Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 45

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 45
— Guð almáttugur, það eru komnir ís- lendingar, sagði annar þeirra. Þeir flýttu sér niður stigann og í gegnum anddyrið og út á götuna. Það var komið töluvert af fólki á hornið hjá ísbarnum, þar sem hljómsveitin var að spila, og sumt af því hafði fengið sér sæti við borðin. Þeir sáu engan líklegan þeim megin. Á horninu bar mest á dökkklædd- um miðaldra matrónum. Þær leiddu ung- ar stúlkur, sem höfðu brugðið svörtum þunnum slæðum yfir stórliðað hárið. Þær greiddu það niður með vöngunum og voru fölar og hljóðlátar og létu matrónurnar stýra sér inn undir Ijósaperurnar og upp á pallinn. Svo horfðu þeir upp eftir göt- unni. — Ef við sjáum ljóshærðan eða rauð- hærðan mann, þá skulum við svífa á hann, sagði annar þeirra. Það getur aldrei orðið verra en þurfa að þrasa við Skandinava eða íra. — Hvað eruð þið að segja, strákar? var sagt við hlið þeirra. Þeir litu báðir við í einu. Þeir sáu þrekinn pilt með dökkt liðað hár og bindislausan með skyrtuna opna í hálsinn og fjögurra lítra flösku í hálmkörfu undir hendinni. — Á hvaða skipi eruð þið? sagði pilturinn. — Engu skipi. Við erum á ferðalagi. — Heyrðu, Bjarni, hérna eru tvær túr- istablækur að heiman, sagði pilturinn. — Nei, nú er það svart maður, sagði sá sem kallaður var Bjarni. Maður hélt að öllum ferðalögum lyki á Mallorca. Sælir, sælir. — Við skruppum hingað frá París, sagði annar félaganna. Við erum hér upp á eigin spýtur. Við erum eiginlega að hvíla okkur. — Og við komum hingað til að verða þreyttir, sagði pilturinn. — Eru fleiri? spurði annar félaganna. — Fleiri? hváði pilturinn. Heil skipshöfn. Hinir eru farnir að skoða hafnarmann- virkin. Það er alltaf þeirra fyrsta verk þegar þeir koma hingað. Þeir eru svo óþreyttir. — Við erum hérna fyrir handan að taka salt, sagði Bjarni. — Heyrið þið, sagði pilturinn. Mér er ómögulegt að standa svona upp á end- ann. Eigum við ekki að koma okkur upp á pallinn. — Komið þið bara, sagði Bjarni. — Er þetta ekki eingöngu fyrir Spán- verja? spurði annar félaganna. Pilturinn, sem hafði verið lagður af stað, snerist á hæli og virti þá fyrir sér. — Spánverjana, sagði hann. Hér eru eng- ir Spánverjar. Þetta er sérstök þjóð. Þeir eru bara kaþólskir, þess vegna hegða þeir sér eins og Spánverjar. Þetta eru eyjar- skeggjar eins og við, fullir af gamalli menningu. Flaskan í hálmkörfunni hafði sigið í handarkrikanum. Hann brá fingri í lykkjuna við stútinn og vingsaði henni. Þeir sáu að hún var tóm. — Segi ég ekki satt, Bjarni? sagði piltur- inn. — Ég veit ekkert um þetta, sagði Bjarni. Þú getur logið þessu öllu mín vegna. Ég trúi bara því sem ég sé, og það eru kven- menn þarna uppi á pallinum. — Þetta eru allt hreinar meyjar, sagði pilturinn, — kerlingarnar líka. Þær eru ýmist hafnar yfir það, eða þá að þær verða svo fullar játningar og iðrunar að María fyrirgefur uppátækið. Þeim hlýtur að vera voðalega heitt innan undir öll- um þessum svörtu pilsum. Þeir gengu upp á pallinn og fengu sér sæti við yztu borðaröðina í kringum dans- gólfið. Pilturinn setti hálmkörfuna undir borðið. Svo sneri hann sér að öðrum félaganna og sagði: — Þú ættir að geta náð þér í kvenmann. Það er vandalaust