Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 41

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 41
Indíánamarkaður í Chichicastenango í Mið-Guatemala. Þorp í Norður-Guatemala. Þegar ég kom að 12 Calle 9-31 í miðri höfuðborginni, tók ég eftir að tveir kádiljákar stóðu við dyrnar. Mér var vísað inn og beðinn að bíða unz ofurstinn hefði lokið snæðingi, þar sem hann hefði „fengið góðan vin í heimsókn.“ Litlu síðar kom of- urstinn — riðvaxinn, viðkunnanlegur maður, borgaralega klæddur, næstum sköllóttur með ofurlítið útstandandi eyru — og spurði, hvort ég vildi ekki drekka kaffi með þeim. Ég var kynntur fyrir vininum góða, og hann reyndist vera hár og renglulegur Bandaríkjamaður um fimmtugt og „fæddur á degi heilags Patreks“. Sem sagt af írskum ættum. Hinn góði vinur hét Kenneth P. Harrington, var frá Gary í Indianafylki, þar sem hann var framkvæmdastjóri Shamrock Engineering. 1 verkfræðingsstarfi sínu hafði hann fengið áhuga á þróun Guatemala, og hafði svo „orðið ástfanginn af þessu dásamlega landi.“ Því átti hann marga góða vini í Guatemala — en enga þó eins góða og ofurstann, the Colonel. Mr. Harring- ton reyndist einnig vera ágætur flugmaður, og það var skýr- ingin á forljótu glerauga sem hann hafði í bólugröfnu andlitinu; í flugslysi hafði hann misst annað augað. Mér varð þó aldrei ljóst, hvort þetta stingandi augnaráð hans kom frá heila aug- anu eða hinu. Stjórnarhermaður í Guatemala (úr upplýsingabæklingi ríkisstjórn- arinnar 1966). „Ofurstinn" sem talað er um í greininni José Luis Aguilar de León (myndin er úr upplýsinga- bæklingi stjórnarinnar 1966). Þetta fráhrindandi fyrirbæri varð enn meira áberandi vegna furðulegrar hegðunar gagnvart ofurstanum. Meðan ofurstinn hélt sig í hæfilegri fjarlægð, lét Mr. Harrington dæluna ganga um dáðir the Colonel’s og um framúrskarandi hæfileika hans. Bandaríkjamaðurinn var í rauninni hálfsmjaðurslegur, frásögn hans fullstórkostleg til að geta verið sönn — rétt einsog hin ameríska biflía, „Vinsældir og álirif“ eftir Dale Carnegie, hefði farið vitlaust ofan í hann. Ég tók að gerast óþolinmóður og ympraði á hinu umsamda viðtali. Bandaríkjamaðuinn greip framí: „Haldið þér, að þér hafið hitt rétta manninn?" „Hvað eigið þér við með því?“ spurði ég. „Jú“, byrjaði Mr. Harrington, „ætluðuð þér ekki að eiga viðtal við Juan de Dios Águilar de León, ofursta?“ „Jú, að sjálfsögðu.“ „En þessi herra, sem sýnt hefur okkur þá frábæru gestrisni að taka á móti okkur á sínu yndislega heimili, er José Luis Aguilar de León, ofursti.“ Ég horfði undrandi á ofurstann, síðan á Bandaríkjamanninn. Mr. Ilarrington útskýrði málið, sigri hrósandi: ofurstarnir tveir, Aguilar de León, voru bræður, annar stjórnmálaleiðtogi, hinn — vor hái vert — var Secretario Privado ríkisstjórnarinnar og ráðherra að tign. Meðan þessu fór fram sat the Colonel og brosti vingjarnlega. Mr. Harrington glotti smeðjuglotti. „Mætti ekki bjóða yður viskýlögg?“ spurði ofurstinn og greip fagra krystalsflösku af næsta borði. Ég virti Bandaríkjamanninn fyrir mér með illa dulinni gremju; hann sem farinn var að hegða sér einsog kóngur í ríki okkar, hinna tvíeygðu, þó eineygður væri. Og svo hraut af vörum mér vægast sagt ógætileg athugasemd: „Mér finnst, Mr. Harrington, að þér eigið ýmislegt sameiginlegt með Irving Davidson.“ Bandaríkjamaðurinn stirðnaði. Hann kannaðist greinilega við nafnið Irving Davidson. (Þessi persóna var um árabil milli- göngumaður í Washington fyrir einræðisstjórn So'moza-ættar-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.