Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 11
ANDRI fSAKSSON ARNÚR HANNIBALSSON HÖRÐUR BERGMANN MATTHÍAS JOHANNESSEN GUÐMUNDUR HANSEN JÚN R. HJALMARSSON ur Haukur Ágústsson, aðal- enskukennari skólans, daglega umsjón með tilrauninni og leiðbeinir kennurum. Hefur hann fylgzt með gangi tilraun- arinnar og m. a. lagt próf fyrir börnin. Þá er loks skylt að geta þess, að s.l. vetur var hafin, með vit- und skólarannsókna, tilraun um valfrelsi allmargra náms- greina í 9. og 10. bekk Voga- skóla. Sú tilraun er þó ekki á vegum rannsóknanna, þ. e. skólarannsóknir eru ekki beinn aðili að þeirri tilraun, a. m. k. ekki ennþá. Þetta var þá, rakið í fáum dráttum og grófum, það helzta, sem er að segja um starf skóla- rannsókna fyrstu 11 mánuðina af starfsævi rannsóknanna. En þá vaknar spurningin, hvert stefna skal nú og á hvaða mál- um helzt þarf að taka. Ræðum þá fyrst framhald og framtíð tilrauna í skólum. Fyrir rúmum mánuði var lokið við prentun umsóknareyðublaðs. Hefur eyðublaðinu, ásamt skýr- ingargreinargerð, verið dreift til námsstjóra og fleiri aðila, sem beðnir hafa verið að benda áhugasömum skólamönnum á þennan möguleika og aðstoða þá við útfyllingu. Tilgangurinn með þessari nýbreytni var að gefa öllum áhugasömum skóla- mönnum kost á að gera tillögur um nýbreytni, fram yfir það sem þeir geta framkvæmt — og framkvæma vissulega — innan ramma gildandi laga, reglu- gerða og námsskrár. Á undir- tektunum, eins og þær hafa verið fram að þessu, virðist áhugi skólamanna á tilraunum vera fremur lítill. Fari svo fram, sem hingað til hefur horft, má búast við því, að allar meiri háttar skólatilraunir næstu árin verði gerðar að frumkvæði stærstu sveitarfé- laganna, eða skólarannsókna sjálfra, en ekki hinna starf- andi skólamanna. Telja verður illt, ef svo fer. Spurt hefur verið, hvaða og hvers konar tilraunir muni verða taldar æskilegastar. Þessum spurningum höfum við aðstandendur skólarannsókna ekki treyst okkur til að svara fyrirfram, enda er starfið eng- an veginn komið á þann rek- spöl, að unnt sé að gefa nein goðsvör um slíkt. Vissulega má með hliðsjón af sókn ná- grannaþjóða okkar í skólamál- um benda á nokkra náms- greinaflokka, sem mjög senni- lega hljóta að verða öndvegis- setar í þessum efnum hér sem þar: t. d. erlend tungumál á skyldustigi, eðlis- og efnafræði á barna- og gagnfræðastigi og stærðfræði á flestum skólastig- um. En hvað þá um sjálft móðurmálið, eða náttúrufræð- in, og hvað þá um skipulag kennslunnar almennt og um upphaf skólagöngunnar? Það virðist nokkuð ljóst, að erfitt er að svara þessari spurningu fyrirfram á því stigi, sem mál- in standa nú í skólum okkar. Ekkert hefur heldur verið ákveðið enn um tilraunir að frumkvæði skólarannsókna næsta vetur. Líklegt má hins vegar telja, að nokkrar tilraun- ir verði gerðar að frumkvæði rannsóknanna frá og með skólaárinu 1968—1969. Auk þess veltur það auðvitað á tillögum frá öðrum aðilum, hvort þess gerist yfirleitt nokkur þörf, að skólarannsóknir hafi sjálfar frumkvæði að tilraunagerð í skólum. Það, sem helzt hefur verið rabbað um í þessu efni á vegum rannsóknanna, eru ýms- ar athuganir á prófgerðum og einkunnamati og mun nokkuð vikið að þeim málaflokkum síð- ar. Er okkur kunnugt um það, að ýmsir skólar, einkum barna- skólar, hafa gert tilraunir með breytingar á þessu sviði, og þætti okkur vænt um að fá sem ýtarlegastar upplýsingar um þær tilraunir allar. Athugun námsefnis er annar þáttur, sem skólarannsóknir eru nú í þann veginn að hefja vinnu að, og mun skipulagt starf sennilega hefjast síðari hluta sumars. Aðallega verður hér væntanlega um þrennt að ræða: 1. í ráði er að fá sérfróða kenn- ara til að semja álitsgerð um gildi tiltekinna námsbóka, sem nú eru við lýði. Verður senni- lega byrjað á litlum áfanga, t. d. 2—3 kennslubókum í einu fagi eða tveimur skyldum fög- um. 2. í þeirri vinnuáætlun, sem skólarannsóknir starfa nú eftir, stendur m. a., að stefnt skuli að skipun nefnda „til að semja álitsgerðir um uppbyggingu helztu námsgreinaflokka.“ Reynt verður að hefja þessi nefndastörf í sumar, og þá væntanlega með raungreinar gagnfræðastigs í takinu, en þær mynda óefað einn helzta vanda íslenzka skólakerfisins nú. 3. Örlítil athugun hefur þegar verið hafin á því, hvert skuli vera hlutverk og tilgangur námsskrár, þ. e. hvernig heppi- legt má telja, að námsskrá sé úr garði gerð, hvernig samin, um hvað hún skuli mæla fyrir. Fengnar hafa verið námsskrár eða námsskrárígildi frá ýmsum löndum. Víst er, að þessari at- hugun verður haldið áfram, enda þótt enn sé ekki fullráðið, hver háttur verði þar á hafður. Væri vissulega gagnlegt að fá fram ýmis sjónarmið um þetta atriði, m. ö. o.: til hvers ætlast skólarnir af námsskrá, hversu ýtarleg telja þeir æskilegt að hún sé, og hvernig þætti þeim hentugast að fá hana úr garði gerða? Enn er sá einn liður starfs- ins, sem ákveðið hefur verið að gera áætlun um í sumar, en það er rannsókn á félagslegum uppruna og námsárangri nem- enda, einkum við upphaf skólagöngu, á landsprófi mið- skóla og jafnvel víðar á náms- brautinni. Þeir, sem hafa hlustað á fyrirlestra dr. Wolf- 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.