Samvinnan - 01.05.1949, Page 46

Samvinnan - 01.05.1949, Page 46
Við lögðum af stað frá borginni E1 Paso, sem er á landa- mærum Texas-fylkis og Mexico, klukkan hálf átta í morg- un, í glampandi sólskini og steikjandi hita. Við erum nú komnir góðan spöl út fyrir borgina, og við okkur blasir ein af hinum frægu sléttum Texas, þar sem kúrekarnir þeysa um á liestum sínum í kringum nautahjarðirnar. Við ökum nú fram hjá einni nautahjörðinni, sem í eru um eitt hundrað 'naut, og þau baula og þyrla upp ryki, þegar þau hlaupa meðfram veginum. Tveir kúrekar hafa nóg að gera að lialda þeim í skeljum. Mér detta í hug sögur, sem eg hafði áður lesið, þegar eg var strákur, um bardaga kúrek- anna við Indíána og slétturæningja. Eg kannaðist við landslagið úr þessum sögum og fór ósjálfrátt að rifja upp efni þeirra. Sléttan, sem við ökum yi’ir, er hálfgerð eyði- mörk, því að liér rignir mjög lítið, en gróður er hér samt talsverður. Mest ber á kaktusum, allt frá örsmáum kaktus- tegundum, sem prýða glugga íbúðarhúsa, og upp í risa- kaktusa, sem eru marga metra háir og hafa hinn fáránleg- asta skapnað. Auk þess er hér mikið af litskrúðugum blóm- um, og náttúran hefur blandað þessum gróðri þannig, að sléttan verður einkennilega fögur. Bíllinn heldur áfram, og sléttan er nú senn að baki okk- ar. Landslagið fer nú að breytast.og við taka hæðadrög með þverhníptum klettum. Eru þetta rætur Guadalupe-fjall- anna. Við ökum inn í New Mexico-fylki, og klukkan liálf tólf erum við staddir við Carlsbad-hellana, í einum af þjóð- görðum Bandaríkjanna. Hér sér maður einkennisklædda verði, sem gæta eiga staðarins og greiða götu ferðafólksins. Stærð Carlsbad-hellanna er ennþá ókunn, þótt eytt hafi verið geysimiklu fé og tíma í að kanna þá, og árlega finnast nýir og nýir hellar og hvelfingar langt niðri í jörðinni. Það hafa þegar verið rannsökuð svæði, sem eru margar mílur á lengd, og virðast svæði þessi skiptast í hæðir misjafnlega langt niðri frá yfirborði jarðar. Hæðir þessar eru aðallega þrjár: 229 metrar undir yfirborði jarðar, 275 metrar og 403 metrar. Árið 1939 var Carlsbad-þjóðgarðurinn stækkaður mjög mikið eða upp í 49 þúsund ekrur. Á þessu svæði hafa fundizt margir hellar, auk aðalhellanna, og í sumum þeirra liafa fundizt menjar eftir menn, sem byggðu þetta land í fornöld. Hafa sumir hellanna verið notaðir fyrir grafir fornmanna, og hafa í þeim fundizt mannabein og aðrar fornleifar. Talið er, að spanskir landnámsmenn hafi farið nálægt hellunum í einni af landkönnunarferðum sínum, nokkru eftir að Columbus fann Ameríku. Fyrsti leiðangur hvítara manna, sem fór frá austurströndinni til Kaliforníu, fór skammt frá Carlsbad-hellunum, og síðar var þessi leið oft farin af þeim, sem leituðu gulls í Kaliforníu. En margir leiðangrar urðu hér Indíánum og slétturæningjum að bráð og ýmsar leifar eins og vagnhjól og hlutar úr vögnum þess- ara óhamingjusöinu leiðangursmanna, hafa fundizt nálægt hellunum. Fyrsti hvíti maðurinn, sem vitað er að hafi kannað hellana, var kúrekinn Jim White. Var það árið 1901, þegar Jim var að byggja nautagirðingar skammt frá hellunum, að hann sá líkast svörtu reykskýi koma upp úr jörðinni, ekki alllangt frá sér og þegar hann gætti betur að, sá hann, að reykskýið voru lifandi verur, þúsundir af leð- urblökum, sem komu fljúgandi út úr myrku hellisopi. Eitt af undrum Carlsbad-hellanna eru