Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 8
MENN SEM SETTU SVIP Á ÖLÖINA Hann átti skæðan keppinaut þar sem var Sardar Patel, harðsnúinn Hindúi og þjóðernissinni, andvígur sósíalisma, ein- beittur maður og raunsær, en skorti hug- arflug þeirra Gandhís og Nchrus. Patel átti fylgi fjórðu fimmtu hluta allra flokksdeilda Þjóðþingsflokksins, sem vildu fá honum hlutverkið. En Gandhí fékk því til leiðar komið, að Nehru var kjörinn í embættið, þó í reyndinni væri það svo, að þessir tveir ólíku menn héldu báðir um stjórnartaumana sem félagar og keppinautar fram til 1950, þegar Patel féll frá. Sardar Patel átti stærstan þátt í að bræða hin mörgu og sundurleitu smá- ríki Indlands saman í eina heild og var í rauninni „sterki maðurinn“ í landinu meðan hans naut við. Arið 1947, meðan verið var að ganga frá endanlegum samningum um sjálf- stæði Indlands, brutust út einhverjar blóðugustu óeirðir í sögu landsins, og áttust þar einkum við Hindúar og Mú- hameðstrúarmenn. Morðaldan gekk eins- og fellibylur yfir landið norðanvert, þannig að hálf milljón Indverja féll í valinn á nokkrum mánuðum. 15. ágúst 1947 var sjálfstæði Indlands formlega viðurkennt, og var þá jafnframt sam- þykkt að skipta landinu í tvö ríki. En frekari ógæfu var ekki þarmeð afstýrt einsog Nehru hafði gert sér vonir um. Hann reyndist alltof bjartsýnn og trúað- ur á heilbrigða dómgreind landa sinna. Á næstu mánuðum reið yfir Indland slík flóðbylgja morða, rána, eyðileggingar og allsherjarupplausnar, að slíks munu eng- in dæmi í hinni löngu og misviðrasömu sögu Indlands. í Panjab-fylki var háð raunveruleg borgarastyrjöld með öllum þeim hörmungum sem bræðravígum eru samfara. Á nokkrum mánuðum flosnuðu um 10 milljónir manna upp frá heimilum sínum og eignum — flúðu frá Pakistan til Indlands, frá Indlandi til Pakistans. Enginn veit með vissu hve margir létu lífið í þessum ósköpum, en mannfallið var örugglega ekki undir einni milljón. ]Vehru var nú orðinn 58 ára gamall, og þessir viðburðir fengu mjög á hann, ekki sízt þar sem liann hafði fallizt á skipt- ingu Indlands í þeirri einlægu von, að með því væri hægt að firra frekari vand- ræðum. Hann sýndi bæði áræði og ein- beitni í þessum geigvænlegu átökum — skarst jafnvel eitt sinn persónulega í leik- inn, þegar óður götulýður í Delhi gekk berserksgang. Iiann vílaði ekki fyrir sér að láta skjóta Ilindúa, sem gerzt höfðu sekir um rán og morð. Ekki var fyrr búið að stilla til friðar milli Hindúa og Mú- hameðstrúarmanna heimafyrir en nýjar viðsjár hófust — stríð í Kasmíi,) þaðan sem Nehru var upprunninn, og liið hörmulega morð Gandhís í janúar 1948, sem hindúískir öfgamenn stóðu að. I janúar 1949 var samið vopnahlé milli Indlands og Pakistans í Kasmír fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna og fylk- inu skipt. Önnur lausn á því viðkvæma máli er ekki fyrirsjáanleg, og hefur það mjög eitrað samskipti nágrannalandanna tveggja. Árið 1950 brutust enn út óeirðir í Bengal-fylki, þegar um milljón Ilindúa var rekin burt frá Austur-Pakistan og skapaði geigvænlegt vandamál í hinu afarþéttbýla fylki. Útaf þessu máli urðu átök innan sjálfs Þjóðþingsflokksins. Sardar Patel, hinn harði keppinautur og félagi Nehrus, var leiðtogi þeirra hægri- manna í flokknum, sem vildu reka tíu Múhameðstrúarmenn frá Indlandi fyrir hvern einn Hindúa, sem hrakinn væri frá Pakistan. Þannig hugðust þeir losna við þær 40 milljónir Múhameðstrúarmanna, sem enn voru um kyrrt í Indlandi, og stofna síðan hreinræktað Hindúaríki. Nehru lagðist eindregið gegn þessum á- formum og hélt fast við það, að Indland yrði veraldlegt ríki, þar sem öll trúar- brögð og allir kynþættir nytu sama rétt- ar, og í þeim átökum vann hann fullan sigur. Upp frá því réð hin vinstrisinnaða stefna hans í flokknum, enda féll