Samvinnan - 01.05.1949, Side 45
og guðspjallið segir frá. Slíkir helgileikir urðu brátt tíðir
á hátíðisdögum kirkjunnar og voru fluttir á latínu af
prestunum sjálfum. En að því kom, að efni leikjanna
sveigðist æ meir að veraldlegum hlutum, eins og þegar
Pétur og Jóhannes hlaupa hvor í kapp við annan til grafar
Krists, eða þegar María fer að kaupa smyrsl hjá kaupmann-
inum.
Þarna er frækornið, sem hinir veraldlegu leikir miðald-
anna spretta úr. Persónum leikjanna tók að fjölga, og ein
þessara nýju var augsýnilega neðan frá víti, og nú var
leikjunum þokað út úr kirkjunum. Fyrst á kirkjutröpp-
urnar, en þaðan fluttust þeir út á torgin eða kirkjugarð-
ana. Orsök þess, að helgileikir munu ekki hafa verið sýndir
í kirkjum hér á landi, mun vera fæð klerka og latínulærðra
manna, en eigi sú, að íslenzkir kennimenn hafi verið þeim
ókunnugir. í Sturlungu og Biskupasögum er víða getið
um dansleiki og danskvæði, en lýsingu á dansleikjum hér
á íslandi frá þessum dögum er ekki að finna.
Hér mun vera um að ræða hinn franska hringdans, þar
sem kveðið var undir dansinum, og var sá skáldskapur oft
lélegur og orðaval ófagurt. Er í einum stað talað um
„klækilegar vísur og hæðilegar og óáheyrilegar", enda
lagðist kirkjan á móti þessum leikjum, svo að þegar slíkur
dans er stiginn í kirkju á sjálfa jólanóttina, þá lætur þjóð-
trúin jörðina opnast og svelgja hinar léttúðugu sálir.
En hrörnandi híbýli, drepsóttir og hallæri urðu ekki
síður þessum alþýðuskemmtunum, sem ýmist voru nefnd-
ar vaka, vökunótt, gleði, dans eða dansleikur, að fjörtjóni
en bönn og forboð kirkjunnar. Og fólksfæðin og strjál-
býlið áttu sinn þátt í því, að vér eignuðumst ekki þjóð-
legar dramatískar bókmenntir eins og ítalir, Spánverjar,
Erakkar, Englendingar og Danir.
Með Herranóttunum í Skálholtsskóla er talið að leik-
sýningar hér á landi hefjist, en um aðdraganda þeirrar
sýningar er margt óljóst. Fyrsta íslenzka leikritið, sem
talið verður, er „Sperðill“ eftir Snorra Björnsson prest á
Húsafelli. Leikrit þetta er talið samið um 1760. Þar með
hefst saga íslenzkrar leikritunar, og um leið vex áhugi
manna á leiklist, sem er nú orðin mjög almennur um land
allt. Það er tæknilegum möguleikum að þakka, að fyrir
um tveimur og hálfum áratug kemur fram nýtt form leik-
rita, en það eru útvarpsleikritin. Árið 1930 var í fyrsta
sinn flutt leikrit hér í íslenzka ríkisútvarpinu, og síðan
hafa margir freistað þess að skrifa leikrit ætluð til flutn-
ings í íslenzka útvarpinu. Utvarpið hefir einnig orðið til
þess, að kynna þjóðinni mörg góð leikrit bæði íslenzk og
erlend. En samt sem áður hefur val útvarpsleikrita verið
með losarabrag og illa búið í haginn fyrir þá, sem að leik-
listarstörfum hafa unnið hjá útvarpinu. Útvarpið hefur
að vf-su unnið mikið starf í þágu leiklistarinnar, en það
gæti á margan annan hátt stuðlað að aukinni og batnandi
leikstarfsemi út um byggðir landsins, t. d. með því að
taka upp fræðslustarf um ýmislegt, er leiklist og leiksviðs-
tækni varðar.
INNAN skamms mun svo önnur stofnun, Þjóðleikhúsið,
hefja starf sitt, en við þá stofnun eru tengdar þær von-
ir, að þá hefjist nýtt tímabil í sögu íslenzkrar leiklistar
Erlendur Einarsson
(1939—1941);
Skroppið
í undirheima
AÆTLUNARBÍLLINN brunar áfram eftir veginum,
sem liggur frá borginni E1 Paso í Texas til Carlsbad-
hellanna í New Mexico. Við erum fjórir íslendingar á
ferðalagi um Bandaríkin og lögðum af stað þann 9. maí,
daginn eftir Evrópu-friðardaginn. Ferðafélagar mínir eru
þeir Axel Helgason, lögregluþjónn, Reykjavík, Steingrím-
ur Karlsson, framkvæmdastj., Reykjavík og Sveinn Elías-
son, bankabókari, ísafirði. Við höfum ferðazt í áætlunar-
bílum Greyhound-félagsins alla leið frá New York, en höf-
urn stanzað víða á leiðinni til að skoða ýmsa merkilega
staði, sem skráðir voru í ferðaáætlun okkar. í dag ætlum
við að skoða einn þessara staða, hina frægu Carlsbad-hella.
og leikritunar. Þjóðleikhúsinu verður ekki unnt að ná til
landsmanna jafnalmennt sem ríkisútvarpið, en verksvið
þess hlýtur að liggja víðar en í sjálfri höfuðborginni. Það
á að vera miðstöð þeirra mörgu leikfélaga, sem starfandi
eru um allt land, og veita þeim stuðning í starfi þeirra.
Á rneðan leikstarfseminni er þannig farið, að leikfélögin
starfa án samstarfs sín á milli, þá hlýtur starfið að vera
ýmsum erfiðleikum bundið. Erfitt er um öflun alls þess,
sem leiðsviðið varðar, og sömuleiðis allt, er lýtur að gerfi
leikendanna. Þá er ótalið stærsta atriðið, en það eru sjálf
leikritin. íslenzkar bókmenntir eru ekki auðugar af leik-
ritum úr íslenzku þjóðlífi. Þau, sem við eigum af slíku
tagi, eru mörg þannig úr garði gerð, að þau eru ofvaxin
leikflokkum í fámennum byggðum. Leikritagerð er erfið
viðfangs, og hér á íslandi hefur hún ekki orðið til fjár,
nema þá ef til vill á allra síðustu árum. Hér þyrfti Þjóð-
leikhúsið að hlaupa undir bagga með því að efna til sam-
keppni um hæfilega löng og fjölmenn leikrit með efni úr
íslenzku þjóðlífi að fornu eða nýju. Slík samkeppni getur
orðið til þess, að hvetja áður lítt kunna höfunda til átaka
við verkefni, sem skilar góðum arði, ef vel lánast. Þjóð-
leikhúsið þyrfti einnig að geta séð um útgáfu þessara leik-
rita og vera í öllu ráðgefandi fyrir leikfélög, skóla og aðra,
sem vilja starfa að þroskandi og heilbrigðu skemmtana-
lífi með leiksýningum í heimavistum sínum. Með því að
ráða leiðbeinanda, sem ferðaðist á milli, mundi á enn
einn hátt verða unnið að þessu með festu og dugnaði. Það
er ekki ætlunin að gera alla, sem að þessu vilja vinna, að
leikurum eða leikritahöfundum. Til þess starfs eru margir
kallaðir en fáir útvaldir. En almennur áhugi mun stuðla
að því, að íslenzk leiklistarstarfsemi verði merkur þáttur
íslenzkrar menningar, — menningar, sem ræktar góða
drengi og batnandi.
Sveinbjörn Jónsson.
45