fyrir mann með svona langt og mjótt andlit. Eg er ekki að narr- ast. Þú gætir alveg eins heitið Jesús María. Það er algengt nafn í kaþólskum löndum, svona eins og Jón heima á ís- landi. — Ég er ekki í neinum vandræðum, þakka þér fyrir, sagði sá langleiti. Það var eins og pilturinn hefði ekki heyrt þóttann í rödd hans. Hann sneri sér að hinum félaganum. — En svona venjulegur maður eins og þú hefðir aftur á móti verið kallaður Jósep. Það er af því að venjulegir menn eru alltaf kokkálaðir. — Hættu þessu helvítis þrasi, sagði Bjarni. — Ég er bara að reyna að vera skemmti- legur, sagði pilturinn. Þeir virtu hann ekki viðlits, heldur horfðu á fólkið sem var að dansa og það sem sat við borðin. Ungu mennirnir voru spengi- legir og kurteisir og þegar þeir buðu upp, þá hneigðu þeir sig fyrst fyrir matrón- unni, sem kinkaði kolli og brosti. Stúlk- urnar létu slæðurnar falla af hárinu áður en þær stóðu upp og piltarnir leiddu þær inn á gólfið og héldu þeim dálítið frá sér og dönsuðu fullir alvöru, þar sem matrón- urnar sáu til þeirra. Svo komu þeir aftur með þær inn milli borðanna, þegar laginu lauk, og héldu þannig um hendur þeirra að gómarnir aðeins snertust. Sumar stúlknanna höfðu roðnað svolítið í vöng- um, kannski vegna troðningsins eða þá af því einhverju hafði verið hvíslað í gegnum fiðluverkið, sem var handa þeim einum. — Þetta er alltof siðlátur staður, sagði pilturinn upp úr eins manns hljóði. — Eru nokkrir aðrir staðir? sagði sá langleiti. — Ég veit ekki hvað þið skoöið á svona ferðalagi, sagði pilturinn. Dómkirkjur? — í og með, sagði sá langleiti nokkuð drýldinn. — Hvernig voru dómkirkjurnar í París? sagði pilturinn. — Farðu og líttu á hafnarmannvirkin eins og hinir, sagði Bjarni. — Þú segir mér ekki eitt eða neitt, bátsi, sagði pilturinn. Nú er ég í landi. Þú getur sjálfur málað og rústbarið og bangað eins og þig lystir hér í Ibiza. Eg hef feng- ið nóg af hafnarmannvirkjum. Félagarnir litu hvor á annan. Það var eins og rofað hefði til í svip þeirra. Þeir stóðu báðir á fætur. — Ég held við fáum okkur göngutúr fyrir svefninn, sagði sá langleiti. Pilturinn stóð líka á fætur. Svo mundi hann eftir flöskunni í hálmkörfunni und- ir borðinu. Hann seildist eftir henni og stakk fingrinum í lykkjuna. Hann hneigði sig fyrir þeim félögum. — Það var gaman að hitta ykkur, sagði hann. Það er ekki á hverjum degi sem sjómenn lenda á svona siðlátu horni í lífinu. Svo sneri hann sér að bátsmanninum, sem enn sat við borðið og var að horfa á stúlkurnar. — Kemur þú með að kaupa á flöskuna, Bjarni? Bátsmaðurinn þagði og hélt áfram að horfa á stúlkurnar. — Umreiknað á gengi þá kostar lítrinn fjórar krónur af þessu glundri, sagði pilt- urinn. Og nú er röðin komin að þér að borga á flöskuna. Félagarnir tuldruðu eitthvað og lyftu höndum í kveðjuskyni og röltu af stað niður hafnarbakkann. Pilturinn lagði flöskuna í hálmkörfunni á borðið fyrir framan bátsmanninn. Síðan sneri hann sér við og kallaði á eftir þeim félögum: — Ef þið ætlið að fara að huga að dóm- kirkjunni í Ibiza, þá er hún fimmta hús á vinstri hönd, þegar gengið er niður þennan hafnargarð. Gjaldið er tuttugu og fimm pesetar. Það er skítur og ekki neitt umreiknað á gengi. 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.