Patel frá á þessu ári. í kosningunum 1951—52 vann Þjóð- þingsflokkurinn undir stjórn Nehrus glæsilegan sigur. Nehru hafði verið ó- myrkur í máli um spillinguna innan flokksins og þörfina á endurbótum. Pram til hinztu stundar tók hann öðru- hverju félaga sína í karphúsið fyrir hóg- lífi, kæruleysi, fégræðgi og spillingu, en virðist hafa orðið lítið ágengt í þeirri viðleitni að uppræta ávexti hinnar sterku valdaaðstöðu sem flokkurinn hafði í landinu. Kosningarnar 1951—52 voru í mörgu tilliti sögulegar, ekki sízt fyrir þá sök, að hér var um að ræða umfangsmestu lýðræðiskosningar mannkynssögunnar. í þeim tóku þátt ekki færri en 105 millj- ónir manna, og í næstu kosningum 1957 voru kjósendur orðnir 193 milljónir. I þessu sambandi er vert að hafa í huga að Indland er eitt af fáum ríkjum Asíu sem enn búa við lýðræðisstjórn. Öll þau Asíuríki sem hlutu sjálfstæði uppúr seinni heimsstyrjöld og komu á lýðræðis- skipulagi í öndverðu hafa horfið til ein- ræðis í einhverri mynd — nema Indland, Ceylon, Filippseyjar og ísrael (sem í rauninni er vestrænt ríki). Nehru vann það þrekvirki að varðveita lýðræði í landi sínu, þó á hitt beri einnig að líta að hann ríkti einsog einvaldur í þeim skilningi, að hann réð öllu í krafti þess trausts sem þjóðin bar til hans og vott- aði honum í þingkosningum. Þó fer því fjarri að allt liafi verið með kyrrum kjörum í Indlandi á stjórnar- árum hans. Upp komu alvarlegar innan- landsdeilur og blóðugar viðsjár, bæði vegna tungumálavandans og skiptingar landsins í fylki. Tungumálin eru fjórtán talsins, hvert með sitt sérstaka letur, og hefur landinu í stórum dráttum verið skipt í fylki eftir tungumálum. Það hef- ur vitanlega stuðlað að pólitískri og menningarlegri einingu hvers fylkis, en á hinn bóginn aukið sundrung alríkisins, enda hafa þjóðernislegar kröfur ein- stakra fylkja færzt mjög í aukana á síð- ustu árum og vakið mörg torleyst vanda- mál. V andamál Indlands eru fyrst og fremst fólgin í fátækt og fólksfjölgun. Til að bæta lífskjör Indverja stofnaði Nehru til fimm-ára-áætlana sem miðuðu að ákveðnu lágmarki í framleiðslu og iðnvæðingu, og mætti segja að þær áætlanir hafi orðið ein helzta lyfti- stöng efnahagslífsins eftir 1951. Jafn- framt kom Nehru á samvinnuskipu- lagi úti á landsbyggðinni sem hefur gefið mjög góða raun. Ilin mýmörgu sveitaþorp Indlands eru alltof lítil til að mynda starfhæfar efnahagsheildir, og var því horfið að því ráði að koma á samvinnu svosem 100 þorpa, sem gætu í sameiningu hagnýtt sérfræðinga, kenn- ara, stórvirkar vélar og annað sem örv- aði framfarir og afköst. Þetta verkefni er geysiumfangsmikið og ávextirnir koma ekki allir í ljós strax, en hér var tvímælalaust um að ræða afdrifaríkasta skrefið í þá átt að létta örbirgðinni af Indverjum, enda nefndi Nehru þessa viðleitni „heilaga iðju“. Önnur fimm-ára-áætlunin (1956—61) var mun stórtækari, en ýmis alvarleg skakkaföll af völdum flóða, þurrka og fjárhagsvandræða gerðu strik í reikning- inn. Stjórnin sá sig tilneydda að þyngja skattabyrðarnar og jafnframt fara fram á aukna erlenda aðstoð, einkum frá Bandaríkjunum. í þessari áætlun var lögð rík áherzla á þungaiðnað samhliða landbúnaði. Þrjú mikil stáliðjuver voru reist af Bretum, Rússum og Vestur- Þjóðverjum. Árið 1961 höfðu meðaltekj- ur landsmanna aukizt um 18%. í þriðju fimm-ára-áætluninni var gert ráð fyrir að auka framleiðsluna um 50%, sem var tröllaukið verkefni, enda hefur það eng- anveginn lánazt, og má þar m. a. kenna um ítrekuðum hallærum sem hafa leikið landið grátt. Fólksfjölgunin er geigvænlegasta vandamál Indverja, því þjóðinni fjölgar um einar 10 milljónir á ári, þannig að á síðasta áratugi hefur fjölgunin numið ná- lega hundrað milljónum. Nátengt henni 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.