Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 46

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 46
SPURNINGAR FRAKKLAND ÍTALÍA V.-ÞÝZKALAND 1. Er tekinn skemmtanaskattur af bíómiðum? Ef svo er, hversu hár? 1. Skemmtanaskattur er tvenns konar: annars vegar staðbundinn skattur, sem mest má vera 8%%, og hins vegar skattviðauki, sem yfirvöld viðkomandi bæjarfélags leggja á að vild. Til er eftirgjöf á þessum sköttum — tíðast vegna menningarstarf semi. 1. Já. Skatturinn er mismunandi eftir aðgöngumiðaverði, allt frá 5% (ódýrustu sæti) upp í 45%. 1. Skemmtanaskattur er yfirleitt 10% nema í héraðinu Hesse þar sem hann er ýmist 15 eða 20%. 2. Er innlend kvikmyndagerð styrkt með fjárframlögum? — Hvernig er fjár aflað til þeirra styrkja? 2. Innlend kvikmyndaframleiðsla er styrkt. Fjár til styrkjanna er að mestu aflað með aukagjaldi á bíó- miða. Einnig er nokkurs fjár aflað með sérstökum skatti á frumsýn- ingar. 2. Já. Standist kvikmynd viss skilyrði fær framleiðandi hennar styrk sem svarar til 13% af heild- artekjum myndarinnar á fimm ára tímabili frá frumsýningu að telja. Til eru og lánasjóðir á veg- um Banca Nazionale del Lavoro. 2. Já. Beinir ríkisstyrkir. 3. Eru fjárframlög til kvikmynda í réttu hlutfalli við tekjur af við- komandi mynd: hljóta beztu sölu- myndirnar einnig hæsta styrki? 3. Styrkupphæðin miðast beint við hreinar tekjur myndarinnar — sem stendur 13%. 3. Já — svo sem fram kemur í svari við annarri spurningunni. Þá eru einnig veitt verðlaun fyrir „úrvalsmyndir". 3. Nei. 4. Er innlend kvikmyndafram- leiðsla vernduð með því að gera sýnendum að sýna innlend verk? 4. Hverju kvikmyndahúsi er gert að sýna innlendar myndir í 5 vik- ur af hverjum 13. 4. Hverju kvikmyndahúsi er gert að sýna leiknar innlendar myndir eigi færri en 25 daga (þar af 3 sunnudaga) á hverjum ársfjórð- ungi. Til að standast kröfur þurfa viðkomandi myndir að „vera tæknilega frambærilegar og hafa nægilegt listrænt, menningarlegt og skemmtunargildi." Hús sem einvörðungu sýna innlendar myndir fá afslátt af skatti. 4. Nei. 5. Tíðkast „gæðaverðlaun“? Ef svo er, eru þá verðlaunaverkin valin af dómnefnd? Hverju nema verðlaunaupphæðirnar ? 5. Sérstök verðlaun fyrir „úrvals- myndir" eru engin. Auk fyrr- greindra styrkja, sem ákvarðast af heildartekjum myndarinnar, eiga nokkrar myndir árlega aðgang að sérstökum lánum. Myndir þessar eru valdar af ráðgefandi nefnd, sem mælir með þeim við menning- armálaráðherrann. Heildarupp- hæðin til slíkra ráðstafana er sem næst 9 milljónir franka á ári (um 78 millj. ísl. kr.). Engar fastar reglur gilda um fjölda þeirra mynda, sem þessara lána njóta. 5. Allt að 20 kvikmyndir hljóta ár- lega viðurkenningu fyrir „frábært listrænt og menningarlegt gildi“. Þessi viðurkenning veitir hverri mynd rétt til styrks að upphæð 40 milljón lírur <um 2.8 millj. ísl. kr.). Af þeirri upphæð fær fram- leiðandinn 71% en afgangurinn skiptist milli leikstjóra, höfundar, myndatökumanns o. fl. eftir á- kveðnum reglum. Viðurkenningum þessum er úthlutað af nefnd, sem kvikmyndagagnrýnendur og þekktir listamenn eiga sæti í. Reglur þessar gengu i gildi með nýjum lögum frá því í nóvember 1965. 5. Innanríkisráðuneytið leggur ár- lega fram 4 milljónir marka (um 43 millj. ísl. kr.). Verðlaunafjár- hæðir til leikinna mynda eru 400.000 mörk (um 4.5 millj. ísl. kr.), 350.000 mörk (um 3.7 millj. ísl. kr.) og 300.000 mörk (um 3.3 millj. ísl. kr.), þó hæsti styrkur- inn hafi að vísu enn aldrei verið veittur. Hafi viðkomandi mynd áður hlotið styrk dregst það frá upphæðinni: þannig fékk t. d. Torless „gullborða" sem nemur 350.000 mörkum árið 1965, en ein- ungis 150.000 mörk voru greidd út, því handrit myndarinnar hafði áður hlotið 200.000 marka styrk. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.