Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 44

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 44
'eir strekktu eins og aðrir til útlanda þetta sumar til að vera hamingjusamir. Fyrst reyndu þeir í Kaupmannahöfn, en þar fannst þeim það of dýrt og of skipu- lagslaust. Þaðan fóru þeir til Parísar. Þar sem þeir gátu verið hamingjusamir unz þeir voru komnir að niðurlotum. Síð- an héldu þeir til eyjarinnar Ibiza til að hvíla sig. Þeim hafði verið bent á San Antonio sem rólegan stað og þar settust þeir að innan um nokkur evrópsk skáld, sem lifðu á banönum og eplum og syntu í sjónum. Sum höfðu konur sínar hjá sér. Þetta fólk var orðið eirrautt af sól- bruna þegar þeir komu. Það gekk yfirleitt í stuttbuxum og sumir mennirnir voru skeggjaðir og sjórinn glitraði í rauðbrún- um hýjungnum framan í þeim þegar þeir ráku kollana upp úr til að blása og snýta sér eftir að hafa stungið sér fram af lágri bátabryggjunni. Konur þeirra stungu sér líka fram af bátabryggjunni. En þegar menn þeirra sneru heim í hvítkalkaðar kompur sínar til að yrkja um fallvalt- leika og einmanakennd, enska rigningu oo: óttann við stríð, stálust bær til að fá sér teinsteikt geitanýru í matsal hótels- ins. Þeir sem voru konulausir lögðu sig mun meira fram við suddann í mannlíf- inu. Stundum sendu þeir einstaka tímariti á meginlandinu kvæði af bví beir voru ekki eins hamingjusamir og hinir. Yrði beim of þungt að sitja svona og vrkja brugðu beir sér margir saman í leigubíl til Ibiza. Það var enga hamingju að hafa í San Antonio. Þeir tveir, sem komnir voru norðan af íslandi. dasaðir og með nárastrengi eftir París, horfðu út yfir bátabrvgeinna og bláa vikina á daginn og virtu fvrir sér skáldalífið á aðalgötunni og í sjónum. Þeir voru enn í nokkrum vandræðum með matseðilinn á hótelinu og drukku flóaða mjólk út í kaffið á morgnana án bess að fá rönd við reist af því beir kunnu ekki spænsku. Annars var betta ákaflega bægilegur staður með skuggasælli verönd sem sneri hvítkölkuðum steinbogum að sjónum. Markaðurinn var við hliðina á hótelinu og með því að sitia alveg úti við steinbogana gátu beir horft á ljóðafólkið kaupa ávexti. Tveir garðasvilar Francos með svört húfustélin smellt upp í hnakk- anum eigruðu letilega fram og aftur eftir aðalgötunni, framhjá markaðnum og bátabryggjunni og hótelinu. Þeir heilsuðu aldrei neinum og litu hvorki til hægri eða vinstri. Tveir og tveir skiptust á við að gæta þesarar einu götu í San Antonio. Og þeir voru allir með fýlusvip eins og þeir hefðu hernumið staðinn. Stundum fengu félagarnir sér göngutúr eftir aðalgötunni, eins og garðasvilarnir. Þeir voru í dökkum fötum og leyfðu sér í mesta lagi að bera jakkann á handleggn- um og þeir urðu fegnir í hvert sinn sem þeir mættu bændakonum úr nágrenninu. Þær voru huldar þykkum svörtum og skó- síðum pilsum og báru hvítar og efnis- miklar skýlur á höfði. Þessar konur voru einu manneskjurnar fyrir utan garðasvil- ana sem þeir sáu sómasamlega klæddar. Sjálfir höfðu þeir ekki hugsað sér að ganga naktir í útlöndum eins og þetta fólk sem var að busla í víkinni og virtist fara beint úr rúminu í sjóinn. Það hvarfl- aði ekki að þeim að fara í stuttbuxur og kasta sér fram af bátabryggjunni. Þaðan sem þeir komu henti enginn sér fram af bryggju til annars en fremja sjálfsmorð. Og þannig leið vika í San Antonio. Það var setið á veröndinni og horft út á vík- ina, þar sem stöku eirrauður belgur kom upp úr blámanum fullur af lífsþrótti og teinsteiktum geitanýrum með banana- glært skáld einhvers staðar í kjölfarinu. Það var horft á fólkið á aðalgötunni og svörtu gömlu bílskrjóðana, sem ýmist