Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 16
„Heimska, skilningsleysi og nízka valdhafanna sér um að halda frjálsri hugsun alveg niðri við frostmark. Það er eng- inn Galílei til á Islandi, vegna þess að hann hefur eklci efni á að liugsa. Hinir löggiltu hugsuðir rílcisins segja aldrei neitt óþœgilegt. Að vísu sprettur relctor liáskólans fram einu sinni á ári, eins og kú-lcú-fugl á svissneskri klukku, og heldur mikinn og skörulegan reiðilestur um ófremdarástand aka- demíunnar. En það er aðeins einu sinni á ári. Þess á milli hvílir liann á lárviði.“ „íslenzkt skólakerfi framleiðir úrelta þekkingu með úreltum aðferðum. Mestum vanda veldur þetta barnaskólum. Barna- skólinn er stóra kýlið í skólakerfinu.“ „Barnaskólanámið liefst á því, að nemendunum er kennt að lesa, og endar það oftast með því að meginþorri þeirra verður stautfœr. En þar með lýlcur menntunarhlutverki barnaskóla. Undanfarin ár hefur námsefnið verið að léttast, sökum erfiðleika við að troða lúnu úrelta efni í börnin með úreltum aðferðum. En það að létta er ekki lausn, það er flótti.“ 9. Af sömu ofangreindum or- sökum (III, 7) er kennara- stéttin afllaus. Hún samþykkir oft á þingum ágætar ályktanir, en ber ekki viö að koma þeim í framkvæmd. 10. Af öllu þessu leiðir, að leiðin til breytinga í skólamál- um er torsótt og seinfarin. Við allt annað bætist, að skólar eru hinar íhaldssömustu stofn- anir skriffinnskubáknsins. Það líða ár og áratugir frá því haf- izt er handa um nýjung í kenn- aramenntun og þar til hún hef- ur unnið sér varanlegan sess í daglegu skólastarfi. 11. Núverandi menntamála- stjórn er 11 ára. Á 10 ára af- mælinu flutti Alþýðublaðið út- tekt sjálfs æðsta yfirvaldsins á afrekum þessa tímabils. (Und- arlegt, að enginn af undir- mönnum eða skutilsveinum hans skyldi fást til þess, og að hann þurfti sjálfur að hæla sjálfum sér). Þessir pistlar sýna heldur rýra eftirtekju. Aðallega fjalla þeir um við- leitni til að halda í horfinu eða viðhalda status quo: Aukn- ar fjárveitingar (vegna dýrtíð- ar), stækkun stofnana og um stjórnunarbreytingar. Hvergi örlar á hugmynd um að þörf sé einhverrar heildarstefnu né heldur vikið að neinum vanda- málum, sem krefjast úrlausnar og yfirvaldið hyggst leysa á næstu 10 árum. 12. Eina verulega nýmælið, sem ráðherrann minnist á í þessum „er-ég-ekki-flinkur“- þáttum sínum, er hinar svo- kölluðu „skólarannsóknir". Þær eru framkvæmdar á þann veg, að stóli var skotið undir einn mann í viðbót í „ráðuneytinu ‘, og þessi maður látinn gegna aragrúa embætta og bitlinga auk hinna svonefndu „rann- sókna“. Samkvæmt frásögn þessa manns á Uppeldismála- þingi 1967 er árangur hingað til einna helzt fólginn í bóka- kaupum og viðtölum við kenn- ara. Kom þá í ljós, að mun meira var á viðtölum þessum að græða en forstöðumaðurinn hafði ætlað í upphafi, eða m. ö. o. kennarar reyndust ekki eins heimskir og herra for- stöðumanninum hafði þóknazt að ætla þá vera. Má telja þetta mikilsverðan árangur af verki, sem hefur aðeins etaðið eitt ár. Slíkar „rannsóknir“ eru gagnslausar, og kemur í einn stað niður, hvort einn maður kastar til höndum öðru hvoru, þegar hann má vera að vegna anna við önnur embætti, eða hvort hann gerir ekkert. Þessi nýi stóll í stjórnarráðinu er svosem-lausn, til þess að friða þá, sem um mörg ár hafa kraf- izt rannsókna. Sé tilgangur skólarannsókna sá, sem menntamálaráðherra lýsir (Abl. 6.5. 