Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1949, Qupperneq 52

Samvinnan - 01.05.1949, Qupperneq 52
Höfundatal Við samningu þessa höfundatals hefur fyrst og fremst verið farið eftir upplýsingum höfundanna sjálfra. Haia þær eðlilega verið misjafnlega nákvæmar og sumir jafnvel látið nægja að vísa til prentaðra heimilda. Til samræmis hefur í einstökum tilvikum orðið að draga lítillega saman þær heimildir, sem fyrir hendi vortt, en auka að sama skapi við aðrar. eftir beztu heimildum, sem völ var á. — Horfið var að því ráði, að kynna einungis þá höfunda þessa heftis, er verið liafa nemendur Samvinnuskólans, og var þá að sjálfsögðu enginn undan tekinn, þótt forvitnum lesanda kynnu að vera til- tækar prentaðar heimildir um suma þeirra, eigi síður en þá forvígismenn skólans, er kveða sér hljóðs á þessu ritþingi. AuÖur Jónasdóttir segir svo í bréfi til Sam- vinnunnar: „Ég fæddist 1. aprfl 1913 í stofu á Skólavörðustíg, þar sem Samvinnuskólinn starf- aði fyrst í Reykjavík 1918. I>á var ekki kennt í Kennaraskólanum, svo að foreldrar mínir voru það ár að mestu leyti norður í Hriflu. Eflir það var ég á bernsku- og æskudögum í Sambandshús- inu á vetrum, en oftast annars staðar á sumrin. Sumarið 1925 var ég með foreldrum mínum í nokkra mánuði í smáþorpi í Harðangri, en tveim árum síðar, undir sömu kringumstæðum. við sjó í Frakklandi. Þess á milli var ég að sumri til í Firði í Mjóafirði, Búlandsnesi og á Selfossi. Eftir að skólinn var byggður á Laugarvatni var ég þar öðru hvoru mörg sumur. Veturinn 1927— 29 var ég óreglulegur nemandi í Samvinnuskól- anum og tók kennslu í einkalímum í ýmsuin greinum. Árið 1931 vorum við systur í fyrsta sinn til dvalar erlendis, þá í Danmörku, Svfþjóð og Englandi, án þess að vera með foreldrum okk- ar. Tveim árum síðar var ég svo nærri heilt ár á hússtjórnarskóla í Stokkhólmi. Eftir að ég kom heim, skrifaði ég um stund í kvennasíðu Sam- vinnunnar um hússtjórn og mataræði. Ég hafði þannig á æskuárunum séð margt og komið víða, en nú brcytti ég um, settist um kyrrt, fór að hugsa um bú og börn og undi því bezt." Baldvin Þ. Kristjúnsson, f. 9. apríl 1910 að Stað í Aðalvík. Ólst upp í Hnífsdal. í Núpsskóla 1927—29. í Samvinnuskólanum 1929—31. í sam- vinnulýðháskólanum að Jakobsberg í Svíþjóð 1937—38, með námsstyrk sænska samvinnusam- bandsins. Framhaldsnámskeið í samvinnuskólan- um Vár gárd vorið 1948. Sjómaður frá ferming- araldri fram yfir tvítugt, nema námsvetuma. Aðalbókari og gjaldkeri Síldarútvegsnefndar á Siglufirði frá stofnun hennar 1935 til ársloka 1944, að undanskildum 2 síðustu sumrunum; þá trúnaðarmaður Siglufjarðarkaupstaðar við virkj- un Skeiðsfoss í Fljótum. Erindreki Landssamb. ísl. útvegsmanna 1. marz 1945—30. sept. 194G: stofnaði þá m. a. flest útvegsmannafélög í L. í. Ú. og sá um inngöngu útvegsmanna i hina nýstofn- uðu