Samvinnan - 01.08.1967, Blaðsíða 63
voru yfirleitt verr farnar en græðisléttur
og gömul tún.
Vorið 1962 gætti mikils kals í Þingeyjar-
sýslum, og flestum er minnisstætt kalið
á Austurlandi 1965. í greinargerð um
rannsóknir mínar á kalinu í Þingeyjar-
sýslu 1962 skýrði ég frá orsökum kalsins
þar og er sennilegt að einmitt svipaðar
aðstæður valdi kali í öðrum árum. Um
haustið féll mikill snjór á þíða jörð. í
febrúar gerði rigningar og hlánaði víða
allmikið. Tók þá snjó af hávöðum og efst
í hlíðum. Þar sem þannig var háttað,
varð ekki vart kals. í hlíðardrögum, eink-
um sunnanverðum, og í dældum, þar sem
skaflar voru þykkastir, mun snjór ekki
hafa náð að gegnblotna. Á þessum svæð-
um, þar sem þurr snjór huldi svörðinn,
kom jörðin einnig óskemmd undan vetr-
inum.
Þar sem snjóalagið var hins vegar
grynnra, t. d. í jöðrum skaflanna og á
flatlendi, myndaðist krapaelgur í hlák-
unni. Þessi elgur fraus síðan og varð að
svelli, en svellgljáin lá langt fram á vor.
Vegna þess að jörð fór þíð undir snjó
hafa grös ekki verið fullhörðnuð. Öndun
hefur ítt sér stað þar til loftleysi hefur
orðið undir klakanum, einkum í þéttum
mýra- og leirjarðvegi. Við þessi skilyrði
hafa venjuleg túngrös ekki getað lifað og
beinlínis kafnað vegna súrefnisskorts.
Þegar svellin tók loks að leysa kom gróð-
urinn dauðkalinn undan þeim. Oft er
það látið í veðri vaka að lingerðum gras-
tegundum sé einkum að kenna hve ný-
ræktir kelur. Að nokkru leyti er þetta rétt
en þó er tjónið ekki allt af þessum völd-
um. Allan gróður getur kalið ef þannig
viðrar, en gróðurinn er misnæmur fyrir
hinum ýmsu tegundum kals. Endaþótt
mýrarflákar svellfrjósi, sakar hálfgrösin,
sem þar vaxa, yfirleitt ekki. Flest grös eru
viðkvæm fyrir rót- og svellkali, en þau
verjast bezt, sem hafa sterkan rótarháls
eða mynda þéttar hvirfingar, svo sem
snarrótin. í mýrlendi munu snarrót og
hálmgresi vera þolnust heilgrasa. í þurr-
lendi lifa túnvingull og skriðlíngresi helzt
innlendra grasa.
Endaþótt innlendar grastegundir þoli
misvel frosthörkur og svellalög eru þær
að öllu jöfnu þolnari aðfluttum jurtum
frá suðlægari svæðum. Er því ekki annars
að vænta, en að grastegundir af aðfluttu
fræi geti orðið fyrir áföllum ef illa árar.
Af hinu erlenda sáðgresi er háliðagrasið
iangþolnast. Er það auk þess skriðult og
getur á fáum árum þakið kalblettina að
nýju. Er því nauðsynlegt að nota einkum
þessa tegund í þeim landshlutum, sem
hættast er við kali.
í tilraunaskýrslum hefur verið bent á
ýmsar úrbætur og varnir gegn kali. Eitt
er það að nota frostþolnari grastegundir.
Innlendar grastegundir eru að öllu jöfnu
þolnari en erlendar og hefur því
verið höfuðverkefni jurtakynbótadeildar
Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins að
leita að harðgerðum stofnum innlendra
grastegunda, sem hægt væri að nota til
undaneldis og fræræktunar fyrir íslenzk-
ar aðstæður. Ýmsir erfiðleikar hafa þó
orðið á þeirri framkvæmd, einkum vegna
þess að erfitt reynist að rækta fræ af ís-
lenzku stofnunum erlendis. Standa þó
vonir til þess að slík fræræktun takist,
en með því mundi mikið hafa áunnizt í
baráttunni gegn kali. Tjón af völdum kals
skiptir tugum milljóna, og það er þess
virði fyrir þjóðina að leggja nokkuð af
mörkum til þess að reyna að leita úr-
lausna á þessu mikla vandamáli gras-
ræktarinnar.