leðurblökurnar. Á hverju kvöldi, þegar skyggja fer, nema á þeim tíma, sem leðurblökurnar eru í dvala (a tímabilinu október til apríl), má sjá milljónir af þeim koma fljúgandi út úr hellunum, skipta sér í liópa og fljúga síðan út í myrkrið. Tilgangur þessara næturferða leðurblökunnar er að afla sér matar og vista. í þrjá klukkutíma streyma þær út úr hellunum og koma ekki til baka aftur, fyrr en rétt fyrir sólarupprás, með veiði sína, sem er alls konar skorkvikindi. Hefur verið áætláð, að um 3 milljónir leðurblaðkna fljúgi á hverju kvöldi út úr hellunum, og að næturveiði þessara þriggja milljóna kvikinda vegi rúmlega 11/2 tonn. Á daginn halda þær kyrru fyrir á vissum stað í hellunum, og hanga þá í stórum þyrpingum á afturlöppunum neðan í hellisloftinu. Á tímabilinu frá október til apríl hvert ár eru þær í dvala og hanga í sömu stellingum og virðast næstum líflausar. Klukkan er nú 12 á hádegi, og við ferðalelagarnir höfum keypt okkur aðgangseyri að hellunum og erum nú tilbúnir að leggja af stað niður í undraheiminn, sem er marga metra undir yfirborði jarðar. Stór hópur ferðafólks ætlar að verða okkur samferða, og við höfum fengið leiðsögu- mann og virðist full þörf á því. Hellisopið blasir nú við okkur kolsvart og gínandi. Áður en haldið er lengra, segir leiðsögumaðurinn okkur, með fáum orðum, sögu hellanna og lýsir þeim í stórum dráttum. Við göngum nú inn um hellisopið, sem er mjög stórt, og nemum staðar í stórri hvelfingu rétt innan við opið. Leið- sögumaðurinn kveikir nú á nokkrum af liinum 800 raf- magnsljósum, sem lýsa upp hellana, og sést nú hvelfingin vel. Við erum stödd í forsal hellanna, sem er geysistór, en hefur ekkert annað sérstakt við sig. Við höldum áfram nið- ur á við, og leiðsögumaðurinn kveikir alltaf á nýjum og nýjum rafmagnsljósum, sem lýsa okkur leiðina. Eftir að við höfum gengið um það bil einn og hálfan kílómetra, gegnum krókótt göng og hvelfingar, komum við í stóran sal, sem er upplýstur með mjög fallegum ljósum. Slík salar- kynni hef eg aldrei fyrr augum litið, og eg dáist að verkum náttúrunnar í 229 metra dýpt niðri í jörðinni. Þetta er sannkölluð undrahöll. L.oft og veggir eru jraktir kalkspat- kristalmyndum í ýmsum litum, en mest ber á ljósum lit. Misjafnlega langir og breiðir kristalströnglar hanga niður úr loftinu og mynda hinar einkennilegustu myndir. Þetta er líkast klakaströnglum í frosnum fossi. Rafljósunum hef- ur verið komið jrannig fyrir, að birtan af þeim setur sér- kennilegan og rómantískan blæ á umhverfið, og kristall- arnir glitra líkt og gimsteinar. Leiðsögumaðurinn skýrir okkur nú frá því, að það hafi tekið náttúruna um 60 mill- jónir ára að gera þetta furðuverk kristallsmynda. — Við höldum áfram og komum í einn salinn á fætur öðrum, sem allir hafa sína sérstöku fegurð og einkennileika. Hafa salir þessir verið skírðir og heita m. a. „Stórisalur", „Konungs- höll“, „Drottningarsalur" og „Risasalur“. Loks komum við í litla hvelfingu sem gerð hefur verið að veitingastofu. Eru hér borð og stólar og önnur þægindi. Er veitingastofan um 240 metra undir yfirborði jarðar. Hér er staldrað við, og fáum við okkur hressingu og skrif- um á póstkort til ættingjanna heima á íslandi og póst- leggjum þau síðan, því að þarna niðri er sérstakt pósthús. Ferðalagið um hellana er nú á enda. Við förum með raf- 46

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.