Samvinnan - 01.08.1967, Page 59

Samvinnan - 01.08.1967, Page 59
1. Þessi kirkja í Hartford í Connecticut, teiknuð af Victor Lundy, reist af únítarasöfnuði, fær hlýlegt yfirbragð vegna þess að hið lága loft er gert af þungum trjábútum sem reistir eru á rönd og festir neðan á stálgrind. 2. Kapella í Creve Coeur í Missouri, teiknuð af Hell- muth, Obata og Kassabaum, er gerð af þremur röð- um steinsteyptra boga sem haldið er saman með jarðfestum innviðum. 3. í þessari kirkju í Stamford í Connecticut fylgdi Wallace Harrison þeirri gömlu hefð að setja altarið fyrir enda kirkjuskipsins. En í sjálfri byggingunni notaði hann litaða glugga, sem náðu til lofts og festir voru í steinsteypta ramma, í staðinn fyrir venjulega veggi. 4. Þessi rómversk-kaþólska klausturkirkja er í Colle- geville í Minnesota og gerð af Marcel Breuer. Stór- brotinn klukkuturninn gnæfir yfir holótta framhlið- ina sem er alsett glerrúðum, Steinsteyptir veggirnir eru naktir innan húss sem utan. 59

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.