voru að koma eða fara til bæjarins Ibiza. J7 SMÁSAGA EFTIR INDRIÐA G. ÞORSTEINSSON Teikning Barbara Stasch Og á matmálstímum var potað með fingri einhvers staðar á matseðilinn og hlustað á þjóninn, sem lauk alltaf máli sínu með því að segja: no comprenden, no? Og stundum fengu þeir kjöt sem þeir vissu ekki á nein deili og stundum fengu þeir hráan skelfisk í forrétt fljótandi í sjó. Þeir borðuðu þetta allt án þess að gera múður, og héldu áfram að loka augunum og láta ráðast hvar fingurinn nam við matseðilinn. Þegar kvöldaði sátu þeir yfir koníaki eða þá þeir fengu sér muskatell, sem fór í magann á þeim eins og baunir eða rúgbrauð. Þeir kunnu að biðja um þetta tvennt og svo vino rosso. Það kom með matnum í hádeginu og gerði þá syfjaða, og það kom með kvöldmatnum. Það gerði minna til af því þá var orðið svalara og hægt að rölta það úr sér á aðalgötunni. Og síðan kom nýr morgunn og nýr heitur dagur með langsetum á veröndinni og konum úti á víkinni. Kannski var það vegna þeirra sem annar sagði upp úr eins manns hljóði, að þeir hefðu verið nógu lengi í San Antonio. Hér væri ekkert við að vera og ekkert að sjá nema þennan stuttbuxnalýð og garðasvilana. Menn yrðu daprir af að hanga á svona slöppum stað. Kannski væri fjörugra í Ibiza. Hún væri þó stærri bær. For helvede, bætti hann svo við. Eða hvað sögðu þær í París: Merde. Þeir fengu sér einn af þessum gömlu svörtu bílum og komu til Ibiza eftir að farið var að skyggja. Þegar þeir höfðu fengið herbergi á hótelinu og borðað fóru þeir út til að skoða staðinn. Hótelið stóð alveg frammi við höfnina. Á horninu handan götunnar var einskonar ísbar með stórum trépalli sem sneri út að breiðum og malbikuðum hafnarbakkan- um. Stólum og borðum hafði verið komið fyrir á pallinum og Ijósaperur héngu í snúrum kringum sviðið. Vegna þess hve bjart var af perunum sýndist myrkur hvíla yfir hafnarmannvirkjunum og þeir áræddu ekki að ganga í þá áttina, heldur sneru við þarna á horninu og héldu inn í bæinn. Loftið var kyrrt og hlýtt og þægi- iegur ilmur barst til beirra í gegnum perlutjöldin sem voru fyrir kráardyrun- um við götuna. Þegar beir höfðu gengið nokkra stund virtist þeim staðurinn vera alveg eins hljóðlátur og Sa.n Antonio, og beir hurfu með nokkurri tregðu heim á hótelið. Herbergi þeirra voru á annarri hæð með stórum frönskum gluggum, sem sneru út að götunni. Þeir settust inn í annað þeirra og höfðu gluggann opinn og minntust Parísar í hálfkveðnum orðum í daufu skininu frá Ijósanerunum úti á horninu. Þannig leið nokkur stund og beir voru báðir dálítið syfjaðir af bví beir höfðu drukkið vino rosso með matnum. Allt í einu heyrðu þeir hliómsveit bvrja að leika danslag. Það barst til þeirra með miklum andsogum frá fiðlum. — Þetta er einkennilegt pláss, sagði ann- ar beirra. Fiðlurnar héldu áfram að beyta ekkanum yfir bá unz lagið dó út með miklu strokki. Um leið heyrðu þeir mannamál neðan af götunni. Gluggi var onnaður á húsinu gegnt þeim. Innan við hann sat maður á skyrtunni með sólgleraugu og sneri í þá vanganum. Hann var dökkbrúnn og það gljáði á feitina í sléttgreiddu hári hans í birtunni frá loftljósinu yfir hon- um. Herbergið virtist autt fyrir u.tan þennan eina mann. Þeir sáu ekki á hvað hann var að horfa. Hann sat bara hreyf- ingarlaus og starði fram fyrir sig í gegn- um sólgleraugun. Þeir horfðu á hann og biðu bess að hann hreyfði sig meðan beir hlustuðu á tvö lög til viðbótar sem einnig voru full af ekkasogum. — Hver vill koma með að skoða hafnar- mannvirkin? var sagt niðri á götunni og þeir stukku báðir á fætur samtímis. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.