Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 54

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 54
Þorkell Sigurbjtírnsson Stef: Fólk spyr svo oft: „Hvað ernú efstá baugi í nútímatónlistinni" — eða •— „Eri engir nýir tónsnillingar" ('imieMoM/) (jiar(cmdo) Nú í júní varð Stravinsky hálf níræður. Nafn hans hefur allt frá fyrri heimsstyrjöld til seinustu ára verið eins konar sam- nefnari tónlistarnýtízku í hugum fólks um víða veröld. Hann var stundum í háði kallaður „Modernsky“. Mörgum finnst list hans e. t. v. enn vera hin argasta nýtízka — þ. e. a. s. ekki falleg. ekki þægileg áheyrnar, ekki „fyrirmig“ eða „eftirmínumsmekk- leg“. Samt blasir sú staðreynd við, að þetta frægasta tónskáld nútímans úti í löndum verður bráðum aldar gamalt. Stravinsky er nú einn á lífi af þeim mönnum, sem merkust hafa borið nöfn- in á sviði tónlistar okkar aldar — nútímatónlist hefur slitið barnsskónum og sjálfsagt mörgum öðrum pörum, en hvaða menn hafa nú tekið við? Maður nokkur frá Frakklandi setti nýlega saman bók um tónlist okkar tíma. Þar var skilmerkilega sagt frá fyrirferðar- mestum tónlistarmönnum síðan Debussy lézt og síðan var öll- um listarinnar stefnum safnað saman í einn stað. Sá staður eða brennidepill sýndi lesanda fram á það, að markviss þróun og stefna listrænna atburða var öll að sama marki — og fyrir það varð bókarhöfundur heimsfrægur á fáeinum dögum — og markið reyndist vera óþekktur Fransmaður, sem hafði samið tvær enn óþekktari tónsmíðar, er bókin var skrifuð. Sjálfsagt er að hafa nafn þessa manns í liuga — hver veit, nema hann verði talinn stórskáld af öðrum — en hann heitir Barraqué, vinur bókar- höfundar. Mörgum þótti — og það ekki ástæðulaust — hér vera undar- lega á penna haldið. Samt birtist erlendis fjöldi slíkra bóka, sem spá um meistara framtíðarinnar, að ekki séu nefndar blaða- og tímaritsgreinar. Tilkoma þessara spábóka minnir ó- þægilega á þær hliðstæður á fyrri öldum, þegar menn undu sér vel við að tala, skrifa eða lesa um músík í stað þess að spila sjálfir, syngja eða ljá henni eyra á annan hátt. Á slíkum tím- um vegnaði tónlistinni illa, og tónsmiðir voru lítið eftirsóttir. Hins vegar dafnaði alls konar dægurmúsík og „stjörnudýrkun“ var taumlaus. Spáritin veita greið og yfirlætisfull svör: „Vesgú, þarna er snillingurinn, sem þér, lesandi góður, eruð að leita að“ — og lesandinn, sem finnur þannig snillinginn sinn, þarf ekki framar að hafa fyrir því að hrífast, eða ekki hrífast, af sjálfsdáðum. (Er ekki líka bara hentugt að láta stórþjóðir sjá smáum þjóð- um eins og íslendingum fyrir tónsnillingum, þótt ekki væri nema sem afspurn?) Franska tónskáldið FIERRE BOULEZ, sem frægastur er fyrir píanóverkið „Structures", þar sem röðunartækni er beitl við öll atriði smíðinnar, kantötuna „Le Marteau sans Maitre" eða Mallarmé- „improvísasjónimar" „Pli selon Pli“. Hann er líka mikilsvirtur hljómsveitarstjóri. Með honum t. li. á myndinni er Igor Stravinsky. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.