67), að „skólakerfi, námsefni og námstilhögun (séu) í sífelldri endurskoðun", þarf raunverulegt rannsókna- starf, ekkert hálfkák. Slíkt starf getur stofnun ein leyst af hendi, sem hefði nægt starfs- lið og ákveðna stefnu. Þar þurfa að vera ekki einungis uppeldisfræðingar, sálfræðing- ar og reyndir skólamenn, heldur og félagsfræðingar, hagfræðingar og stærðfræðing- ar. Lágmarksstarfsmannafjöldi myndi ég ætla að væri um einn tugur manna. IV. 1. íslenzkt skólakerfi fram- leiðir úrelta þekkingu með úr- eltum aðferðum. Mestum vanda veldur þetta barnaskól- um. Barnaskólinn er stóra kýl- ið í skólakerfinu. Barnaskólanámið hefst á því, að nemendunum er kennt að lesa, og endar það oftast með því að meginþorri þeirra verður stautfær. En þar með lýkur menntunarhlutverki barnaskóla. Undanfarin ár hefur námsefnið verið að létt- ast, sökum erfiðleika við að troða hinu úrelta efni í börnin með úreltum aðferðum. En það að létta er ekki lausn, það er flótti. í barnaskólum er yfir- leitt ekki borið við að kenna nemendum að hagnýta sér bækur sem uppsprettu þekk- ingar og ánægju. Barnaprófin (upp úr 12 ára bekk) eru ætíð svipuð frá ári til árs og gera mjög litlar kröfur. Kennarar æfa gjarna börnin í því að læra svör við barnaprófsspurn- ingum, og eru þau sjaldan nema eitt orð. Þannig fá jafn- vel skussar háar einkunnir á barnaprófi, og allir eru ánægð- ir, börnin, foreldrarnir og kennararnir. Hér er um myndun mjög ein- faldra skilyrðisbundinna við- bragða að ræða og minna einna helzt á aðferðir dýratemjara í sirkus, sem kennir sæljóni að láta bolta tolla á trýninu. Barnaprófsbörn eru yfirleitt þekkingarsnauð og hafa slæma undirstöðu til að byggja á raunverulegt nám. í 1. bekk miðskóla tekur að kárna gam- anið. Þau skilja þá oft illa, hvers af þeim er krafizt, finnst kennararnir ósanngjarnir og einkunnirnar lágar. Alltof mörg ráða ekkert við kröfurn- ar og námsframtíð þeirra er í óvissu, nema heimilið hjálpi upp á sakirnar. 2. Til þess að skýra þetta fylgir með samtal kennara og nemenda úr 1. bekk miðskóla (13 ára bekk): Kennarinn kemur inn í fyrsta tímann að hausti. Við skulum gera ráð fyrir að hann kenni landafræði. Hann segir nem- endunum, hvaða kennslubók sé notuð, einnig kortabók, og setur þeim fyrir. f næsta tíma kemur í ljós, að enginn kann neitt. Nemendur: Við vitum ekk- ert, hvernig á að gera þetta. Eigum við ekki að gera vinnu- bók? Kennari: Þið eigið að lesa það, sem stendur í kennslubók- inni, og hafa kortið til hlið- sjónar. Nem.: Hvernig á að gera það? Við höfum aldrei gert soleiðis. Kennarinn fer þá yfir lexí- una og sýnir rétt vinnubrögð. í næsta tíma: Nem.: Kennari, fáum við ekki spurningar? Kenn.: Nei, þið fáið engar spurningar, þið eigið að lesa kennslubókina. Nem.: Gvu hvað þetta er skrítið. Alltaf lét hann Jón okkur hafa spurningar. Kenn.: Þið eruð ekki lengur í barnaskóla og eigið að læra með öðrum aðferðum núna. Þið þurfið ekki annað en lesa kennslubókina. Þessi togstreita endar með því, að kennarinn gefur nem- endum 20 spurningar '>g segir þeim að finna svörin heima í kennslubókinni. í næsta tíma hefur enginn svo mikið sem reynt að finna svörin. Nem.: Þú átt að gefa okkur svörin. Ætlarðu ekki að gefa 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.