innkaupadeild þess. Erindreki S. í. S. síðan 1. okt. 1946. Nokkur ár í stjórn Verklýðsfélagsins Baldurs á ísafirði og form. F. U. J. þar um tíma. Varaformaður Kaupfél. Siglfirðinga 3 ár og full- trúi á aðalfundi S. í. S. Mörg ár forrn. Siglu- fjarðardeildar Norræna félagsins og Vestfirðing:i- félagsins á Siglufirði. í stjórn Alþýðuflokksfél. á Siglufiröi og fulltrúi þess á flokksþingi. Síðast form. fulltrúaráðs Alþýðuflokksfélaganna þar. Frambjóðandi Alþýðuflokksins í Borgarfjarðar- sýslu 1946. Framkvæmdarstjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (ísl.deild) veturinn 1948. Fyrsti ritstjóri blaðsins „Síldin“, málgagns Lands- sambands síldarverkunarmanna. Ilenedikt Gislason, f. 21. des. 1894 á Egils- stöðum í Vopnafirði. Búfræðingur Eiðum 1913. í Samvinnuskálanum 1918—1919. Bóndi á Egils- stöðum 1921—1928, í Hofteigi á Jökuldal 1928 —1944. Fjárríkasti bóndi í landinu árin 1941 — 1943 600 að vetri,, um 1130 á fjalli). Formaður búnaðarfél. 17 ár, í hreppsnefnd 7 ár, safnað- arfulltrúi 4 ár, form. ungmennafél. nokkur ár, form. Bústofnsleigufélags Vopnfirðinga. Mætti sem fulltr. á fundum Búnaðarsamb. Austurl. fra 1914. Fyrirlestrarferð fyrir S. í. S. um Suð- ur- og Suðausturland febr.—apríl 1922. Hefur átt heima í Reykjavík síðan 1944 og stundað mest skrifstofustsörf, en fengizt auk þess nokk- uð við sagnaritun, og hefur sumt birzt á prenti. Gaf út Ijóðabókina „Við vötnin ströng“ 1947. Væntanl. í ár tvær bækur: „Utan vaðs“ (Ijóð) og „Smiður Andrésson og þættir"; einnig nokkrir þættir í safnritum. — í framboði utan flokka 1933 í N.-Múl.; fyrir Bændafl. 1934 í N.-Múl. og 1937 í N.-Þing.; fyrir Sjálfstæðisfl. 1942 í N.-Þing. Erlendur Einarsson, 1. 30. marz 1921 í Vík í Mýrdal. í unglingaskóla í Vík 2 vetur. í Sam- vinnuskólanum 1939—1941. Starfsmaður Kaup- fél Skaptfellinga í Vík frá vori 1941 til ágúst- loka 1942. Síðan starfsm. Landsbankans til ap- rílloka 1946. Námsför til Bandaríkja á vegum Landsb. 1944—1945 og var við nám í banka- mannaskóla og National City Bank of New York. Réðst til S. í. S. 1. maí 1946 og fór á veg- um þess til Englands til að kynna sér vátrygg- ingar; dvaldist um sumarið hjá enska samv.- tryggingarfélaginu C. I. S. í Manchester og hjá Lloyds í London. Framkvæmdastjóri Samvinnu- trygginga frá stofnun þeirra 1. sept. 1946. Full- trúi S. í. S. á þingi Alþjóðasambands sam- vinnumanna í Prag haustið 1948. Eysteinn Jónsson, 1. 13. nóv. 1906 á Djúpa- vogi. í Samvinnuskólanum 1925—1927. Tvær 3 mán. námsterðir til útlanda (endurskoðun- ar- og verzlunarnám). Starfsm. í Stjórnarráðinu 1928—1930 og jafnframt endurskoðandi á Skatt- stofu Rvíkur. Skattstjóri í Rvík 1930—1934; for- maður niðurjöfnunarnefndar jafnframt. Fram- kvæmdastjóri Prentsm. Eddu h. f. í Rvík. 1942 —1947. Einn aðalforgöngumaður að stofnun Kaupfél. Reykjavíkur 1933 og form. þess fyrstu árin; átti þátt í sameiningu þess fél. og l’öntun- arfél. verkamanna í Reykjavík í Kaupfél. Rvík- ur og nágrennis (KRON) 1937. Fulltrúi á aðal- fundum KRON, unz liann var kjörinn í stjórn S. í. S. 1944; varaform. Sambandsins síðan 1946. Forgöngumaður um stofnun Byggingasamv,- félags Reykjavíkur og í stjórn þess fyrstu árin. Þingmaður S.