kaupfélögin hefðu ekki verið til. Þegnskapur kaupfélag-
anna hefir verið stoð ríkisvaldsins. Að sjálfsögðu er þó
hægt að ganga lengra á þeirri braut, sem farin hefir verið
að undanförnu, en fyllsti velvilji og þegnskapur fær þolað.
einkanlega þegar svo virðist sem handhafar ríkisvaldsins
meti að engu þann stuðning, er þeir hafa beint og óbeint
hlotið af verzlunarstarfsemi kaupfélaganna, og félögin
virðast nær frekar gjalda en njóta þegnskapar síns.
AÐ er hægt að tala um tvenns konar samvinnuskóla.
Annars vegar er skólinn, sem kaupfélögin starfrækja í
Reykjavík, hins vegar er hin daglega barátta samvinnu-
manna í landinu, skóli lífsins. Það hefir verið og er þýð-
ingarmikið, að ungmenni þau, sem fara í Samvinnuskól-
ann til námsdvalar, leggi sig fram til þess að ná sem bezt-
um árangri með skóladvölinni. Hitt er líka nauðsynlegt,
að samvinnumenn landsins í heild leggi sig fram og haldi
fast á málstað og rétti kaupfélaganna.
Hjörtur Ó. Hjartar.
42