-Múl. síðan 1933. Fjármálaráð- herra frá júlí 1934 lil apríl 1939, þá viðskipta- málaráðherra til 1942; menntamálaráðhcrra síð an í febr. 1947. Finnbjdm Þprvaldsson, f. 25. maí 1924 í Hnífsdal. Gagnfræðingur á ísafirði 1941. í Sam- vinnuskólanum 1941—1943. Vann á skrifstofu Skipaútgerðar ríkisins 1943—1945, en síðan á skrifstofu Ísafoldarprentsmiðju h. f. Hefur sett mörg íslandsmet í frjálsíþrótlum og á þessi enn: í 60 m hlaupi (6,9 sek.) langstökki (7,16 m), fimmtarþraut (2958 stig); auk þess „með- eigandi" í nokkrum boðhlaupsmetum. Er nú íslandsmeistari í 100 m hlaupi, langstökki og fimmtarþraut. Tók þátt í Evrópumeistaramóti í Osló 1946 (komst þar í úrslit í 100 m hlaupi); ferðaðist síðan með í. R.-ingum um Norður- lönd og keppti víða; þátttakandi í Norður- landameistaramótinu í Osló 1947 og Olympíu- leikunum í London 1948. Guðmundur Ingi Kristjánsson, f. 15. janúar 1907 að Kirkjubóli í Bjarnadal í Önundarfirði. í Laugaskóla (e. d.) 1927—1928. í Samvinnu- skólanum (e. d.) 1931—1932. Bóndi á Kirkju- bóli; barnakennari á vetrum. Form. U. M. F. Bifröst nál. 20 ár; ritari Héraðssamb. U. M. F. Vestfjarða í 20 ár; form. búnaðarfél. sveitar sinnar, í hreppsnefnd og kaupfélagsstjórn. For- maður Búnaðarsamb. Vestfjarða; fulltrúi á fundum Stéttarsambands bænda. Frambjóðandi Framsóknarfl. á ísafirði 1942 og í V.-ísafjarð- arsýslu 1946. Ljóðabækur: „Sólstafir" (1938) og „Sólbráð" (1945). Ljóð hans hafa birzt í mörg- um blöðum og tímaritum. Halldór Ásgrimsson, f. 17. apríl 1896 að Brekku í Hróarstungu. Gagnfræðingur Akur- eyri 1916. í Samvinnuskólanum 1920—1921. Starfsm. Kaupfél. Borgarfjarðar, llakkagerði frá stofnun þess 1918 og framkvæmdastjóri 1921— 1942. Framkv.stjóri Kaupfél. Vopnfirðinga frá ársbyrjun 1940. í hreppsnefnd í Borgarfirði 1925—1940; sýslunefndarm. þar 1923—1940. í hreppsn. í Vopnafirði 1942—1946; í sýslunefnd þar síðan 1942. Form. lýðveldisnefndar héraðs- ins 1944. Hefur verið fulltrúi á mörgum þing- um I'ramsóknarflokksins. Þingm. N.-Múl. frá 1946; hefur m. a. átt sæti í fjárveitinganefnd öll þingin. Halldór Sigfússon, 1. 2. maí 1908 á Krauna- stöðum í Aðaldal. í Samvinnuskólanum 1927— 1929. Framhaldsnám í Pitman’s Collegc, í Lon- don 1933. Endurskoðandi hjá lögreglustjóra í Rvík 1930—1934 og í endurskoðunardeild Landsbankans sumarið 1934. Form. niðurjöfn- unarnefndar Rvíkur 1934—1941. Skattstjóri Reykjavíkur síðan í ágúst 1934. Hefur búrekst- ur í Nesi í Selvogi. 52

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.